Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2023 18:51 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heimsótti menningarmiðstöð í Moskvu í dag þar sem hann tjáði sig um drónaárásina á höfuðborgina í morgun. AP/Vladimir Astapkovich Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. Ráðamenn í Rússlandi segja átta dróna hafa verið notaða til árásarinnar. Fimm þeirra hafi verið skotnir niður með Pantsir-loftvarnarkerfi og þremur hafi verið grandað með rafrænum varnarbúnaði. Þrjár byggingar eru sagðar hafa skemmst vegna árásarinnar og tveir munu hafa slasast lítillega. Í frétt BBC segir að hús hafi skemmst í hverfum Moskvu þar sem auðugt fólk býr gjarnan. Þar á meðal í hverfi í vesturhluta Moskvu, þar sem Pútín sjálfur og aðrir ráðamenn eiga húsnæði. Pútín hélt því fram í dag, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, að árásin á Moskvu hafi verið hefndaraðgerð fyrir árás Rússa á höfuðstöðvar hernaðarleyniþjónustu Úkraínu (GUR) en ekki liggur fyrir hvaða árás hann er að tala um. Pútín sagði almenning í Úkraínu þurfa að gera sér grein fyrir því hvað ráðamenn þar í landi væru að kalla yfir þá. Pútín gaf einnig í skyn að Úkraínumenn ætluðu sér að valda skaða á kjarnorkuverinu í Saporisjía, sem Rússar hafa hernumið, og gera annarskonar skemmdarverk í tengslum við kjarnorkuiðnað. Hér að neðan má sjá frétt Steve Rosenberg, fréttamanns BBC, sem er staddur í Moskvu um drónaárásina í morgun. Hann segir meðal annars að íbúar borgarinnar séu uggandi vegna hennar. I fear for my life and the lives of my loved ones. Reaction from Moscow as the city is attacked by drones. Our report for @BBCNews from the Russian capital. Camera @AntonChicherov Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/Qn6x5Ugs49— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) May 30, 2023 Gera ítrekaðar árásir á borgaraleg skotmörk Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í síðasta mánuði hafa Rússar gert reglulegar dróna og eldflaugaárásir á Kænugarð og önnur byggð ból í Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi halda því reglulega fram að þeir geri eingöngu árásir á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu en það er ósatt. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Í haust gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því markmiði að reyna að gera úkraínsku þjóðinni erfitt um vik vegna kulda í vetur. Þessum árásum fjölgaði samhliða slæmu gengi Rússa á víglínunum í Úkraínu í fyrra. Fjölmargir óbreyttir borgarar hafa fallið í þessum árásum. Undanfarnar vikur hafa árásir Rússa á Kænugarð verið sérstaklega tíðar og umfangsmiklar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. 30. maí 2023 07:46 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Bylgja drónaárása á Kænugarð Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. 29. maí 2023 08:36 Stór drónaárás á Kænugarð í nótt Rússar gerðu stóra drónaárás á höfuðborgina Kænugarð í nótt. Loftvarnarkerfi skaut hins vegar niður meirihlutann. 28. maí 2023 07:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ráðamenn í Rússlandi segja átta dróna hafa verið notaða til árásarinnar. Fimm þeirra hafi verið skotnir niður með Pantsir-loftvarnarkerfi og þremur hafi verið grandað með rafrænum varnarbúnaði. Þrjár byggingar eru sagðar hafa skemmst vegna árásarinnar og tveir munu hafa slasast lítillega. Í frétt BBC segir að hús hafi skemmst í hverfum Moskvu þar sem auðugt fólk býr gjarnan. Þar á meðal í hverfi í vesturhluta Moskvu, þar sem Pútín sjálfur og aðrir ráðamenn eiga húsnæði. Pútín hélt því fram í dag, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, að árásin á Moskvu hafi verið hefndaraðgerð fyrir árás Rússa á höfuðstöðvar hernaðarleyniþjónustu Úkraínu (GUR) en ekki liggur fyrir hvaða árás hann er að tala um. Pútín sagði almenning í Úkraínu þurfa að gera sér grein fyrir því hvað ráðamenn þar í landi væru að kalla yfir þá. Pútín gaf einnig í skyn að Úkraínumenn ætluðu sér að valda skaða á kjarnorkuverinu í Saporisjía, sem Rússar hafa hernumið, og gera annarskonar skemmdarverk í tengslum við kjarnorkuiðnað. Hér að neðan má sjá frétt Steve Rosenberg, fréttamanns BBC, sem er staddur í Moskvu um drónaárásina í morgun. Hann segir meðal annars að íbúar borgarinnar séu uggandi vegna hennar. I fear for my life and the lives of my loved ones. Reaction from Moscow as the city is attacked by drones. Our report for @BBCNews from the Russian capital. Camera @AntonChicherov Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/Qn6x5Ugs49— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) May 30, 2023 Gera ítrekaðar árásir á borgaraleg skotmörk Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í síðasta mánuði hafa Rússar gert reglulegar dróna og eldflaugaárásir á Kænugarð og önnur byggð ból í Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi halda því reglulega fram að þeir geri eingöngu árásir á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu en það er ósatt. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Í haust gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því markmiði að reyna að gera úkraínsku þjóðinni erfitt um vik vegna kulda í vetur. Þessum árásum fjölgaði samhliða slæmu gengi Rússa á víglínunum í Úkraínu í fyrra. Fjölmargir óbreyttir borgarar hafa fallið í þessum árásum. Undanfarnar vikur hafa árásir Rússa á Kænugarð verið sérstaklega tíðar og umfangsmiklar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. 30. maí 2023 07:46 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Bylgja drónaárása á Kænugarð Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. 29. maí 2023 08:36 Stór drónaárás á Kænugarð í nótt Rússar gerðu stóra drónaárás á höfuðborgina Kænugarð í nótt. Loftvarnarkerfi skaut hins vegar niður meirihlutann. 28. maí 2023 07:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. 30. maí 2023 07:46
Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41
Bylgja drónaárása á Kænugarð Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. 29. maí 2023 08:36
Stór drónaárás á Kænugarð í nótt Rússar gerðu stóra drónaárás á höfuðborgina Kænugarð í nótt. Loftvarnarkerfi skaut hins vegar niður meirihlutann. 28. maí 2023 07:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01