„Ég veit ekki hvenær þessi regla dó“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 08:31 Jürgen Klopp kallar eftir því að reglum leiksins sé framfylgt svo að áhorfandinn þurfi ekki að horfa á boltann svo mikið úr leik. Mike Hewitt/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum ánægður með dramatískan 2-1 sigur liðsins á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Hann setur hins vegar spurningarmerki við það hvernig reglum leiksins er framfylgt. „Þetta var erfiður leikur að spila, vegna þess að við fengum í raun ekki tækifæri til þess að spila mikið,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik, og vísar þar til þess að boltinn hafi verið mikið úr leik þar sem leikmenn Newcastle hafi gert sitt ítrasta til þess að hægja á leiknum. Klopp segist nefna það því að allir þeir blaðamenn sem hann hafi verið í viðtal við eftir leik hafi spurt út í meinta tilburði Newcastle til að tefja leikinn. „Allir kollegar ykkar spurðu mig út í það eftir leik, það er ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta. Leikurinn var truflaður ítrekað af einhverri ástæðu og því náðum við ekki upp flæði og skriðþunga í okkar leik,“ sagði Klopp á blaðamannafundinum en Jesse Marsch, þjálfari Leeds United, talaði á svipuðum nótum eftir leik Leeds og Everton í fyrrakvöld, þar sem hann kvartaði undan tímasóun andstæðinganna. „En að skora á 98. mínútu var fullkomið augnablik, og fullkomið svar við öllu því sem hafði átt sér stað í leiknum,“ sagði Klopp en Fabio Carvalho, sem kom í sumar frá Fulham, skoraði sigurmarkið í blálok leiksins. „Ekki gott fyrir neinn“ Í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir leik kom Klopp inn á þessa meintu tímasóun þar sem blaðamaður BBC spurði út í það. Hann veltir fyrir sér hvers vegna ekki sé tekið harðar á reglum leiksins sem slíkt varða. „Ég er mjög ánægður hversu margir sáu þetta í kvöld. Það var erfitt að taka þessu. Þetta var nógu erfiður leikur fyrir, Newcastle eyddi mikilli orku í að setja okkur undir pressu. Í lok leiks voru þeir í eilitlum vandræðum með ákvefðina, við tókum eftir því, en þeir voru nálægt því að uppskera stig með þessu,“ Time-wasting Toon? Jurgen Klopp wasn't happy with the Newcastle players.#BBCFootball #MOTD #LIVNEW pic.twitter.com/TUiGFWe7go— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2022 „Auðvitað koma allir hingað til að sjá fótboltaleik og þegar hann er stöðvaður svona oft, er það ekki gott fyrir neinn. Ég held að það eina sem við getum gert, ekki bara í samhengi þessa leiks, heldur almennt, er að dómarinn refsi fyrr með gulu spjaldi svo að menn hugsi sig tvisvar um,“ „Þegar ég var leikmaður var alltaf gefið gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu þegar andstæðingurinn átti aukaspyrnu. Ég veit ekki hvenær þessi regla dó, en í kvöld var hún hvergi sjáanleg þar sem það kom fyrir nokkuð oft,“ sagði Klopp við BBC en ummælin má sjá að ofan. Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur að spila, vegna þess að við fengum í raun ekki tækifæri til þess að spila mikið,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik, og vísar þar til þess að boltinn hafi verið mikið úr leik þar sem leikmenn Newcastle hafi gert sitt ítrasta til þess að hægja á leiknum. Klopp segist nefna það því að allir þeir blaðamenn sem hann hafi verið í viðtal við eftir leik hafi spurt út í meinta tilburði Newcastle til að tefja leikinn. „Allir kollegar ykkar spurðu mig út í það eftir leik, það er ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta. Leikurinn var truflaður ítrekað af einhverri ástæðu og því náðum við ekki upp flæði og skriðþunga í okkar leik,“ sagði Klopp á blaðamannafundinum en Jesse Marsch, þjálfari Leeds United, talaði á svipuðum nótum eftir leik Leeds og Everton í fyrrakvöld, þar sem hann kvartaði undan tímasóun andstæðinganna. „En að skora á 98. mínútu var fullkomið augnablik, og fullkomið svar við öllu því sem hafði átt sér stað í leiknum,“ sagði Klopp en Fabio Carvalho, sem kom í sumar frá Fulham, skoraði sigurmarkið í blálok leiksins. „Ekki gott fyrir neinn“ Í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir leik kom Klopp inn á þessa meintu tímasóun þar sem blaðamaður BBC spurði út í það. Hann veltir fyrir sér hvers vegna ekki sé tekið harðar á reglum leiksins sem slíkt varða. „Ég er mjög ánægður hversu margir sáu þetta í kvöld. Það var erfitt að taka þessu. Þetta var nógu erfiður leikur fyrir, Newcastle eyddi mikilli orku í að setja okkur undir pressu. Í lok leiks voru þeir í eilitlum vandræðum með ákvefðina, við tókum eftir því, en þeir voru nálægt því að uppskera stig með þessu,“ Time-wasting Toon? Jurgen Klopp wasn't happy with the Newcastle players.#BBCFootball #MOTD #LIVNEW pic.twitter.com/TUiGFWe7go— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2022 „Auðvitað koma allir hingað til að sjá fótboltaleik og þegar hann er stöðvaður svona oft, er það ekki gott fyrir neinn. Ég held að það eina sem við getum gert, ekki bara í samhengi þessa leiks, heldur almennt, er að dómarinn refsi fyrr með gulu spjaldi svo að menn hugsi sig tvisvar um,“ „Þegar ég var leikmaður var alltaf gefið gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu þegar andstæðingurinn átti aukaspyrnu. Ég veit ekki hvenær þessi regla dó, en í kvöld var hún hvergi sjáanleg þar sem það kom fyrir nokkuð oft,“ sagði Klopp við BBC en ummælin má sjá að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira