Putin líkir meðferð Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2022 12:00 Vladimir Putin forseti Rússlands segir Vesturlönd hafa sýnt sitt rétta eðli með ofsóknum gegn Rússum sem búa á Vesturlöndum. Mikhail Svetlov/Getty Images Vonir eru bundnar við að fjöldi manns hafi lifað af sprengjuárás Rússa á leikhús í Mariupol í gær þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara hússins. Úkraínuforseti segir markmið viðræðna við Rússa að átökum linni og fullveldi Úkraínu verði tryggt. Rússlandsforseti líkir meðhöndlun Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum. Vladimir Putin forseti Rússlands og menn í innsta valdakjarna hans eru æfir eftir að Joe Biden forseti Bandaríkjanna kallaði Putin stríðsglæpamann. Í móttöku í Hvítahúsinu í gær spurði blaðakona Biden þegar hann gekk framhjá henni í mannmergð hvort hann teldi Putin vera stríðsglæpamann og forsetinn svaraði „nei“ og gekk framhjá. Sama dag og Joe Biden forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lög um 800 milljón dollara viðbótarstuðning við Úkraínu í gær, hitaði hann upp í orrahríðinni við Vladimir Putin þegar hann kallaði hann stríðsglæpamann.AP/Evan Vucci Svo var eins og forsetinn áttaði sig á spurningunni og hann snéri aftur til blaðakonunnar og sagði: „Um hvað varstu að spyrja mig“ og endurtók hún þá spurninguna. „Já ég tel að hann sé stríðsglæpamaður,“ sagði Biden þá og gekk burt. Þar með var orrahríðin milli stórveldanna komin á annað plan. Ekki stóð á viðbrögðum Putins og hirðar hans. Putin segir Rússa sæta ofsóknum í mörgum vestrænum ríkjum með sama hætti og gyðingar á tímum nasismans í Þýskalandi. „Rússum er meinuðheilbrigðisþjónusta, börn þeirra eru rekin úr skólum og foreldarnir reknir úr vinnu. Þeir banna rússneska tónlist, menningu, bókmenntir. Þeir eru að reyna að þurrka Rússland út. Vesturlönd hafa fellt grímuna og sýnt sitt rétta eðli. Það er í beinu samhengi við ofsóknir þýskra nasista gegn gyðingum á fjórða áratug síðustu aldar,“ sagði Putin. Vesturlönd væru heimsveldi lyga sem væri máttlaust gagnvart sannleikanum sem Rússar muni stöðugt koma á framfæri. Innrás Rússa í Úkraínu hefur nú staðið yfir í þrjár vikur og valdið miklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Þessi mynd er frá Kharkiv næst fjölmennustu borg landsins.AP/Pavel Dorogoy Þótt fullyrt sé að framrás Rússa í Úkraínu sé stöðnuð halda þeir þó enn uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á fjölmarga bæi og borgir. Í gær sprengdu þeir upp sögufrægt leikhús í Mariupol þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara. Óttast var að mikill fjöldi fólks hefði fallið en byrgið virðist hafa haldið því í morgun voru björgunarsveitir að hjálpa fólki upp úr húsarústunum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur að undanförnu ávarpað breska þingið, Bandaríkjaþing og nú síðast í morgun ávarpaði hann neðri deild þýska sambandsþingsins.AP/Drew Angerer Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir friðarviðræðum verða haldið áfram en ítrekar að Úkraína þurfi enn á mikilli hernaðaraðstoð Vesturlanda að halda í stríðinu, auknum loftvarnabúnaði, herþotur og önnur vopn. Markmið friðarviðræðna væru kristaltær. „Að enda stríðið, ná fram öryggistryggingum, tryggja fullveldi, endurheimta landfræðileg yfirráð, alvöru ábyrgðir fyrir land okkar, alvöru varnir fyrir land okkar,“ sagði forseti Úkraínu í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Bretar saka Rússa um stríðsglæpi og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. 17. mars 2022 06:52 Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. 17. mars 2022 06:31 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Vladimir Putin forseti Rússlands og menn í innsta valdakjarna hans eru æfir eftir að Joe Biden forseti Bandaríkjanna kallaði Putin stríðsglæpamann. Í móttöku í Hvítahúsinu í gær spurði blaðakona Biden þegar hann gekk framhjá henni í mannmergð hvort hann teldi Putin vera stríðsglæpamann og forsetinn svaraði „nei“ og gekk framhjá. Sama dag og Joe Biden forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lög um 800 milljón dollara viðbótarstuðning við Úkraínu í gær, hitaði hann upp í orrahríðinni við Vladimir Putin þegar hann kallaði hann stríðsglæpamann.AP/Evan Vucci Svo var eins og forsetinn áttaði sig á spurningunni og hann snéri aftur til blaðakonunnar og sagði: „Um hvað varstu að spyrja mig“ og endurtók hún þá spurninguna. „Já ég tel að hann sé stríðsglæpamaður,“ sagði Biden þá og gekk burt. Þar með var orrahríðin milli stórveldanna komin á annað plan. Ekki stóð á viðbrögðum Putins og hirðar hans. Putin segir Rússa sæta ofsóknum í mörgum vestrænum ríkjum með sama hætti og gyðingar á tímum nasismans í Þýskalandi. „Rússum er meinuðheilbrigðisþjónusta, börn þeirra eru rekin úr skólum og foreldarnir reknir úr vinnu. Þeir banna rússneska tónlist, menningu, bókmenntir. Þeir eru að reyna að þurrka Rússland út. Vesturlönd hafa fellt grímuna og sýnt sitt rétta eðli. Það er í beinu samhengi við ofsóknir þýskra nasista gegn gyðingum á fjórða áratug síðustu aldar,“ sagði Putin. Vesturlönd væru heimsveldi lyga sem væri máttlaust gagnvart sannleikanum sem Rússar muni stöðugt koma á framfæri. Innrás Rússa í Úkraínu hefur nú staðið yfir í þrjár vikur og valdið miklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Þessi mynd er frá Kharkiv næst fjölmennustu borg landsins.AP/Pavel Dorogoy Þótt fullyrt sé að framrás Rússa í Úkraínu sé stöðnuð halda þeir þó enn uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á fjölmarga bæi og borgir. Í gær sprengdu þeir upp sögufrægt leikhús í Mariupol þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara. Óttast var að mikill fjöldi fólks hefði fallið en byrgið virðist hafa haldið því í morgun voru björgunarsveitir að hjálpa fólki upp úr húsarústunum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur að undanförnu ávarpað breska þingið, Bandaríkjaþing og nú síðast í morgun ávarpaði hann neðri deild þýska sambandsþingsins.AP/Drew Angerer Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir friðarviðræðum verða haldið áfram en ítrekar að Úkraína þurfi enn á mikilli hernaðaraðstoð Vesturlanda að halda í stríðinu, auknum loftvarnabúnaði, herþotur og önnur vopn. Markmið friðarviðræðna væru kristaltær. „Að enda stríðið, ná fram öryggistryggingum, tryggja fullveldi, endurheimta landfræðileg yfirráð, alvöru ábyrgðir fyrir land okkar, alvöru varnir fyrir land okkar,“ sagði forseti Úkraínu í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Bretar saka Rússa um stríðsglæpi og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. 17. mars 2022 06:52 Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. 17. mars 2022 06:31 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Vaktin: Bretar saka Rússa um stríðsglæpi og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. 17. mars 2022 06:52
Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. 17. mars 2022 06:31