Ummæli Gary Neville á borði ríkissaksóknara | Gæti fengið allt að 2 ára fangelsisdóm Atli Arason skrifar 1. september 2022 23:16 Gary Neville gæti verið í vandræðum fyrir færslu á samfélagsmiðlum. Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, gæti átt von á fangelsisvist ef hann verður fundinn sekur fyrir tilraun til að spilla kviðdómi í réttarhöldum Ryan Giggs. Ummæli sem Neville setti á Instagram eru á borði Suella Braverman, ríkissaksóknara í Bretlandi. Hilary Manley, dómari í máli Giggs, telur ummæli Neville ámælisverð og hefur því vísað þeim áfram til ríkissaksóknara sem mun ákveða framhaldið. „Þar sem höfundur ummælanna er opinber persóna með fjölda fylgjanda þá er hægt að horfa á þau sem tilraun til að hafa áhrif á kviðdómendur. Því hef ég vísað þeim til ríkissaksóknara með mögulegri málsókn í huga,“ sagði Manley í réttarsalnum í dag. Einstaklingur sem reynir að hafa áhrif á kviðdóm í Bretlandi gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist. View this post on Instagram A post shared by Gary Neville (@gneville2) „Sannleikurinn sigrar alltaf en því miður fá lygarar fyrsta höggið,“ er skrifað á mynd sem Neville setti á Instagram. Við færsluna skrifaði Neville „vangaveltur vikurnar.“ Færsluna setti Neville inn klukkan 4 að morgni þann 8. ágúst, sem var fyrsti dagur í réttarhöldum yfir Ryan Giggs. Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrverandi kærustu sína, Kate Greville, og systur hennar, Emma Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gary Neville og Ryan Giggs voru samherjar hjá Manchester United til fjölda ára.Getty Images Neville og Giggs voru samherjar hjá Manchester United til margra ára. Saman brutu þeir sér leið inn í lið United á sínum tíma með hinum vel þekkta 92 árgangi. Eftir að skórnir fóru á hilluna gerðust þeir viðskiptafélagar og eiga saman knattspyrnuliðið Salford City ásamt fyrirtækinu GG Hospitality, sem sérhæfir sig í rekstri lúxus hótela. Kate Greville starfaði um tíma sem almannatengill hjá GG Hospitaliy, Gary Neville þekkir báða aðila málsins því nokkuð vel. Í samtali við Daily Mail neitar umboðsmaður Neville að ummæli hans tengdust réttarhöldunum á einhvern hátt. „Gary neitar því alfarið en þessi ummæli sneru að Glazer fjölskyldunni [eigendur Manchester United]. Allar aðrar afbakanir eru rangar og við munum líta á þær með alvarlegum augum,“ sagði umboðsmaður Gary Neville. Enski boltinn Mál Ryan Giggs Tengdar fréttir Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. ágúst 2022 14:34 Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20. ágúst 2022 10:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Ummæli sem Neville setti á Instagram eru á borði Suella Braverman, ríkissaksóknara í Bretlandi. Hilary Manley, dómari í máli Giggs, telur ummæli Neville ámælisverð og hefur því vísað þeim áfram til ríkissaksóknara sem mun ákveða framhaldið. „Þar sem höfundur ummælanna er opinber persóna með fjölda fylgjanda þá er hægt að horfa á þau sem tilraun til að hafa áhrif á kviðdómendur. Því hef ég vísað þeim til ríkissaksóknara með mögulegri málsókn í huga,“ sagði Manley í réttarsalnum í dag. Einstaklingur sem reynir að hafa áhrif á kviðdóm í Bretlandi gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist. View this post on Instagram A post shared by Gary Neville (@gneville2) „Sannleikurinn sigrar alltaf en því miður fá lygarar fyrsta höggið,“ er skrifað á mynd sem Neville setti á Instagram. Við færsluna skrifaði Neville „vangaveltur vikurnar.“ Færsluna setti Neville inn klukkan 4 að morgni þann 8. ágúst, sem var fyrsti dagur í réttarhöldum yfir Ryan Giggs. Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrverandi kærustu sína, Kate Greville, og systur hennar, Emma Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gary Neville og Ryan Giggs voru samherjar hjá Manchester United til fjölda ára.Getty Images Neville og Giggs voru samherjar hjá Manchester United til margra ára. Saman brutu þeir sér leið inn í lið United á sínum tíma með hinum vel þekkta 92 árgangi. Eftir að skórnir fóru á hilluna gerðust þeir viðskiptafélagar og eiga saman knattspyrnuliðið Salford City ásamt fyrirtækinu GG Hospitality, sem sérhæfir sig í rekstri lúxus hótela. Kate Greville starfaði um tíma sem almannatengill hjá GG Hospitaliy, Gary Neville þekkir báða aðila málsins því nokkuð vel. Í samtali við Daily Mail neitar umboðsmaður Neville að ummæli hans tengdust réttarhöldunum á einhvern hátt. „Gary neitar því alfarið en þessi ummæli sneru að Glazer fjölskyldunni [eigendur Manchester United]. Allar aðrar afbakanir eru rangar og við munum líta á þær með alvarlegum augum,“ sagði umboðsmaður Gary Neville.
Enski boltinn Mál Ryan Giggs Tengdar fréttir Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. ágúst 2022 14:34 Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20. ágúst 2022 10:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. ágúst 2022 14:34
Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20. ágúst 2022 10:01