Erlent Hubble lýkur árlegum veðurathugunum í ytra sólkerfinu Nýjar myndir Hubble-geimsjónaukans af gas- og ísrisunum í utanverðu sólkerfinu sýna vísindamönnum hvaða breytingar hafa orðið á veðri og vindum þar. Sjónaukinn skyggnist árlega út í ytra sólkerfið til að vakta stærstu reikistjörnur þess. Erlent 24.11.2021 12:45 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. Erlent 24.11.2021 11:59 Morðingi Freyju dæmdur í lífstíðarfangelsi Flemming Mogensen, sem myrti Freyju Egilsdóttur í Danmörku í byrjun ársins, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann játaði fyrir dómi í morgun að hafa myrt Freyju, sem var fyrrverandi eiginkona hans og barnsmóðir. Erlent 24.11.2021 10:50 Hægriöfgamönnum gert að greiða bætur vegna Charlottesville-óeirðanna Kviðdómur í Virginíu gerði fimm samtökum hvítra þjóðernissinna og tólf skipuleggjendum samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017 að greiða samtals 26 milljónir dollara, jafnvirði um 3,4 milljarða króna, í miskabætur vegna óeirða sem brutust út í kjölfar hennar. Erlent 24.11.2021 09:25 Stærstu lyfjaverslanakeðjurnar dæmdar sekar fyrir sinn þátt í opíóíðafaraldrinum Stærstu lyfjaverslanakeðjur Bandaríkjanna hafa verið fundnar sekar um að hafa orðið til þess að auka magn ópíóíða í umferð. Bætur í málinu verða ákvarðaðar síðar en ein af keðjunum hefur þegar gefið út að dómnum verði áfrýjað. Erlent 24.11.2021 09:24 Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. Erlent 24.11.2021 09:07 Kærasti Petito svipti sig lífi Brian Laundrie, kærasti Gabrielle Petito sem fannst látin eftir ferðalag parsins í september, svipti sig lífi, að sögn lögmanns Laundrie-fjölskyldunnar. Hann lét sig hverfa eftir að hann sneri einn heim úr ferðalaginu en lík hans fannst í síðasta mánuði. Erlent 24.11.2021 08:37 Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. Erlent 24.11.2021 08:10 Hreinsaður af sök um morð eftir 42 ár í fangelsi Karlmaður í Missouri í Bandaríkjunum hefur verið hreinsaður af sök um morð og honum sleppt úr fangelsi þar sem hann hafði verið látinn dúsa í 42 ár. Hinn 62 ára Kevin Strickland hafði verið ranglega sakfelldur vegna morða árið 1979 þegar hann var átján ára gamall. Erlent 24.11.2021 08:09 Spá 700 þúsund dauðsföllum í Evrópu og Asíu að óbreyttu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar nú við því að allt að 700 þúsund einstaklingar gætu látið lífið í Evrópu og hluta Asíu ef ekki tekst að hægja á kórónuveirufaraldrinum á svæðinu. Erlent 24.11.2021 07:36 Átta ára drengur látinn eftir ódæðið í Wisconsin Sjötta manneskjan er nú látin eftir að maður ók bíl sínum í gegnum jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum á sunnudag. Um var að ræða átta ára dreng. Erlent 23.11.2021 23:45 Dæmdur morðingi Meredith Kercher laus allra mála Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á Meredith Kercher, 21 árs gömlum breskum skiptinema, er nú laus allra mála eftir að hafa afplánað þrettán ár af sextán ára fangelsisdómi. Morðið vakti heimsathygli en Amanda Knox, sambýliskona Kercher, og kærasti hennar sátu í fangelsi í fjögur ár áður en þau voru sýknuð. Erlent 23.11.2021 15:03 Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. Erlent 23.11.2021 13:13 Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. Erlent 23.11.2021 12:05 Þrír taldir af eftir flugslys í Noregi Þrír eru taldir hafa látið lífið þegar lítil flugvél hrapaði til jarðar fyrir utan bæinn Larvik í Noregi í morgun. Erlent 23.11.2021 11:50 Höfðar mál eftir að hafa verið ranglega vistaður á geðdeild í tæp þrjú ár Joshua Spriestersbach, var handtekinn fyrir mistök á Honolúlú árið 2017 og vistaður á geðdeild í nærri því þrjú ár, því lögreglan fór mannavillt. Hann hefur nú höfðað mál gegn yfirvöldum á Havaí-eyjum, lögregluþjónum, lögmönnum og læknum sem að máli hans komu. Erlent 23.11.2021 10:42 Katarar létu njósna um forystumenn FIFA Bandarískur fyrrverandi leyniþjónustumaður njósnaði um forystumenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) fyrir Katar þegar smáríkið sóttist eftir að halda heimsmeistaramótið sem fer fram á næsta ári. Njósnarinn var einnig látinn fylgjast með gagnrýnendum Katar. Erlent 23.11.2021 10:18 Seinka skoti stærsta geimsjónauka heims Ákveðið hefur verið að seinka geimskoti James Webb-geimsjónaukans, þess stærsta í sögunni, um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning þess. Honum verður nú skotið á loft í fyrsta lagi tveimur dögum fyrir jól. Erlent 23.11.2021 08:45 Ein ötulasta baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks á Norðurlöndum látin Hin norska Kim Friele, ein ötulasta baráttukonan fyrir réttindum hinsegin fólks á Norðurlöndum, er látin, 86 ára að aldri. Erlent 23.11.2021 08:37 Fyrrverandi forseti Suður-Kóreu er látinn Chun Doo-hwan, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, lést í morgun, níutíu ára að aldri. Erlent 23.11.2021 07:33 Spacey dæmdur til að greiða framleiðendum House of Cards fjóra milljarða Gerðardómur hefur ákveðið að leikarinn Kevin Spacey eigi að greiða MRC kvikmyndaverinu 31 milljón dala í skaðabætur fyrir að hafa brotið gegn ákvæðum samnings síns við framleiðslu á þáttunum House of Cards, sem sýndir voru á Netflix. Erlent 23.11.2021 07:31 Að minnsta kosti 45 látnir eftir rútubruna í Búlgaríu Að minnsta kosti 45 létu lífið í rútuslysi í Búlgaríu í nótt. Slysið varð á hraðbraut í vesturhluta landsins en rútan er sögð hafa ekið á vegrið með þeim afleiðingum að mikill eldur kom upp í henni. Erlent 23.11.2021 06:51 Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. Erlent 22.11.2021 23:46 Í lok vetrar verði Þjóðverjar „bólusettir, búnir að ná sér af Covid eða látnir“ Heilbrigðisráðherra Þýskalands, Jens Spahn, undirstrikaði í dag mikilvægi þess að landar hans létu bólusetja sig. Það gerði hann á afar beinskeyttan hátt, þegar hann ræddi við fréttamenn á fundi í Berlín í dag. Erlent 22.11.2021 22:37 „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. Erlent 22.11.2021 15:53 Rússneskur aðmíráll segir kafbát NATO hafa verið siglt á Kursk Vyachselav Popov, fyrrverandi aðmíráll í Rússlandi, heldur því fram að kafbátur frá ríki í Atlantshafsbandalaginu hafi valdið því að rússneski kafbáturinn Kursk hafi sokkið árið 2000. Eigin rannsókn Rússa leiddi í ljós að kafbáturinn sökk eftir sprengingu vegna gallaðs tundurskeytis. Erlent 22.11.2021 15:19 Biden vill Powell áfram sem seðlabankastjóra Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Jerome Powell seðlabankastjóra Bandaríkjanna til að gegna embættinu annað skipunartímabil. Erlent 22.11.2021 14:59 Kanna hvort ökumaðurinn hafi verið á flótta eftir glæp Lögregluþjónar í Waukesha í Wisconsin í Bandaríkjunum rannsaka hvort maðurinn sem ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í gær hafi verið að flýja vettvang glæps. Minnst fimm dóu og rúmlega fjörutíu er slasaðir eftir að maðurinn ók inn í þvögu fólks. Erlent 22.11.2021 14:05 Tilnefnir Andersson sem næsta forsætisráðherra Forseti sænska þingsins hefur tilnefnt Magdalenu Andersson, fjármálaráðherra og nýkjörinn formann sænska Jafnaðarmannaflokksins, sem næsta forsætisráðherra landsins. Erlent 22.11.2021 13:05 Segir ofbeldishneigða fávita nýta sér mótmæli Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, segir ofbeldishneigða fávita hafa valdið ofbeldi á óeirðum í landinu um helgina. Ofbeldisfull mótmæli gegn neyðaraðgerðum vegna Covid-19 voru haldin i Hollandi um helgina og kom til ofbeldis milli mótmælenda og lögreglu. Erlent 22.11.2021 12:03 « ‹ 324 325 326 327 328 329 330 331 332 … 334 ›
Hubble lýkur árlegum veðurathugunum í ytra sólkerfinu Nýjar myndir Hubble-geimsjónaukans af gas- og ísrisunum í utanverðu sólkerfinu sýna vísindamönnum hvaða breytingar hafa orðið á veðri og vindum þar. Sjónaukinn skyggnist árlega út í ytra sólkerfið til að vakta stærstu reikistjörnur þess. Erlent 24.11.2021 12:45
Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. Erlent 24.11.2021 11:59
Morðingi Freyju dæmdur í lífstíðarfangelsi Flemming Mogensen, sem myrti Freyju Egilsdóttur í Danmörku í byrjun ársins, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann játaði fyrir dómi í morgun að hafa myrt Freyju, sem var fyrrverandi eiginkona hans og barnsmóðir. Erlent 24.11.2021 10:50
Hægriöfgamönnum gert að greiða bætur vegna Charlottesville-óeirðanna Kviðdómur í Virginíu gerði fimm samtökum hvítra þjóðernissinna og tólf skipuleggjendum samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017 að greiða samtals 26 milljónir dollara, jafnvirði um 3,4 milljarða króna, í miskabætur vegna óeirða sem brutust út í kjölfar hennar. Erlent 24.11.2021 09:25
Stærstu lyfjaverslanakeðjurnar dæmdar sekar fyrir sinn þátt í opíóíðafaraldrinum Stærstu lyfjaverslanakeðjur Bandaríkjanna hafa verið fundnar sekar um að hafa orðið til þess að auka magn ópíóíða í umferð. Bætur í málinu verða ákvarðaðar síðar en ein af keðjunum hefur þegar gefið út að dómnum verði áfrýjað. Erlent 24.11.2021 09:24
Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. Erlent 24.11.2021 09:07
Kærasti Petito svipti sig lífi Brian Laundrie, kærasti Gabrielle Petito sem fannst látin eftir ferðalag parsins í september, svipti sig lífi, að sögn lögmanns Laundrie-fjölskyldunnar. Hann lét sig hverfa eftir að hann sneri einn heim úr ferðalaginu en lík hans fannst í síðasta mánuði. Erlent 24.11.2021 08:37
Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. Erlent 24.11.2021 08:10
Hreinsaður af sök um morð eftir 42 ár í fangelsi Karlmaður í Missouri í Bandaríkjunum hefur verið hreinsaður af sök um morð og honum sleppt úr fangelsi þar sem hann hafði verið látinn dúsa í 42 ár. Hinn 62 ára Kevin Strickland hafði verið ranglega sakfelldur vegna morða árið 1979 þegar hann var átján ára gamall. Erlent 24.11.2021 08:09
Spá 700 þúsund dauðsföllum í Evrópu og Asíu að óbreyttu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar nú við því að allt að 700 þúsund einstaklingar gætu látið lífið í Evrópu og hluta Asíu ef ekki tekst að hægja á kórónuveirufaraldrinum á svæðinu. Erlent 24.11.2021 07:36
Átta ára drengur látinn eftir ódæðið í Wisconsin Sjötta manneskjan er nú látin eftir að maður ók bíl sínum í gegnum jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum á sunnudag. Um var að ræða átta ára dreng. Erlent 23.11.2021 23:45
Dæmdur morðingi Meredith Kercher laus allra mála Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á Meredith Kercher, 21 árs gömlum breskum skiptinema, er nú laus allra mála eftir að hafa afplánað þrettán ár af sextán ára fangelsisdómi. Morðið vakti heimsathygli en Amanda Knox, sambýliskona Kercher, og kærasti hennar sátu í fangelsi í fjögur ár áður en þau voru sýknuð. Erlent 23.11.2021 15:03
Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. Erlent 23.11.2021 13:13
Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. Erlent 23.11.2021 12:05
Þrír taldir af eftir flugslys í Noregi Þrír eru taldir hafa látið lífið þegar lítil flugvél hrapaði til jarðar fyrir utan bæinn Larvik í Noregi í morgun. Erlent 23.11.2021 11:50
Höfðar mál eftir að hafa verið ranglega vistaður á geðdeild í tæp þrjú ár Joshua Spriestersbach, var handtekinn fyrir mistök á Honolúlú árið 2017 og vistaður á geðdeild í nærri því þrjú ár, því lögreglan fór mannavillt. Hann hefur nú höfðað mál gegn yfirvöldum á Havaí-eyjum, lögregluþjónum, lögmönnum og læknum sem að máli hans komu. Erlent 23.11.2021 10:42
Katarar létu njósna um forystumenn FIFA Bandarískur fyrrverandi leyniþjónustumaður njósnaði um forystumenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) fyrir Katar þegar smáríkið sóttist eftir að halda heimsmeistaramótið sem fer fram á næsta ári. Njósnarinn var einnig látinn fylgjast með gagnrýnendum Katar. Erlent 23.11.2021 10:18
Seinka skoti stærsta geimsjónauka heims Ákveðið hefur verið að seinka geimskoti James Webb-geimsjónaukans, þess stærsta í sögunni, um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning þess. Honum verður nú skotið á loft í fyrsta lagi tveimur dögum fyrir jól. Erlent 23.11.2021 08:45
Ein ötulasta baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks á Norðurlöndum látin Hin norska Kim Friele, ein ötulasta baráttukonan fyrir réttindum hinsegin fólks á Norðurlöndum, er látin, 86 ára að aldri. Erlent 23.11.2021 08:37
Fyrrverandi forseti Suður-Kóreu er látinn Chun Doo-hwan, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, lést í morgun, níutíu ára að aldri. Erlent 23.11.2021 07:33
Spacey dæmdur til að greiða framleiðendum House of Cards fjóra milljarða Gerðardómur hefur ákveðið að leikarinn Kevin Spacey eigi að greiða MRC kvikmyndaverinu 31 milljón dala í skaðabætur fyrir að hafa brotið gegn ákvæðum samnings síns við framleiðslu á þáttunum House of Cards, sem sýndir voru á Netflix. Erlent 23.11.2021 07:31
Að minnsta kosti 45 látnir eftir rútubruna í Búlgaríu Að minnsta kosti 45 létu lífið í rútuslysi í Búlgaríu í nótt. Slysið varð á hraðbraut í vesturhluta landsins en rútan er sögð hafa ekið á vegrið með þeim afleiðingum að mikill eldur kom upp í henni. Erlent 23.11.2021 06:51
Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. Erlent 22.11.2021 23:46
Í lok vetrar verði Þjóðverjar „bólusettir, búnir að ná sér af Covid eða látnir“ Heilbrigðisráðherra Þýskalands, Jens Spahn, undirstrikaði í dag mikilvægi þess að landar hans létu bólusetja sig. Það gerði hann á afar beinskeyttan hátt, þegar hann ræddi við fréttamenn á fundi í Berlín í dag. Erlent 22.11.2021 22:37
„Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. Erlent 22.11.2021 15:53
Rússneskur aðmíráll segir kafbát NATO hafa verið siglt á Kursk Vyachselav Popov, fyrrverandi aðmíráll í Rússlandi, heldur því fram að kafbátur frá ríki í Atlantshafsbandalaginu hafi valdið því að rússneski kafbáturinn Kursk hafi sokkið árið 2000. Eigin rannsókn Rússa leiddi í ljós að kafbáturinn sökk eftir sprengingu vegna gallaðs tundurskeytis. Erlent 22.11.2021 15:19
Biden vill Powell áfram sem seðlabankastjóra Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Jerome Powell seðlabankastjóra Bandaríkjanna til að gegna embættinu annað skipunartímabil. Erlent 22.11.2021 14:59
Kanna hvort ökumaðurinn hafi verið á flótta eftir glæp Lögregluþjónar í Waukesha í Wisconsin í Bandaríkjunum rannsaka hvort maðurinn sem ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í gær hafi verið að flýja vettvang glæps. Minnst fimm dóu og rúmlega fjörutíu er slasaðir eftir að maðurinn ók inn í þvögu fólks. Erlent 22.11.2021 14:05
Tilnefnir Andersson sem næsta forsætisráðherra Forseti sænska þingsins hefur tilnefnt Magdalenu Andersson, fjármálaráðherra og nýkjörinn formann sænska Jafnaðarmannaflokksins, sem næsta forsætisráðherra landsins. Erlent 22.11.2021 13:05
Segir ofbeldishneigða fávita nýta sér mótmæli Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, segir ofbeldishneigða fávita hafa valdið ofbeldi á óeirðum í landinu um helgina. Ofbeldisfull mótmæli gegn neyðaraðgerðum vegna Covid-19 voru haldin i Hollandi um helgina og kom til ofbeldis milli mótmælenda og lögreglu. Erlent 22.11.2021 12:03