Erlent

Erdogan sam­þykkir NATO-aðild Svía

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld.

Erlent

For­setinn endur­kjörinn með 87 prósent at­kvæða

Shavkat Mirziyoyev hefur verið endurkjörinn sem forseti Mið-Asíuríkisins Úsbekistans. Samkvæmt tölum frá kjörstjórn hlaut forsetinn 87,1 prósent atkvæða í kosningunum sem fram fóru í gær og mun hann því sitja sitt þriðja kjörtímabil.

Erlent

Rutte hyggst segja skilið við stjórn­málin

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að hann muni segja skilið við stjórnmálin eftir komandi þingkosningar. Greint var frá því fyrir helgi að hollenska ríkisstjórnin væri sprungin vegna deilna innan stjórnarliðsins um innflytjendamál.

Erlent

Ók um á vespu og skaut fólk af handahófi

Lögreglan í New York segist hafa handtekið mann sem ók um götur borgarinnar í gær á vespu og skaut á fólk af handahófi. Hann skaut einn 87 ára gamlan mann til bana og særði þrjá aðra.

Erlent

Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól

Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði.

Erlent

Banna teiknimyndina um Bósa Ljósár

Nýr meirihluti hægri flokkanna á Spáni hefur bannað sýningu myndarinnar um Bósa ljósár í litlum bæ á Norður-Spáni. Í myndinni sjást tvær konur kyssast eitt augnablik.

Erlent

Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið.

Erlent

Ríkis­stjórn Hollands sprungin

Ríkisstjórn Hollands er sprungin vegna ósættis stjórnarflokkana um innflytjendamál. Ríkisstjórnin hefur verið ósammála um hvernig hún eigi að snúa sér í málaflokknum í nokkurn tíma en um eitt og hálft ár er síðan hún tók til starfa. 

Erlent

Bjargaði kúm úr logandi hlöðu

Lögreglumaður í Wisconsin ríki í Bandaríkjunum bjargaði á dögunum þremur kúm úr logandi hlöðu. Næturvakt hans var að ljúka þegar hann kom auga á reyk sem kom úr hlöðu á bóndabæ. Hann mætti á vettvang og fór í hlöðuna þar sem hann fann kýrnar fastar.

Erlent

Biden sendir Úkraínu­mönnum klasa­sprengjur

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis.

Erlent

Sak­sóknarar í leyniskjala­máli Trump fá hótanir

Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu.

Erlent

Banda­ríkin eyða síðustu efna­vopnum sínum

Flugskeyti með saríngasi sem unnið er að því að eyða á herstöð í Kentucky eru síðustu efnavopn Bandaríkjanna. Síðustu birgðunum verður eytt fyrir lok september í samræmi við efnavopnasáttmálans sem 193 ríki skrifuðu undir árið 1997.

Erlent

OceanGate hættir allri starf­semi

OceanGate, fyrirtækið sem átti og gerði út kafbátinn Titan, hefur hætt allri starfsemi. Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Fimm létust þegar Titan fórst á dögunum.

Erlent

Svíar færast nær aðild að NATO

Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl.

Erlent

Segir Prigoz­hin í Rúss­landi

Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, sé staddur í Rússlandi og málaliðar hans séu í herbúðum sínum. Innan við tvær vikur eru frá því að Prigozhin og málaliðar hans gerðu uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum.

Erlent

Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna

Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum.

Erlent