Telja menn hafa verið í Ameríku mun fyrr en áður var talið Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2023 16:10 Hér má sjá hluta fótsporanna sem um ræðir. AP/Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna Útlit er fyrir að menn hafi verið komnir til Ameríku þúsundum ára áður en hingað til hefur verið talið. Þetta sýna nýjar rannsóknir á steingerðum fótsporum manna frá botni forns stöðuvatns. Vísindamenn birtu fyrir tveimur árum niðurstöður rannsóknar sem sýndu fram á að steingerð fótspor frá White Sands þjóðgarðinum í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum væru 20 til 23 þúsund ára gömul. Sú rannsókn byggði á aldursgreiningu fræja sem fundust í fótsporunum. Fótsporin sjálf fundust í jaðri forns uppþornaðs stöðuvatns. Margir gagnrýndu framkvæmd rannsóknarinnar. Meðal annars var talið mögulegt að fræin, sem komu frá vatnaplöntum hefðu dregið í sig mun eldri kolefni úr vatninu og þannig gæti kolefnaaldursgreining reynst röng um þúsundir ára. Rannsóknin var því af mörgum ekki talinn afsanna kenningar um að menn hafi borist til heimsálfurnar yfir landbrú milli Rússlands og Alaska fyrir um fimmtán þúsund árum eða svo. Þessi nýja kenning fékk þó byr undir báða vængi á dögunum þegar niðurstöður nýrrar rannsóknar voru birtar á vef Science. Nú hafa vísindamenn aldursgreint bæði frjókorn og kvarts-agnir sem fundist hafa í sömu jarðlögum og fótsporin steingerðu og fengu þeir einnig þá niðurstöðu að þau væru tuttugu til 23 þúsund ára gömul. Hér að neðan má sjá frétt PBS frá apríl í fyrra um fótsporin. Svo stórar uppgötvanir alltaf umdeildar AP fréttaveitan hefur eftir einum vísindamannanna sem komu að rannsókninni frá 2021 að uppgötvanir sem þessar séu alltaf umdeildar, því þær umbylti því sem við teljum okkur vita. Þessar tilteknu rannsóknir snúi að því hvernig maðurinn dreifðist um jörðina. Annar vísindamaður sem rætt var við, sem kom að hvorugri rannsókninni, segist nú sannfærður um að kenningin um landbrúna sé röng. Það að þrjár mismunandi rannsóknaraðferðir hafi komist að svo líkri niðurstöður gefi sterklega til kynna að þær séu réttar. Í samtali við Washington Post slá aðrir sérfræðingar á svipaða strengi og segja vísindamennina hafa sterk sönnunargögn í höndunum. Þúsundir fótspora hafa fundist í White Sands og hafa sýnt að börn léku sér þar og að menn veiddu stærðarinnar letidýr. Fótspor letidýranna voru í fyrstu talin sönnun þess að Stórfótur væri til. Sporin eru þó að skemmast hægt og rólega vegna veðrunar. Bandaríkin Fornminjar Vísindi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Vísindamenn birtu fyrir tveimur árum niðurstöður rannsóknar sem sýndu fram á að steingerð fótspor frá White Sands þjóðgarðinum í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum væru 20 til 23 þúsund ára gömul. Sú rannsókn byggði á aldursgreiningu fræja sem fundust í fótsporunum. Fótsporin sjálf fundust í jaðri forns uppþornaðs stöðuvatns. Margir gagnrýndu framkvæmd rannsóknarinnar. Meðal annars var talið mögulegt að fræin, sem komu frá vatnaplöntum hefðu dregið í sig mun eldri kolefni úr vatninu og þannig gæti kolefnaaldursgreining reynst röng um þúsundir ára. Rannsóknin var því af mörgum ekki talinn afsanna kenningar um að menn hafi borist til heimsálfurnar yfir landbrú milli Rússlands og Alaska fyrir um fimmtán þúsund árum eða svo. Þessi nýja kenning fékk þó byr undir báða vængi á dögunum þegar niðurstöður nýrrar rannsóknar voru birtar á vef Science. Nú hafa vísindamenn aldursgreint bæði frjókorn og kvarts-agnir sem fundist hafa í sömu jarðlögum og fótsporin steingerðu og fengu þeir einnig þá niðurstöðu að þau væru tuttugu til 23 þúsund ára gömul. Hér að neðan má sjá frétt PBS frá apríl í fyrra um fótsporin. Svo stórar uppgötvanir alltaf umdeildar AP fréttaveitan hefur eftir einum vísindamannanna sem komu að rannsókninni frá 2021 að uppgötvanir sem þessar séu alltaf umdeildar, því þær umbylti því sem við teljum okkur vita. Þessar tilteknu rannsóknir snúi að því hvernig maðurinn dreifðist um jörðina. Annar vísindamaður sem rætt var við, sem kom að hvorugri rannsókninni, segist nú sannfærður um að kenningin um landbrúna sé röng. Það að þrjár mismunandi rannsóknaraðferðir hafi komist að svo líkri niðurstöður gefi sterklega til kynna að þær séu réttar. Í samtali við Washington Post slá aðrir sérfræðingar á svipaða strengi og segja vísindamennina hafa sterk sönnunargögn í höndunum. Þúsundir fótspora hafa fundist í White Sands og hafa sýnt að börn léku sér þar og að menn veiddu stærðarinnar letidýr. Fótspor letidýranna voru í fyrstu talin sönnun þess að Stórfótur væri til. Sporin eru þó að skemmast hægt og rólega vegna veðrunar.
Bandaríkin Fornminjar Vísindi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira