Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2023 18:51 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heimsótti menningarmiðstöð í Moskvu í dag þar sem hann tjáði sig um drónaárásina á höfuðborgina í morgun. AP/Vladimir Astapkovich Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. Ráðamenn í Rússlandi segja átta dróna hafa verið notaða til árásarinnar. Fimm þeirra hafi verið skotnir niður með Pantsir-loftvarnarkerfi og þremur hafi verið grandað með rafrænum varnarbúnaði. Þrjár byggingar eru sagðar hafa skemmst vegna árásarinnar og tveir munu hafa slasast lítillega. Í frétt BBC segir að hús hafi skemmst í hverfum Moskvu þar sem auðugt fólk býr gjarnan. Þar á meðal í hverfi í vesturhluta Moskvu, þar sem Pútín sjálfur og aðrir ráðamenn eiga húsnæði. Pútín hélt því fram í dag, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, að árásin á Moskvu hafi verið hefndaraðgerð fyrir árás Rússa á höfuðstöðvar hernaðarleyniþjónustu Úkraínu (GUR) en ekki liggur fyrir hvaða árás hann er að tala um. Pútín sagði almenning í Úkraínu þurfa að gera sér grein fyrir því hvað ráðamenn þar í landi væru að kalla yfir þá. Pútín gaf einnig í skyn að Úkraínumenn ætluðu sér að valda skaða á kjarnorkuverinu í Saporisjía, sem Rússar hafa hernumið, og gera annarskonar skemmdarverk í tengslum við kjarnorkuiðnað. Hér að neðan má sjá frétt Steve Rosenberg, fréttamanns BBC, sem er staddur í Moskvu um drónaárásina í morgun. Hann segir meðal annars að íbúar borgarinnar séu uggandi vegna hennar. I fear for my life and the lives of my loved ones. Reaction from Moscow as the city is attacked by drones. Our report for @BBCNews from the Russian capital. Camera @AntonChicherov Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/Qn6x5Ugs49— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) May 30, 2023 Gera ítrekaðar árásir á borgaraleg skotmörk Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í síðasta mánuði hafa Rússar gert reglulegar dróna og eldflaugaárásir á Kænugarð og önnur byggð ból í Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi halda því reglulega fram að þeir geri eingöngu árásir á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu en það er ósatt. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Í haust gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því markmiði að reyna að gera úkraínsku þjóðinni erfitt um vik vegna kulda í vetur. Þessum árásum fjölgaði samhliða slæmu gengi Rússa á víglínunum í Úkraínu í fyrra. Fjölmargir óbreyttir borgarar hafa fallið í þessum árásum. Undanfarnar vikur hafa árásir Rússa á Kænugarð verið sérstaklega tíðar og umfangsmiklar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. 30. maí 2023 07:46 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Bylgja drónaárása á Kænugarð Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. 29. maí 2023 08:36 Stór drónaárás á Kænugarð í nótt Rússar gerðu stóra drónaárás á höfuðborgina Kænugarð í nótt. Loftvarnarkerfi skaut hins vegar niður meirihlutann. 28. maí 2023 07:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Ráðamenn í Rússlandi segja átta dróna hafa verið notaða til árásarinnar. Fimm þeirra hafi verið skotnir niður með Pantsir-loftvarnarkerfi og þremur hafi verið grandað með rafrænum varnarbúnaði. Þrjár byggingar eru sagðar hafa skemmst vegna árásarinnar og tveir munu hafa slasast lítillega. Í frétt BBC segir að hús hafi skemmst í hverfum Moskvu þar sem auðugt fólk býr gjarnan. Þar á meðal í hverfi í vesturhluta Moskvu, þar sem Pútín sjálfur og aðrir ráðamenn eiga húsnæði. Pútín hélt því fram í dag, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, að árásin á Moskvu hafi verið hefndaraðgerð fyrir árás Rússa á höfuðstöðvar hernaðarleyniþjónustu Úkraínu (GUR) en ekki liggur fyrir hvaða árás hann er að tala um. Pútín sagði almenning í Úkraínu þurfa að gera sér grein fyrir því hvað ráðamenn þar í landi væru að kalla yfir þá. Pútín gaf einnig í skyn að Úkraínumenn ætluðu sér að valda skaða á kjarnorkuverinu í Saporisjía, sem Rússar hafa hernumið, og gera annarskonar skemmdarverk í tengslum við kjarnorkuiðnað. Hér að neðan má sjá frétt Steve Rosenberg, fréttamanns BBC, sem er staddur í Moskvu um drónaárásina í morgun. Hann segir meðal annars að íbúar borgarinnar séu uggandi vegna hennar. I fear for my life and the lives of my loved ones. Reaction from Moscow as the city is attacked by drones. Our report for @BBCNews from the Russian capital. Camera @AntonChicherov Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/Qn6x5Ugs49— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) May 30, 2023 Gera ítrekaðar árásir á borgaraleg skotmörk Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í síðasta mánuði hafa Rússar gert reglulegar dróna og eldflaugaárásir á Kænugarð og önnur byggð ból í Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi halda því reglulega fram að þeir geri eingöngu árásir á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu en það er ósatt. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Í haust gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því markmiði að reyna að gera úkraínsku þjóðinni erfitt um vik vegna kulda í vetur. Þessum árásum fjölgaði samhliða slæmu gengi Rússa á víglínunum í Úkraínu í fyrra. Fjölmargir óbreyttir borgarar hafa fallið í þessum árásum. Undanfarnar vikur hafa árásir Rússa á Kænugarð verið sérstaklega tíðar og umfangsmiklar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. 30. maí 2023 07:46 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Bylgja drónaárása á Kænugarð Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. 29. maí 2023 08:36 Stór drónaárás á Kænugarð í nótt Rússar gerðu stóra drónaárás á höfuðborgina Kænugarð í nótt. Loftvarnarkerfi skaut hins vegar niður meirihlutann. 28. maí 2023 07:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. 30. maí 2023 07:46
Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41
Bylgja drónaárása á Kænugarð Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. 29. maí 2023 08:36
Stór drónaárás á Kænugarð í nótt Rússar gerðu stóra drónaárás á höfuðborgina Kænugarð í nótt. Loftvarnarkerfi skaut hins vegar niður meirihlutann. 28. maí 2023 07:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01