Enski boltinn

Bergwijn kom Totten­ham til bjargar

Varamaðurinn Steven Bergwijn kom Tottenham Hotspur til bjargar í 3-2 sigrinum gegn Leicester City í kvöld. Bergwijn skoraði tvívegis í uppbótartíma og sá til þess að Spurs fór heim til Lundúna með stigin þrjú.

Enski boltinn

Finnst ó­þægi­legt að spila við Brent­ford

„Það er mjög óþægilegt að spila á móti Brentford ef ég er hreinskilinn. Þeir spila oftast öðruvísi en hvernig þeir spiluðu gegn okkur í dag gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Jürgen Klopp eftir 3-0 sigur sinna manna á Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Vill sjá enn meira frá De Bru­yne

„Við áttum sigurinn fyllilega skilið. Hvernig við spiluðum, allt sem við gerðum. Megum ekki gleyma því að við vorum að spila við Evrópumeistarana og að þeir eru með ótrúlega gott lið,“ sagði sigurreifur Pep Guardiola að loknum 1-0 sigri Manchester City á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Öruggt hjá Manchester-liðunum

Báðum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu er nú lokið. Manchester United vann 5-0 sigur á Birmingham City á meðan Manchester City van 3-0 sigur á Aston Villa.

Enski boltinn

Der­by úr öskunni í eldinn

Tímabilið hefur ekki beint verið dans á rósum hjá enska B-deildarliðinu Derby County. Liðið situr á botni deildarinnar eftir að 21 stig var tekið af þeim vegna fjárhagsvandræða. Þá hefur liðið verið sett í félagaskiptabann.

Enski boltinn