„That 70s Show“ leikari dæmdur fyrir nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2023 22:16 Danny Masterson og eiginkona hans Bijou Phillips fyrir utan dómshúsið í Los Angeles fyrr í maí. AP/Chris Pizzello Leikarinn Danny Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í þáttunum That ’70s Show, sem nutu mikilla vinsælda um og eftir aldarmótin síðustu, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tveimur konum. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi þriðju nauðgunina sem hann var ákærður fyrir. Masterson, sem er 47 ára gamall, stendur frammi fyrir því að vera mögulega dæmdur til lífstíðarvistar í fangelsi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bijou Phillips, eiginkona hans, grét er hann var leiddur úr dómsal Los Angeles í handjárnum, samkvæmt fréttaveitunni, en aðrir fjölskyldumeðlimir hans og vinir voru einnig í salnum. Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001, samkvæmt frétt Variety. Fyrst var réttað í málinu í fyrra en kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu þá, svo halda þurfti réttarhöldin aftur. Saksóknarar sögðu Masterson hafa byrlað konunum ólyfjan og nauðgað þeim. Fram kom þó í réttarhöldunum að engar lyfjaprófanir hafi verið gerðar á sínum tíma og að verjendur Masterson hafi krafist þess að málið yrði látið falla niður vegna þessa. Vísindakirkjan spilaði stóra rullu í réttarhöldunum en Masterson var meðlimur í henni og allar konurnar þrjár einnig. Saksóknarar sögðu hann hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar og sem heimsþekktur leikari til að komast hjá því að vera refsað fyrir brot sín. Konurnar sögðu að þegar þær hefðu sakað Masterson um nauðgun innan kirkjunnar hefðu forsvarsmenn hennar sagt þeim að þeim hefði ekki verið nauðgað. Í kjölfarið hefðu þær verið varaðar við því að leita til yfirvalda og látnar gangast siðferðisnámskeið innan kirkjunnar. Verjendur Masterson kölluðu ekki fram nein vitni og hann bar sömuleiðis ekki vitni. Þá héldu þeir því fram að hann hefði ekki nauðgað þeim heldur hefðu þau stundað samfarir með samþykki kvennanna. Þá reyndu lögmenn Masterson að grafa undan trúverðugleika þeirra með því að benda á að frásagnir þeirra hefðu tekið breytingum í gegnum árin og þær gæfu til kynna að þær hefðu samstillt sögur sínar. AP vitnar í yfirlýsingu frá einni konunni eftir að hann var sakfelldur fyrir að nauðgað. Hún segist finna fyrir flóknum kokteil tilfinninga eins og sorg, létti, þreytu og styrk, vitandi það að Masterson hafi verið dregin til ábyrgðar fyrir brot sín. Konan sem hann var sakaður um að nauðga árið 2001, ákæran sem hann var ekki sakfelldur fyrir, segir að þó hún sé ánægð með að honum verði refsað, sé hún miður sín yfir því að hann hafi komist hjá refsingu fyrir brot sitt gegn henni. Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Mál Danny Masterson Tengdar fréttir Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. 1. desember 2022 07:35 Holskefla ásakana um kynferðisbrot í Hollywood Ansi margir karlmenn tengdir skemmtanaiðnaðinum voru sakaðir um kynferðisbrot í þessari og síðustu viku. 23. júní 2020 14:29 Stjarna úr That 70's Show rekinn eftir ásakanir um nauðgun Danny Masterson hefur unnið við framleiðslu á gamanþáttunum The Ranch. 5. desember 2017 17:22 Lögregla rannsakar That '70s Show stjörnu vegna kynferðisafbrota Bandaríski leikarinn Danny Masterson sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum That '70s Show er til rannsóknar hjá lögreglu í Los Angeles vegna meintra kynferðisafbrota gegn þremur konum. 4. mars 2017 10:09 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Masterson, sem er 47 ára gamall, stendur frammi fyrir því að vera mögulega dæmdur til lífstíðarvistar í fangelsi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bijou Phillips, eiginkona hans, grét er hann var leiddur úr dómsal Los Angeles í handjárnum, samkvæmt fréttaveitunni, en aðrir fjölskyldumeðlimir hans og vinir voru einnig í salnum. Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001, samkvæmt frétt Variety. Fyrst var réttað í málinu í fyrra en kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu þá, svo halda þurfti réttarhöldin aftur. Saksóknarar sögðu Masterson hafa byrlað konunum ólyfjan og nauðgað þeim. Fram kom þó í réttarhöldunum að engar lyfjaprófanir hafi verið gerðar á sínum tíma og að verjendur Masterson hafi krafist þess að málið yrði látið falla niður vegna þessa. Vísindakirkjan spilaði stóra rullu í réttarhöldunum en Masterson var meðlimur í henni og allar konurnar þrjár einnig. Saksóknarar sögðu hann hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar og sem heimsþekktur leikari til að komast hjá því að vera refsað fyrir brot sín. Konurnar sögðu að þegar þær hefðu sakað Masterson um nauðgun innan kirkjunnar hefðu forsvarsmenn hennar sagt þeim að þeim hefði ekki verið nauðgað. Í kjölfarið hefðu þær verið varaðar við því að leita til yfirvalda og látnar gangast siðferðisnámskeið innan kirkjunnar. Verjendur Masterson kölluðu ekki fram nein vitni og hann bar sömuleiðis ekki vitni. Þá héldu þeir því fram að hann hefði ekki nauðgað þeim heldur hefðu þau stundað samfarir með samþykki kvennanna. Þá reyndu lögmenn Masterson að grafa undan trúverðugleika þeirra með því að benda á að frásagnir þeirra hefðu tekið breytingum í gegnum árin og þær gæfu til kynna að þær hefðu samstillt sögur sínar. AP vitnar í yfirlýsingu frá einni konunni eftir að hann var sakfelldur fyrir að nauðgað. Hún segist finna fyrir flóknum kokteil tilfinninga eins og sorg, létti, þreytu og styrk, vitandi það að Masterson hafi verið dregin til ábyrgðar fyrir brot sín. Konan sem hann var sakaður um að nauðga árið 2001, ákæran sem hann var ekki sakfelldur fyrir, segir að þó hún sé ánægð með að honum verði refsað, sé hún miður sín yfir því að hann hafi komist hjá refsingu fyrir brot sitt gegn henni.
Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Mál Danny Masterson Tengdar fréttir Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. 1. desember 2022 07:35 Holskefla ásakana um kynferðisbrot í Hollywood Ansi margir karlmenn tengdir skemmtanaiðnaðinum voru sakaðir um kynferðisbrot í þessari og síðustu viku. 23. júní 2020 14:29 Stjarna úr That 70's Show rekinn eftir ásakanir um nauðgun Danny Masterson hefur unnið við framleiðslu á gamanþáttunum The Ranch. 5. desember 2017 17:22 Lögregla rannsakar That '70s Show stjörnu vegna kynferðisafbrota Bandaríski leikarinn Danny Masterson sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum That '70s Show er til rannsóknar hjá lögreglu í Los Angeles vegna meintra kynferðisafbrota gegn þremur konum. 4. mars 2017 10:09 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. 1. desember 2022 07:35
Holskefla ásakana um kynferðisbrot í Hollywood Ansi margir karlmenn tengdir skemmtanaiðnaðinum voru sakaðir um kynferðisbrot í þessari og síðustu viku. 23. júní 2020 14:29
Stjarna úr That 70's Show rekinn eftir ásakanir um nauðgun Danny Masterson hefur unnið við framleiðslu á gamanþáttunum The Ranch. 5. desember 2017 17:22
Lögregla rannsakar That '70s Show stjörnu vegna kynferðisafbrota Bandaríski leikarinn Danny Masterson sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum That '70s Show er til rannsóknar hjá lögreglu í Los Angeles vegna meintra kynferðisafbrota gegn þremur konum. 4. mars 2017 10:09
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent