Dauðvona maður horfði á Dune 2 í fartölvu leikstjórans Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2024 10:08 Hjónin Tanya Lapointe og Denis Villeneuve sendu fartölvu leikstjórans til Kanada, svo dauðvona maður gæti horft á Dune 2, sex vikum á undan öllum öðrum. AP/Christinne Muschi Kvikmyndin Dune Part 2 eftir Denis Villeneuve hefur vakið mikla lukku í kvikmyndahúsum um heiminn allan eftir að hún var frumsýnd á dögunum. Tveir menn fengu að horfa á myndina í fartölvu leikstjórans á sjúkrahúsi í Quebec í Kanada, sex vikum á undan öðrum. Umræddur maður var fyrrverandi kvikmyndagerðarmaður og átti í janúar einungis nokkrar vikur eftir ólifaðar. Hans hinsta ósk var að sjá Dune 2 en myndin var ekki frumsýnd fyrr en í lok febrúar. Hann gat einungis horft á helming myndarinnar og dó nokkrum dögum síðar. Í samtali við Washington Post segir Josée Gagnon, sem stýrir góðgerðasamtökunum L‘Avant, að tíminn hafi skipt miklu máli og leitaði hún fyrst til samfélagsmiðla. Þar bað hún um aðstoð við að komast í samband við Vileneuve. Þann 1. mars sagði Gagnon frá því á Facebook að Villeneuve og eiginkona hans, einn framleiðanda kvikmyndarinnar, hefðu tekið vel í beiðnina. Bæði eru þau frá Kanada. Fyrst vildu þau koma manninum í flugvél til Montreal eða Los Angeles svo hann gæti horft á myndina. Það gekk ekki eftir vegna þess hve veikur maðurinn var orðinn. Þann 16. janúar flaug aðstoðarmaður Villeneuve til Quebec með fartölvu leikstjórans, svo maðurinn og vinur hans gátu horft á myndina á sjúkrahúsi. Báðir þurftu að skrifa undir þagnarsamkomulag og máttu ekki vera með síma sína þegar þeir horfðu á myndina. Gagnon segir manninn hafa verið orðinn verulega veikan og að hann hafi einungis getað horft á hálfa myndina en hún er tæplega þriggja klukkustunda löng. Þá þurfti hann að hætta vegna sársauka og lést maðurinn nokkrum dögum síðar. Bíó og sjónvarp Hollywood Kanada Tengdar fréttir Villeneuve til í þriðju myndina Denis Villeneuve segist hafa áhuga á því að gera tvíleik sinn um bókina Dune að þríleik, með þriðju kvikmyndinni sem myndi þá fjalla um bókina Dune Messiah, annarrar bókar Frank Herbert um Paul Atreides og plánetuna Arrakis. 30. ágúst 2023 17:02 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Umræddur maður var fyrrverandi kvikmyndagerðarmaður og átti í janúar einungis nokkrar vikur eftir ólifaðar. Hans hinsta ósk var að sjá Dune 2 en myndin var ekki frumsýnd fyrr en í lok febrúar. Hann gat einungis horft á helming myndarinnar og dó nokkrum dögum síðar. Í samtali við Washington Post segir Josée Gagnon, sem stýrir góðgerðasamtökunum L‘Avant, að tíminn hafi skipt miklu máli og leitaði hún fyrst til samfélagsmiðla. Þar bað hún um aðstoð við að komast í samband við Vileneuve. Þann 1. mars sagði Gagnon frá því á Facebook að Villeneuve og eiginkona hans, einn framleiðanda kvikmyndarinnar, hefðu tekið vel í beiðnina. Bæði eru þau frá Kanada. Fyrst vildu þau koma manninum í flugvél til Montreal eða Los Angeles svo hann gæti horft á myndina. Það gekk ekki eftir vegna þess hve veikur maðurinn var orðinn. Þann 16. janúar flaug aðstoðarmaður Villeneuve til Quebec með fartölvu leikstjórans, svo maðurinn og vinur hans gátu horft á myndina á sjúkrahúsi. Báðir þurftu að skrifa undir þagnarsamkomulag og máttu ekki vera með síma sína þegar þeir horfðu á myndina. Gagnon segir manninn hafa verið orðinn verulega veikan og að hann hafi einungis getað horft á hálfa myndina en hún er tæplega þriggja klukkustunda löng. Þá þurfti hann að hætta vegna sársauka og lést maðurinn nokkrum dögum síðar.
Bíó og sjónvarp Hollywood Kanada Tengdar fréttir Villeneuve til í þriðju myndina Denis Villeneuve segist hafa áhuga á því að gera tvíleik sinn um bókina Dune að þríleik, með þriðju kvikmyndinni sem myndi þá fjalla um bókina Dune Messiah, annarrar bókar Frank Herbert um Paul Atreides og plánetuna Arrakis. 30. ágúst 2023 17:02 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Villeneuve til í þriðju myndina Denis Villeneuve segist hafa áhuga á því að gera tvíleik sinn um bókina Dune að þríleik, með þriðju kvikmyndinni sem myndi þá fjalla um bókina Dune Messiah, annarrar bókar Frank Herbert um Paul Atreides og plánetuna Arrakis. 30. ágúst 2023 17:02