Erlent

Lenti undir tré og lést

Ganga skátadrengja í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum tók hræðilegan endi í gærmorgun. Móðir eins skátans lést í göngunni eftir að hafa orðið undir tréi sem féll.

Erlent

Tsikhanou­skaja dæmd í fimm­tán ára fangelsi

Dómstóll í Hvíta-Rússlandi hefur dæmt Svetlönu Tsikhanouskaju, einn leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, í fimmtán ára fangelsi fyrir landráð. Hún var sakfelld fyrir að hafa ætlað sér að ræna völdum í landinu.

Erlent

John­son vill riddara­tign fyrir pabba

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur skilað inn heiðurslista sínum þar sem hann óskar þess meðal annars að faðir hans, Stanley Johnson, fái riddaratign.

Erlent

Biðst fyrir­gefningar vegna lestar­slyssins

Forsætisráðherra Grikklands hefur beðist fyrirgefningar vegna versta lestarslyss í sögu landsins. Minnst 57 létu lífið þegar tvær lestir, sem ekið var í gagnstæða átt á sama spori, skullu saman.

Erlent

Andrew Tate blæs á krabba­meins­orð­róm

Samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og sögur sem ganga um á samfélagsmiðlum hafa kveðið um. Hann segist í raun vera með heilsu á við íþróttamann á Ólympíuleikunum. 

Erlent

Sögu­legu sam­komu­lagi náð

Eftir að hafa verið í viðræðum í tæplega tuttugu ár hafa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna loksins komist að samkomulagi um að vernda vistkerfi í úthöfum jarðarinnar. Samningar náðust í New York í nótt.

Erlent

Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum

Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra.

Erlent

Fannst á lífi þrjá­tíu árum síðar í öðru landi

Kona sem hvarf frá heimili sínu í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum fyrir þrjátíu árum síðar hefur fundist á lífi í Púertó Ríkó. Ekkert hafði heyrst frá henni allan þennan tíma, fyrir utan eitt bréf sem hún sendi nokkrum árum eftir hvarfið. 

Erlent

Leiðtogi Wagner segir Bakhmut fallna

Yfirmaður rússnesku Wagner málaliðanna segir þá hafa umkringt borgina Bakhmut þar sem aðeins væru eftir börn og gamalmenni til að berjast gegn innrás þeirra. Yfirvöld í nágrannahéraðinu Kharkiv hafa síðan fyrirskipað fjölskyldum með börn og öðrum viðkvæmum hópum að yfirgefa borgina Kupiansk vegna látlausra loftárása Rússa.

Erlent

Segjast enn verja Bakhmut

Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum.

Erlent

Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi

Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu.

Erlent

Íbúar Austur-Palestínu óttast langvarandi mengun

Nærri því mánuður er liðinn frá því lest sem bar mikið magn eiturefna fór út af sporinu nærri bænum Austur-Palestínu í Ohio í Bandaríkjunum eru íbúar enn reiðir og óttaslegnir. Margir segjast enn finna fyrir áhrifum frá efnunum sem sluppu út í andrúmsloftið.

Erlent

Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús

Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús.

Erlent

Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa

Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann.

Erlent

Geta stefnt Trump vegna á­rásarinnar á þing­húsið

Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum.

Erlent

Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr

Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu.

Erlent