Bíó og sjónvarp

Fleiri kvik­myndir úr Mið­garði á leiðinni

Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. 

Bíó og sjónvarp

NYPD Blue barnastjarna látin

Fyrrverandi barnastjarnan Austin Majors er látinn, 27 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Theo Sipowicz í ABC þáttunum NYPD Blue sem voru sýndir á Stöð 2 í nokkur ár. 

Bíó og sjónvarp

Segist sár eftir að hafa horft á Tár

Marin Alsop, hljómsveitarstjóri sem bent hefur verið á að geti að einhverju leyti verið fyrirmynd persónu Cate Blanchett, í kvikmyndinni Tár, segist hafa fengið áfall þegar hún heyrði fyrst af myndinni, skömmu áður en hún kom út.

Bíó og sjónvarp

Avatar 2 nálgast tvo milljarða

Kvikmyndin Avatar: The Way of Water eftir James Cameron halaði inn rúmum einum og hálfum milljarði dala á einungis 22 dögum í kvikmyndahúsum. Það er þrátt fyrir að myndin þyki hafa farið hægt af stað. Avatar hefur tekið fram úr Top Gun: Maverick og situr nú í tíunda sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir sögunnar, án tillits til verðbólgu.

Bíó og sjónvarp

Hugað að setja hjóla­stóla­sketsinn í loftið

Sigurjón Kjartansson, einn framleiðenda og handritshöfunda Áramótaskaupsins, segir það hafa verið hugað hjá handritshöfundum að gera grín að stöðu fatlaðra í leikhúsheiminum í hjólastólasketsi í Skaupinu. Hann nefnir sketsinn sem einn af sínum uppáhalds. 

Bíó og sjónvarp