Jussie Smollett laus úr fangelsi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 10:14 Jussie Smollett yfirgaf fangelsið í Cook sýslu í gærkvöldi. AP/Rex Arbogast Bandaríska leikaranum Jussie Smollett hefur verið sleppt úr fangelsi meðan hann bíður niðurstöðu áfrýjunar í máli sínu en hann var í síðustu viku dæmdur í 150 daga óskilorðsbundið fangelsi og 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sviðsett árás á sjálfan sig árið 2019. Að því er kemur fram í frétt New York Times úrskurðaði áfrýjunardómstóll í Chicago í gærkvöldi að Smollett yrði sleppt úr fangelsinu í Cook sýslu gegn tryggingu en lögmenn Smollett færðu þau rök fyrir að hann yrði líklegast búinn að afplána dóm sinn áður en niðurstaða áfrýjunar lægi fyrir. Saksóknarar gagnrýndu þau rök og sögðu það skapa hættulegt fordæmi að fresta afplánun þegar um stuttan dóm er að ræða. Tveir af þremur dómurum við áfrýjunardómstólinn voru þó sammála um að sleppa Smollett gegn tryggingu og vísuðu til þess að glæpur Smollett hafi ekki falið í sér ofbeldi. Hafnar því að árásin hafi verið sviðsett Mál leikarans hefur vakið töluverða athygli en í janúar 2019 sagðist hann hafa verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. Fljótlega kom upp grunur um að Smollett hafi sviðsett árásina í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér Við réttarhöld í málinu sögðu saksóknarar að Smollett hafi greitt bræðrunum Abimbola og Plabinjo Osundairo til að ráðast á sig fyrir utan íbúð hans. Hafi hann fyrirskipað þeim að setja snöru um háls hans og ýja að því að þeir væru stuðningsmenn Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Jussie Smollett after the sentencing: I am not suicidal. If anything happens to me when I go in there, you must all know that. pic.twitter.com/xe2wYpQJ4O— philip lewis (@Phil_Lewis_) March 11, 2022 Bræðurnir báru vitni fyrir dómi og sagði Abimbola að Smollett hafi skipað honum að ráðast á sig. Sjálfur neitaði Smollett því alfarið að árásin hafi verið sviðsett og hélt því fram að hann væri saklaus. Í desember 2021 var Smollett síðan sakfelldur af kviðdómi. Þegar dómur var kveðinn upp í málinu síðastliðinn föstudag sagðist Smollett ekki vera í sjálfsvígshugleiðingum og að ef eitthvað kæmi fyrir hann í fangelsinu þá væri það ekki af eigin hendi. Hann virtist þannig vísa til máls Jeffrey Epstein sem fannst látinn í fangaklefa sínum meðan lögregla rannsakaði umfangsmikil kynferðisbrot hans. Margir gagnrýndu þessi ummæli Smollett harðlega og héldu því fram að um væri að ræða enn eina tilraunina til að fá vorkun en dómari féllst þó á það að Smollett myndi njóta verndar á meðan afplánun hans stendur. Mál Jussie Smollett Bandaríkin Tengdar fréttir Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. 10. desember 2021 07:48 Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40 Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt New York Times úrskurðaði áfrýjunardómstóll í Chicago í gærkvöldi að Smollett yrði sleppt úr fangelsinu í Cook sýslu gegn tryggingu en lögmenn Smollett færðu þau rök fyrir að hann yrði líklegast búinn að afplána dóm sinn áður en niðurstaða áfrýjunar lægi fyrir. Saksóknarar gagnrýndu þau rök og sögðu það skapa hættulegt fordæmi að fresta afplánun þegar um stuttan dóm er að ræða. Tveir af þremur dómurum við áfrýjunardómstólinn voru þó sammála um að sleppa Smollett gegn tryggingu og vísuðu til þess að glæpur Smollett hafi ekki falið í sér ofbeldi. Hafnar því að árásin hafi verið sviðsett Mál leikarans hefur vakið töluverða athygli en í janúar 2019 sagðist hann hafa verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. Fljótlega kom upp grunur um að Smollett hafi sviðsett árásina í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér Við réttarhöld í málinu sögðu saksóknarar að Smollett hafi greitt bræðrunum Abimbola og Plabinjo Osundairo til að ráðast á sig fyrir utan íbúð hans. Hafi hann fyrirskipað þeim að setja snöru um háls hans og ýja að því að þeir væru stuðningsmenn Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Jussie Smollett after the sentencing: I am not suicidal. If anything happens to me when I go in there, you must all know that. pic.twitter.com/xe2wYpQJ4O— philip lewis (@Phil_Lewis_) March 11, 2022 Bræðurnir báru vitni fyrir dómi og sagði Abimbola að Smollett hafi skipað honum að ráðast á sig. Sjálfur neitaði Smollett því alfarið að árásin hafi verið sviðsett og hélt því fram að hann væri saklaus. Í desember 2021 var Smollett síðan sakfelldur af kviðdómi. Þegar dómur var kveðinn upp í málinu síðastliðinn föstudag sagðist Smollett ekki vera í sjálfsvígshugleiðingum og að ef eitthvað kæmi fyrir hann í fangelsinu þá væri það ekki af eigin hendi. Hann virtist þannig vísa til máls Jeffrey Epstein sem fannst látinn í fangaklefa sínum meðan lögregla rannsakaði umfangsmikil kynferðisbrot hans. Margir gagnrýndu þessi ummæli Smollett harðlega og héldu því fram að um væri að ræða enn eina tilraunina til að fá vorkun en dómari féllst þó á það að Smollett myndi njóta verndar á meðan afplánun hans stendur.
Mál Jussie Smollett Bandaríkin Tengdar fréttir Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. 10. desember 2021 07:48 Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40 Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira
Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. 10. desember 2021 07:48
Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40
Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06