Ronaldo vildi Maguire á bekkinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2022 07:01 Félagarnir Harry Maguire og Cristiano Ronaldo í leik gegn Norwich City á síðustu leiktíð. Simon Stacpoole/Getty Images The Athletic hefur greint frá því að Cristiano Ronaldo, ásamt nokkrum öðrum leikmönnum Manchester United, hafi fundað með þáverandi þjálfari Ralf Rangnick til að finna lausnir á slakri spilamennsku liðsins. Ronaldo stakk upp á því að setja Harry Maguire, fyrirliða liðsins, á varamannabekkinn. Á vef The Athletic er farið ítarlega yfir endurkomu Cristiano Ronaldo til Manchester United en nú er slétt ár síðan hann gekk aftur í raðir félagsins. Portúgalinn byrjaði ágætlega en fljótlega fataðist honum sem og liðinu flugið. Nú er staðan þannig að hann kemst ekki í byrjunarliðið og hefur verið orðaður við nær öll félög Evrópu sem leika í Meistaradeildinni. Þar virðist metnaður hans liggja en ekkert af félögunum sem þar leika hafa boðið í leikmanninn og virðist sem hann verður áfram í Manchester í ár til viðbótar. Samkvæmt frétt The Athletic þá fór Ronaldo á fund með Rangnick er ekkert gekk upp hjá Man United undir lok tímabils. Með honum í för voru Raphaël Varane og Paul Pogba. Það var þó Ronaldo sem talaði. Cristiano Ronaldo was among the cohort of Manchester United players who approached Ralf Rangnick in February.Among the Portuguese s concerns were playing in a two-man frontline - preferably with Edinson Cavani - and the selection of Harry Maguire. #MUFC @AdamCrafton_— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 31, 2022 Hann sagðist þurfa mann með sér í fremstu víglínu til að ná að blómstra. Stakk hann upp á því að hann og Edinson Cavani myndu byrja saman frammi. Hin hugmynd hans var að bekkja fyrirliða liðsins Harry Maguire en sá átti ekki gott tímabil. Fjarvera Maguire, fyrirliða liðsins, hefði þýtt að fyrirliðabandið hefði farið til Ronaldo. Rangnick tók skýrt fram að sér þætti óþægilegt að ræða þetta þar sem Maguire var ekki á fundi þeirra. Varane og Pogba báðust strax afsökunar en Ronaldo virðist ekki hafa verið á sama máli. Maguire hélt sæti sínu og Cavani, sem er nú farinn frá félaginu – líkt og Pogba, var nær aldrei leikfær svo þeir náðu ekki að byrja marga leiki saman. Erik Ten Hag has had a series of chats this summer with Ronaldo, in which he set out how Ronaldo has always thrived under different kinds of managers, from Ancelotti to Mourinho, and he is challenging Ronaldo by saying Why not thrive under me too? https://t.co/GnKwrwRc7V— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 31, 2022 Erik Ten Hag hefur úr töluvert fleiri valmöguleikum að velja í fremstu línu en Rangnick og virðist sem Ronaldo eigi ekki upp á pallborðið. Þjálfarinn hefur þó tekið skýrt fram að framherjinn hafi blómstrað undir hverjum þjálfaranum á fætur öðrum í fleiri ár. Af hverju ætti hann því ekki að geta gert það undir stjórn Ten Hag? Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Á vef The Athletic er farið ítarlega yfir endurkomu Cristiano Ronaldo til Manchester United en nú er slétt ár síðan hann gekk aftur í raðir félagsins. Portúgalinn byrjaði ágætlega en fljótlega fataðist honum sem og liðinu flugið. Nú er staðan þannig að hann kemst ekki í byrjunarliðið og hefur verið orðaður við nær öll félög Evrópu sem leika í Meistaradeildinni. Þar virðist metnaður hans liggja en ekkert af félögunum sem þar leika hafa boðið í leikmanninn og virðist sem hann verður áfram í Manchester í ár til viðbótar. Samkvæmt frétt The Athletic þá fór Ronaldo á fund með Rangnick er ekkert gekk upp hjá Man United undir lok tímabils. Með honum í för voru Raphaël Varane og Paul Pogba. Það var þó Ronaldo sem talaði. Cristiano Ronaldo was among the cohort of Manchester United players who approached Ralf Rangnick in February.Among the Portuguese s concerns were playing in a two-man frontline - preferably with Edinson Cavani - and the selection of Harry Maguire. #MUFC @AdamCrafton_— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 31, 2022 Hann sagðist þurfa mann með sér í fremstu víglínu til að ná að blómstra. Stakk hann upp á því að hann og Edinson Cavani myndu byrja saman frammi. Hin hugmynd hans var að bekkja fyrirliða liðsins Harry Maguire en sá átti ekki gott tímabil. Fjarvera Maguire, fyrirliða liðsins, hefði þýtt að fyrirliðabandið hefði farið til Ronaldo. Rangnick tók skýrt fram að sér þætti óþægilegt að ræða þetta þar sem Maguire var ekki á fundi þeirra. Varane og Pogba báðust strax afsökunar en Ronaldo virðist ekki hafa verið á sama máli. Maguire hélt sæti sínu og Cavani, sem er nú farinn frá félaginu – líkt og Pogba, var nær aldrei leikfær svo þeir náðu ekki að byrja marga leiki saman. Erik Ten Hag has had a series of chats this summer with Ronaldo, in which he set out how Ronaldo has always thrived under different kinds of managers, from Ancelotti to Mourinho, and he is challenging Ronaldo by saying Why not thrive under me too? https://t.co/GnKwrwRc7V— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 31, 2022 Erik Ten Hag hefur úr töluvert fleiri valmöguleikum að velja í fremstu línu en Rangnick og virðist sem Ronaldo eigi ekki upp á pallborðið. Þjálfarinn hefur þó tekið skýrt fram að framherjinn hafi blómstrað undir hverjum þjálfaranum á fætur öðrum í fleiri ár. Af hverju ætti hann því ekki að geta gert það undir stjórn Ten Hag?
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira