Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2023 Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2023 08:02 Hvað er hægt að segja um kvikmyndaárið 2023? Það kom að mörgu leyti að óvart og þá sérstakla menningarfyrirbæri Barbienheimer. Þá eru vísbendingar um að við jarðarbúar séum að fá leið á ofurhetjumyndum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar helstu myndum ársins. Hvort sem þær voru bestar, stærstar, verstar eða misheppnaðar fjárhagslega. Bestu myndirnar á Vísi Eins og áður hefur Heiðar Sumarliðason gagnrýnt kvikmyndir og sjónvarpsþætti á Vísi á árinu. Hér að neðan má sjá fimm uppáhalds myndir Heiðars á þessu ári. Anatomy of a Fall Anatomy of a Fall fjallar um Söndru Voyter og það hvort hún hafi myrt eiginmann sinn eða ekki. Það sem fer í hönd er réttardrama þar sem sekt eða sakleysi eiginkonunnar er undir. Íslendingar eru vanir að sjá réttardrama frá Bandaríkjunum eða Bretlandi, en Frakkarnir gera hlutina nokkuð öðruvísi. Sjá einnig: Góðar fréttir og slæmar frá Frakkaríki Heiðar segir myndina hafa ákveðinn leikhúsblæ. „Tökustaðir eru fáir, en einnig eru sumar senur mjög langar, ólíkt flestum kvikmyndum nú til dags, þar sem meðal sena er minna en þrjár mínútur. Hér erum við með langar vitnaleiðslur og rifrildi milli hjónanna í endurliti, sem eru átta til tíu mínútur að lengd. Því fá átök að lifa og byggjast upp á áhrifamikinn máta, sem mér þótti hressandi.“ Hann segir myndina hina prýðilegustu sem verði líklega á nokkrum topplistum gagnrýnenda í árslok. The Dial of Destiny Indiana Jones and the Dial of Destiny fjallar um eldri Indiana Jones, sem leikinn er af Harrison Ford. Myndin féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum þegar hún var sýnd á Cannes í vor. Heiðar segir það illskiljanlegt, þar sem myndin sé hin fínasta skemmtun þó hún nái augljóslega ekki sömu hæðum og Raiders of the Lost Ark. Sjá einnig: Enginn apabisness hjá öldungi Heiðar, sem segist ávallt reyna að vera meðvitaður um stigið milli skemmtunar og leiða við áhorf, segir Dial of Destiny víkja sér undan mistökum fyrri mynda um prófessorinn með svipuna. Úr verði hinn bærilegasti Indiana Jones hasar. God's Country God's Country er um háskólakennara í litlum bæ í miðríkjum Bandaríkjanna sem er allt annað en sátt við rusti tvo sem leggja fyrir utan húsið hennar til að komast í veiðilendur. Hún vakti fyrst athygli Heiðars vegna þeirrar gjár sem myndaðist varðandi gagnrýnenda og almennra áhorfenda, miðað við einkunnagjöf myndarinnar. Sjá einnig: Án þeirra sem þora verður engin framþróun Heiðar segir myndina daðra við að verða þversagnarkennd og tilgerðarleg og verða fyrir vikið klunnalega. „Ég fyrirgef það þó, þar sem hún er, þegar öllu er á botninn hvolft, huguð og áhugaverð, þó fullkomin sé hún ekki. En það þarf ekki allt að vera fullkomið og má líka taka hattinn ofan fyrir djörfum tilraunum. Því án þeirra sem þora verður aldrei nein framþróun, hvort sem um er að ræða baráttuna fyrir auknum mannréttindum eða nýstárlega listsköpun.“ Tár Kvikmyndin Tár fjallar um konsertmeistarann Lydiu Tár sem er á hátindi ferilsins, var að gefa út bókina Tár on Tár og er að fara að stjórna flutningi Berlínarfílharmóníunnar á fimmtu sinfóníu Mahlers. Áhorfendur verða þó áskynja að ekki er allt með felldu í kringum hana, jafnvægi hennar á siðferðissvellinu virðist skert og ógæfa því tengd virðist vofa yfir henni. Sjá einnig: Enginn grætur Lydiu Tár Heiðar segir að líklega væri hægt að skrifa heila bók um Tár allt argaþras henni tengt, án þess þó að komast að niðurstöðu um hver hefur rétt eða rangt fyrir sér. „Það sem stendur þó eftir er frekar merkileg kvikmynd. Ef það er merki góðra mynda að áhorfandinn sé enn að velta þeim fyrir sér löngu eftir að ljósin hafa verið kveikt í salnum, þá er Tár sannarlega ein þeirra.“ White Noise White Noise, eftir Noah Baumbach, var frumsýnd milli jóla og nýárs í fyrra en á þrátt fyrir það heima hér. Hún byggir á samnefndri skáldsögu Don DeLillo og fjallar um bandaríska millistéttarfjölskyldu sem lendir í miðjum hamförum þegar eiturský nálgast heimili þeirra. Sjá einnig: Allt er gott ef ekki er vöruskortur Heiðar segir myndina í senn vera langbestu og metnaðarfyllstu mynd Baumbachs en að öðru leyti sú slakasta. „Það sem henni er helst til tekna er handbragðið, því sama hvar niður er gripið er hún áferðarfalleg, hvort sem um ræðir sjónræna útfærslu, eða hvernig leiktextinn er settur saman. Það sem hrjáir hana þó helst er persónusköpun, sem er hittir ekki alltaf á réttu nóturnar, því ná karakterarnir ekki til áhorfenda á þann máta sem þeir hafa gert í fyrri myndum Baumbachs.“ Tekjuhæstu myndir ársins Yfirlit yfir nokkrar af tekjuhæstu myndum ársins má finna hér að neðan. Listinn byggir á upplýsingum frá Box Office Mojo. Barbie Í efsta sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins er Barbie, sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Hún fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um dúkkuna Barbie. Hún upplifir ákveðna tilvistarkreppu og fer í ferðalag með Ken til raunverulega heimsins, sem hefur mikil áhrif á þau tvö. Myndin, sem skartar þeim Margot Robbie og Ryan Gosling í aðalhlutverkum og var leikstýrt af Gretu Gerwig, varð að einhverjum óvæntum menningarviðburði og fangaði áhuga fólks um heim allan. Margir kepptust um að fara bæði á hana og Oppenheimer í sömu bíóferðinni en það gætu varla verið ólíkari kvikmyndir. Sjá einnig: Þegar ég fór með 49 öðrum gaurum í bíó Samkvæmt BOM halaði Barbie inn 1,44 milljarði dala á árinu. The Super Mario Bros. Movie Já, ég skil það eiginlega ekki heldur. Super Mario Bros. Movie er í öðru sæti yfir þær kvikmyndir sem öfluðu mesta tekna á árinu. Ekki Oppenheimer eins og við bjuggumst bæði/báðir við. Það ætti ekki að koma neinum á óvart en myndin fjallar um pípulagningarmann sem heitir Mario sem þarf að taka á honum stóra sínum með bróður sínum Luigi til að bjarga prinsessu úr haldi dreka/skjaldböku. Það er górilla þarna líka. Chris Pratt, Anya Taylor-Joy og Charlie Day talsetja myndina, auk margra annarra. Þessi mynd halaði inn heilum 1,36 milljörðum dala á árinu. Oppenheimer Þarna er hún. Oppenheimer er í þriðja sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins. Oppenheimer er gerð af Christopher Nolan með þeim Cillian Murpy, Emily Blunt og Matt Damon í aðalhlutverkum, auk margra annarra þekktra leikara. Hún fjallar um vísindamanninn J. Robert Oppenheimer og hlut hans í þróun kjarnorkusprengjunnar. Ekki ósvipað myndinni Barbie, um dúkkuna Barbie. Oppenheimer halaði inn 952 milljónum dala á árinu. Guardians of the Galaxy Vol. 3 Þriðja myndin um Verndara vetrarbrautarinnar er í fjórða sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins. Ofurhetjumyndir Marvel eru ekki búnar á því enn. Í þessari mynd þurftu þau Quill, Gamora, Rocket, Drax, Nebula, Mantis og hann þarna, úr timbrinu, að etja kappi við dusilmennið High Evolutionary. Guardians of the Galaxy Vol. 3 halaði inn heilum 846 milljónum dala á árinu. Fast X Fast X, nýjasta myndin í söguheimi Fast and the Furious myndanna, er svo fimmta tekjuhæsta mynd ársins. Þetta ku vera tíunda myndin í röðinni en guð einn veit hvort það er rétt. Hún fjallar um baráttu Dom Toretto og fjölskyldu hans gegn eiturlyfjabaróninum Hernan Reyes, sem vill ólmur refsa Dom og félögum fyrir að drepa föður sinn árið 2011. Barátta þeirra leiðir til stærðarinnar sprenginga, bardaga og kappakstra víðsvegar um heiminn, allt frá Lundúnum til Los Angeles til Ríó til Suðurskautsins. Ég vil vekja athygli á því að í fyrstu myndinni, þá rændu Dom og félagar VHS-tækjum úr vörubílum og kepptu í kappakstri. Síðan þá hafa þau barist við ofurhermenn sem eru hálf vélmenni, kafbáta og keyrt út í geim, svo eitthvað sé nefnt. Fast X halaði einhvern veginn inn 705 milljónum dala á árinu. Helstu íslensku myndirnar Kuldi Myndi Kuldi byggir á bók Yrsu Sigurðardóttur og fjallar um Óðinn, sem rannsakar gömul dauðsföll á unglingaheimili. Hann fer að gruna að rannsókn hans tengist dularfullu sjálfsmorði eiginkonu hans og hegðun táningsdóttur hans. Í myndinni leika meðal annars þau Halldóra Geirharðsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Selma Björnsdóttir, Mikael Kaaber, Ólöf Halla Jóhannesdóttir, Elín Hall. Erlingur Thoroddsen leikstýrði. Villibráð Kvikmyndin Villibráð fjallar um hóp vina sem fara í hættulegan samkvæmisleik í matarboði. Símar allra eru lagðir á borðið en þegar sími hringir verður sá sem hann á að svara með kveikt á hátalara og skilaboð eru lesin fyrir alla. Óhætt er að segja að þessi leikur fer ekki vel. Villibráð byggir á ítölsku myndinni Perfetti Sconoscuti, en sú mynd er í Heimsmótabók Guinness sem sú mynd sem hefur oftast verið endurgerð. Íslenska handritið skrifaði leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson, ásamt Elsu Maríu. Með stærstu hlutverk fara Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Nína Dögg Filippusdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Napóleonsskjölin Napóleonsskjölin byggir á bók Arnaldar Indriðasonar. Þessi kvikmynd fjallar um Kristínu, sem er ranglega sökuð um morð eftir að bróðir hennar finnur þýskt flugvélarflak úr seinni heimsstyrjöld á toppi Vatnajökuls. Þá hefst hættuleg atburðarás þar sem hópur manna leggur allt í línurnar við að halda áratuga gamalt leyndarmál. Myndinni er leikstýrt af Óskar Þór Axelssyni og handritið skrifuðu þeir Marteinn Thorisson og Arnaldur Indriðason. Ólafur Darri Ólafsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Vivian Ólafsdóttir, Jack Fox og Iain Glen leika meðal annarra í myndinni. Tilverur Kvikmyndin Tilverur fjallar um Gunnar, bónda sem neyðist til að flytja til höfuðborgarinnar þegar jörð hans er tekin eignarnámi af ríkinu vegna virkjanaframkvæmda. Gunnar kynnist þar blaðburðardrengnum Ara en kynnin hafa mikil áhrif á þá báða. Ninna Rún Pálmadóttir leikstýrði myndinni og handritið skrifaði Rúnar Rúnarsson. Í aðahlutverkum eru þau Þröstur Leó Gunnarsson, Hermann Samúelsson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Jónmundur Grétarsson. Heimaleikurinn Íslenska heimildarmyndin Heimaleikurinn fjallar um fljótfærna tilraun Kára Viðarssonar til að uppfylla draum föður síns; að safna í lið heimamanna til að spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem faðirinn lét byggja á Hellissandi 25 árum áður. Heimaleikurinn heillaði áhorfendur bæði á Íslandi og erlendis á kvikmyndahátíðum síðan hún kom út í haust. Hún vann áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni í vor og einnig Áhorfendaverðlaun Nordisk Panorama í Malmö í September. Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson leikstýrðu myndinni. Stærstu „flopp“ ársins Þær eru margar kvikmyndirnar á ári hverju sem vekja alls ekki jafn mikla lukku og vonast var til. Hér að neðan má sjá nokkar helstu myndir ársins sem „floppuðu“ eins og það er kallað. Haunted Mansion Myndin Haunted Mansion fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um erfitt en í senn hjartnæmt samband ungs manns sem bjargað var frá þrælkun í Afríku og ítalsks mannréttindalögfræðings sem kom að því að bjarga honum og er að hjálpa honum að aðlagast gerbreyttum aðstæðum. Nei. Myndin fjallar um hús sem reimt er í. Einstæð móðir, sem leikin er af Rosario Dawson, fær leiðsögumann, skyggn, prest og sagnfræðing til að hjálpa henni að reka drauga á brott úr húsi sem hún keypti. Það held ég allavega, því eins og allir aðrir þá sá ég myndina ekki. Framleiðsla myndarinnar kostaði Disney 150 milljónir dala en hún halaði ekki inn nema rúmum 117 milljónum í kvikmyndahúsum. Hafa ber í huga að framleiðendur fá hluta af því sem kvikmyndir afla í kvikmyndahúsum. The Dial of Destiny Já, Indiana Jones and the Dial of Destiny er aftur á lista hér yfir helstu flopp ársins, þrátt fyrir að myndin sé í fjórtánda sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins. Það má rekja til þess að framleiðsla myndarinnar kostaði mjög mikið. Væntingarnar voru miklar til þessarar síðustu myndar um Indiana Jones, enda varði Disney um þrjú hundruð milljónum dala í framleiðslu hennar. Eeen, svo fór sem fór. Hún halaði í heild inn 384 milljónum dala, eins og komið hefur fram áður. Hún hefði þó þurft einhverjar sex hundruð milljónir til að þykja vel heppnuð. Marvels Þessi grein er óvart að verða að einhverri Disney-hatursgrein en Marvels er enn ein myndin frá fyrirtækinu sem stóðst ekki væntingar á árinu, og það alls ekki. Myndin gerist í kvikmyndasöguheimi Marvel og fjallar um Captein Marvel, Ms. Marvel og Monicu Rambeau. Forbes sagði í haust að Disney hefði varið rúmum 270 milljón dölum í að framleiða ofurhetjumyndina með þeim Brie Larson, Iman Vellani og Teyonah Parris í aðalhlutverkum. Hún halaði hins vegar inn eingöngu tæpum 205 milljónum dala í kvikmyndahúsum, samkvæmt Box Office Mojo. Shazam og Flash Við ætlum ekki eingöngu að hrauna yfir Disney á þessum lista heldur einnig DC og Warner Bros. Fyrirtækin gáfu út tvær kvikmyndir á árinu sem „floppuðu“ svo sannarlega. Það eru myndirnar Shazam: Fury of the Gods og The Flash. Shazam er framhaldsmynd myndarinnar Shazam og fjallar um táninginn Billy Batson, sem fær krafta Shazam. Í aðalhlutverkum eru þau Zachary Levi, Asher Angel, Rachel Zegler, Adam Brody, Lucy Liu, Djimon Hounsou og Helen Mirren, auk annarra. Framleiðsla myndarinnar kostaði 125 milljónir dala en hún aflaði einungis 134 milljóna í kvikmyndahúsum heimsins. The Flash, með hinum umdeilda Íslandsvini Ezra Miller í aðalhlutverki, auk Michael Keaton, Michael Shannon, Ben Affleck og margra annarra, vakti sömuleiðis litla lukku á árinu. Hún halaði inn töluvert meiri tekna en Shazam en framleiðsla hennar kostaði þó mun meira. Framleiðslukostnaður hennar var á bilinum 200 til 220 milljónir dala. Þá halaði myndin inn ekki nema tæplega 271 milljón í kvikmyndahúsum. DC átti ekki gott ár, ekki frekar en Disney og Marvel. Mögulega gefur þetta til kynna að áhugi fólks á ofurhetjumyndum fari dvínandi. Fyrir utan Guardians of the Galaxy, auðvitað. Verstu myndir ársins Margar myndir sem framleiddar voru á árinu voru einfaldlega hræðilegar. Hér er stiklað á stóru yfir nokkar þeirra. Þetta er ekki tæmandi listi og er ekki í neinni sérstakri röð. Winnie the Pooh: Blood and Honey Hryllingsmyndin Winnie the Pooh: Blood and Honey er í alla staði vond mynd. Hún fjallar um Bangsímon og vini hans sem ganga af göflunum og myrða haug af fólki. Þessi kvikmynd var gerð af sjálfstæðum framleiðendum en þeir gátu svívirt Bangsímon með þessum hætti, þar sem eignarétturinn á sögu hans rann nýverið út. Það er eiginlega allt fáránlegt við þessa mynd og gagnrýnendur hötuðu hana. Almennir áhorfendur tóku henni samt nokkuð betur. Á vef Rotten Tomatoes er Blood and Honey með heil þrjú prósent í einkunn frá gagnrýnendum. Áhorfendur gefa henni þó fimmtíu prósent, sem hlýtur að vera eitthvað grín. Paint Myndin Paint virðist hafa verið einhver tilraun til að segja sögu Bob Ross, án þess þó að hafa réttinn á sögu hins goðsagnakennda málara. Owen Wilson fer með aðahlutverk myndarinnar sem fjallar um sjónvarpsmálara sem lendir í basli með ungan, nýjan og meira spennandi sjónvarpsmálara. Söguþráðurinn er eins beisik og hann getur möguelga verið. Flestir gagnrýnendur eru þar að auki sammála um að helsti galli þessarar grínmyndar sé að hún sé ekki vitund fyndin. Paint er með 32 prósent frá gagnrýnendum en reyndar heil 57 prósent frá áhorfendum á vef Rotten Tomatoes. Fool‘s Paradise Hinn næstum því sífellt fyndni Charlie Day leikstýrði nýverið sinni fyrstu kvikmynd sem byggir á hans eigin handriti. Hún heitir Fool‘s Paradise og er ekki góð mynd, þó hún státi af hópi góðra leikara. Hún fjallar um skringilegan mann sem verður að stjörnu yfir nóttu. Hann er þó fljótur að missa allt aftur. Gagnrýnendur virðast að mestu sammála um að myndin sé ekki fyndin og sem satíra um Hollywood sé hún alfarið bitlaus. Fool‘s Paradise er með átján prósenta einkunn frá gagnrýnendum á vef Rotten Tomatoes og 38 prósent frá áhorfendum. Children of the Corn Einhverra hluta vegna datt fólki í hug að gera elleftu myndina sem byggir á bók Stephen King um morðóð börn í Nebraska. Myndin Children of the Corn var framleidd fyrir nokkrum árum en ekki frumsýnd fyrr en á þessu ári. Þessi mynd á að gerast í aðdraganda upprunalegu myndarinnar frá 1984 og fjallar um hvernig það gerist að börn bæjarins ákveði að slátra öllum fullorðnum. Helsti galli hennar virðist vera sá að myndin þykir alls ekkert spennandi eða hrollvekjandi. Children of the Corn fær tólf prósent í einkunn frá gagnrýnendum á vef Rotten Tomatoes og 38 prósent frá áhorfendum. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2023 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar helstu myndum ársins. Hvort sem þær voru bestar, stærstar, verstar eða misheppnaðar fjárhagslega. Bestu myndirnar á Vísi Eins og áður hefur Heiðar Sumarliðason gagnrýnt kvikmyndir og sjónvarpsþætti á Vísi á árinu. Hér að neðan má sjá fimm uppáhalds myndir Heiðars á þessu ári. Anatomy of a Fall Anatomy of a Fall fjallar um Söndru Voyter og það hvort hún hafi myrt eiginmann sinn eða ekki. Það sem fer í hönd er réttardrama þar sem sekt eða sakleysi eiginkonunnar er undir. Íslendingar eru vanir að sjá réttardrama frá Bandaríkjunum eða Bretlandi, en Frakkarnir gera hlutina nokkuð öðruvísi. Sjá einnig: Góðar fréttir og slæmar frá Frakkaríki Heiðar segir myndina hafa ákveðinn leikhúsblæ. „Tökustaðir eru fáir, en einnig eru sumar senur mjög langar, ólíkt flestum kvikmyndum nú til dags, þar sem meðal sena er minna en þrjár mínútur. Hér erum við með langar vitnaleiðslur og rifrildi milli hjónanna í endurliti, sem eru átta til tíu mínútur að lengd. Því fá átök að lifa og byggjast upp á áhrifamikinn máta, sem mér þótti hressandi.“ Hann segir myndina hina prýðilegustu sem verði líklega á nokkrum topplistum gagnrýnenda í árslok. The Dial of Destiny Indiana Jones and the Dial of Destiny fjallar um eldri Indiana Jones, sem leikinn er af Harrison Ford. Myndin féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum þegar hún var sýnd á Cannes í vor. Heiðar segir það illskiljanlegt, þar sem myndin sé hin fínasta skemmtun þó hún nái augljóslega ekki sömu hæðum og Raiders of the Lost Ark. Sjá einnig: Enginn apabisness hjá öldungi Heiðar, sem segist ávallt reyna að vera meðvitaður um stigið milli skemmtunar og leiða við áhorf, segir Dial of Destiny víkja sér undan mistökum fyrri mynda um prófessorinn með svipuna. Úr verði hinn bærilegasti Indiana Jones hasar. God's Country God's Country er um háskólakennara í litlum bæ í miðríkjum Bandaríkjanna sem er allt annað en sátt við rusti tvo sem leggja fyrir utan húsið hennar til að komast í veiðilendur. Hún vakti fyrst athygli Heiðars vegna þeirrar gjár sem myndaðist varðandi gagnrýnenda og almennra áhorfenda, miðað við einkunnagjöf myndarinnar. Sjá einnig: Án þeirra sem þora verður engin framþróun Heiðar segir myndina daðra við að verða þversagnarkennd og tilgerðarleg og verða fyrir vikið klunnalega. „Ég fyrirgef það þó, þar sem hún er, þegar öllu er á botninn hvolft, huguð og áhugaverð, þó fullkomin sé hún ekki. En það þarf ekki allt að vera fullkomið og má líka taka hattinn ofan fyrir djörfum tilraunum. Því án þeirra sem þora verður aldrei nein framþróun, hvort sem um er að ræða baráttuna fyrir auknum mannréttindum eða nýstárlega listsköpun.“ Tár Kvikmyndin Tár fjallar um konsertmeistarann Lydiu Tár sem er á hátindi ferilsins, var að gefa út bókina Tár on Tár og er að fara að stjórna flutningi Berlínarfílharmóníunnar á fimmtu sinfóníu Mahlers. Áhorfendur verða þó áskynja að ekki er allt með felldu í kringum hana, jafnvægi hennar á siðferðissvellinu virðist skert og ógæfa því tengd virðist vofa yfir henni. Sjá einnig: Enginn grætur Lydiu Tár Heiðar segir að líklega væri hægt að skrifa heila bók um Tár allt argaþras henni tengt, án þess þó að komast að niðurstöðu um hver hefur rétt eða rangt fyrir sér. „Það sem stendur þó eftir er frekar merkileg kvikmynd. Ef það er merki góðra mynda að áhorfandinn sé enn að velta þeim fyrir sér löngu eftir að ljósin hafa verið kveikt í salnum, þá er Tár sannarlega ein þeirra.“ White Noise White Noise, eftir Noah Baumbach, var frumsýnd milli jóla og nýárs í fyrra en á þrátt fyrir það heima hér. Hún byggir á samnefndri skáldsögu Don DeLillo og fjallar um bandaríska millistéttarfjölskyldu sem lendir í miðjum hamförum þegar eiturský nálgast heimili þeirra. Sjá einnig: Allt er gott ef ekki er vöruskortur Heiðar segir myndina í senn vera langbestu og metnaðarfyllstu mynd Baumbachs en að öðru leyti sú slakasta. „Það sem henni er helst til tekna er handbragðið, því sama hvar niður er gripið er hún áferðarfalleg, hvort sem um ræðir sjónræna útfærslu, eða hvernig leiktextinn er settur saman. Það sem hrjáir hana þó helst er persónusköpun, sem er hittir ekki alltaf á réttu nóturnar, því ná karakterarnir ekki til áhorfenda á þann máta sem þeir hafa gert í fyrri myndum Baumbachs.“ Tekjuhæstu myndir ársins Yfirlit yfir nokkrar af tekjuhæstu myndum ársins má finna hér að neðan. Listinn byggir á upplýsingum frá Box Office Mojo. Barbie Í efsta sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins er Barbie, sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Hún fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um dúkkuna Barbie. Hún upplifir ákveðna tilvistarkreppu og fer í ferðalag með Ken til raunverulega heimsins, sem hefur mikil áhrif á þau tvö. Myndin, sem skartar þeim Margot Robbie og Ryan Gosling í aðalhlutverkum og var leikstýrt af Gretu Gerwig, varð að einhverjum óvæntum menningarviðburði og fangaði áhuga fólks um heim allan. Margir kepptust um að fara bæði á hana og Oppenheimer í sömu bíóferðinni en það gætu varla verið ólíkari kvikmyndir. Sjá einnig: Þegar ég fór með 49 öðrum gaurum í bíó Samkvæmt BOM halaði Barbie inn 1,44 milljarði dala á árinu. The Super Mario Bros. Movie Já, ég skil það eiginlega ekki heldur. Super Mario Bros. Movie er í öðru sæti yfir þær kvikmyndir sem öfluðu mesta tekna á árinu. Ekki Oppenheimer eins og við bjuggumst bæði/báðir við. Það ætti ekki að koma neinum á óvart en myndin fjallar um pípulagningarmann sem heitir Mario sem þarf að taka á honum stóra sínum með bróður sínum Luigi til að bjarga prinsessu úr haldi dreka/skjaldböku. Það er górilla þarna líka. Chris Pratt, Anya Taylor-Joy og Charlie Day talsetja myndina, auk margra annarra. Þessi mynd halaði inn heilum 1,36 milljörðum dala á árinu. Oppenheimer Þarna er hún. Oppenheimer er í þriðja sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins. Oppenheimer er gerð af Christopher Nolan með þeim Cillian Murpy, Emily Blunt og Matt Damon í aðalhlutverkum, auk margra annarra þekktra leikara. Hún fjallar um vísindamanninn J. Robert Oppenheimer og hlut hans í þróun kjarnorkusprengjunnar. Ekki ósvipað myndinni Barbie, um dúkkuna Barbie. Oppenheimer halaði inn 952 milljónum dala á árinu. Guardians of the Galaxy Vol. 3 Þriðja myndin um Verndara vetrarbrautarinnar er í fjórða sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins. Ofurhetjumyndir Marvel eru ekki búnar á því enn. Í þessari mynd þurftu þau Quill, Gamora, Rocket, Drax, Nebula, Mantis og hann þarna, úr timbrinu, að etja kappi við dusilmennið High Evolutionary. Guardians of the Galaxy Vol. 3 halaði inn heilum 846 milljónum dala á árinu. Fast X Fast X, nýjasta myndin í söguheimi Fast and the Furious myndanna, er svo fimmta tekjuhæsta mynd ársins. Þetta ku vera tíunda myndin í röðinni en guð einn veit hvort það er rétt. Hún fjallar um baráttu Dom Toretto og fjölskyldu hans gegn eiturlyfjabaróninum Hernan Reyes, sem vill ólmur refsa Dom og félögum fyrir að drepa föður sinn árið 2011. Barátta þeirra leiðir til stærðarinnar sprenginga, bardaga og kappakstra víðsvegar um heiminn, allt frá Lundúnum til Los Angeles til Ríó til Suðurskautsins. Ég vil vekja athygli á því að í fyrstu myndinni, þá rændu Dom og félagar VHS-tækjum úr vörubílum og kepptu í kappakstri. Síðan þá hafa þau barist við ofurhermenn sem eru hálf vélmenni, kafbáta og keyrt út í geim, svo eitthvað sé nefnt. Fast X halaði einhvern veginn inn 705 milljónum dala á árinu. Helstu íslensku myndirnar Kuldi Myndi Kuldi byggir á bók Yrsu Sigurðardóttur og fjallar um Óðinn, sem rannsakar gömul dauðsföll á unglingaheimili. Hann fer að gruna að rannsókn hans tengist dularfullu sjálfsmorði eiginkonu hans og hegðun táningsdóttur hans. Í myndinni leika meðal annars þau Halldóra Geirharðsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Selma Björnsdóttir, Mikael Kaaber, Ólöf Halla Jóhannesdóttir, Elín Hall. Erlingur Thoroddsen leikstýrði. Villibráð Kvikmyndin Villibráð fjallar um hóp vina sem fara í hættulegan samkvæmisleik í matarboði. Símar allra eru lagðir á borðið en þegar sími hringir verður sá sem hann á að svara með kveikt á hátalara og skilaboð eru lesin fyrir alla. Óhætt er að segja að þessi leikur fer ekki vel. Villibráð byggir á ítölsku myndinni Perfetti Sconoscuti, en sú mynd er í Heimsmótabók Guinness sem sú mynd sem hefur oftast verið endurgerð. Íslenska handritið skrifaði leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson, ásamt Elsu Maríu. Með stærstu hlutverk fara Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Nína Dögg Filippusdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Napóleonsskjölin Napóleonsskjölin byggir á bók Arnaldar Indriðasonar. Þessi kvikmynd fjallar um Kristínu, sem er ranglega sökuð um morð eftir að bróðir hennar finnur þýskt flugvélarflak úr seinni heimsstyrjöld á toppi Vatnajökuls. Þá hefst hættuleg atburðarás þar sem hópur manna leggur allt í línurnar við að halda áratuga gamalt leyndarmál. Myndinni er leikstýrt af Óskar Þór Axelssyni og handritið skrifuðu þeir Marteinn Thorisson og Arnaldur Indriðason. Ólafur Darri Ólafsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Vivian Ólafsdóttir, Jack Fox og Iain Glen leika meðal annarra í myndinni. Tilverur Kvikmyndin Tilverur fjallar um Gunnar, bónda sem neyðist til að flytja til höfuðborgarinnar þegar jörð hans er tekin eignarnámi af ríkinu vegna virkjanaframkvæmda. Gunnar kynnist þar blaðburðardrengnum Ara en kynnin hafa mikil áhrif á þá báða. Ninna Rún Pálmadóttir leikstýrði myndinni og handritið skrifaði Rúnar Rúnarsson. Í aðahlutverkum eru þau Þröstur Leó Gunnarsson, Hermann Samúelsson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Jónmundur Grétarsson. Heimaleikurinn Íslenska heimildarmyndin Heimaleikurinn fjallar um fljótfærna tilraun Kára Viðarssonar til að uppfylla draum föður síns; að safna í lið heimamanna til að spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem faðirinn lét byggja á Hellissandi 25 árum áður. Heimaleikurinn heillaði áhorfendur bæði á Íslandi og erlendis á kvikmyndahátíðum síðan hún kom út í haust. Hún vann áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni í vor og einnig Áhorfendaverðlaun Nordisk Panorama í Malmö í September. Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson leikstýrðu myndinni. Stærstu „flopp“ ársins Þær eru margar kvikmyndirnar á ári hverju sem vekja alls ekki jafn mikla lukku og vonast var til. Hér að neðan má sjá nokkar helstu myndir ársins sem „floppuðu“ eins og það er kallað. Haunted Mansion Myndin Haunted Mansion fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um erfitt en í senn hjartnæmt samband ungs manns sem bjargað var frá þrælkun í Afríku og ítalsks mannréttindalögfræðings sem kom að því að bjarga honum og er að hjálpa honum að aðlagast gerbreyttum aðstæðum. Nei. Myndin fjallar um hús sem reimt er í. Einstæð móðir, sem leikin er af Rosario Dawson, fær leiðsögumann, skyggn, prest og sagnfræðing til að hjálpa henni að reka drauga á brott úr húsi sem hún keypti. Það held ég allavega, því eins og allir aðrir þá sá ég myndina ekki. Framleiðsla myndarinnar kostaði Disney 150 milljónir dala en hún halaði ekki inn nema rúmum 117 milljónum í kvikmyndahúsum. Hafa ber í huga að framleiðendur fá hluta af því sem kvikmyndir afla í kvikmyndahúsum. The Dial of Destiny Já, Indiana Jones and the Dial of Destiny er aftur á lista hér yfir helstu flopp ársins, þrátt fyrir að myndin sé í fjórtánda sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins. Það má rekja til þess að framleiðsla myndarinnar kostaði mjög mikið. Væntingarnar voru miklar til þessarar síðustu myndar um Indiana Jones, enda varði Disney um þrjú hundruð milljónum dala í framleiðslu hennar. Eeen, svo fór sem fór. Hún halaði í heild inn 384 milljónum dala, eins og komið hefur fram áður. Hún hefði þó þurft einhverjar sex hundruð milljónir til að þykja vel heppnuð. Marvels Þessi grein er óvart að verða að einhverri Disney-hatursgrein en Marvels er enn ein myndin frá fyrirtækinu sem stóðst ekki væntingar á árinu, og það alls ekki. Myndin gerist í kvikmyndasöguheimi Marvel og fjallar um Captein Marvel, Ms. Marvel og Monicu Rambeau. Forbes sagði í haust að Disney hefði varið rúmum 270 milljón dölum í að framleiða ofurhetjumyndina með þeim Brie Larson, Iman Vellani og Teyonah Parris í aðalhlutverkum. Hún halaði hins vegar inn eingöngu tæpum 205 milljónum dala í kvikmyndahúsum, samkvæmt Box Office Mojo. Shazam og Flash Við ætlum ekki eingöngu að hrauna yfir Disney á þessum lista heldur einnig DC og Warner Bros. Fyrirtækin gáfu út tvær kvikmyndir á árinu sem „floppuðu“ svo sannarlega. Það eru myndirnar Shazam: Fury of the Gods og The Flash. Shazam er framhaldsmynd myndarinnar Shazam og fjallar um táninginn Billy Batson, sem fær krafta Shazam. Í aðalhlutverkum eru þau Zachary Levi, Asher Angel, Rachel Zegler, Adam Brody, Lucy Liu, Djimon Hounsou og Helen Mirren, auk annarra. Framleiðsla myndarinnar kostaði 125 milljónir dala en hún aflaði einungis 134 milljóna í kvikmyndahúsum heimsins. The Flash, með hinum umdeilda Íslandsvini Ezra Miller í aðalhlutverki, auk Michael Keaton, Michael Shannon, Ben Affleck og margra annarra, vakti sömuleiðis litla lukku á árinu. Hún halaði inn töluvert meiri tekna en Shazam en framleiðsla hennar kostaði þó mun meira. Framleiðslukostnaður hennar var á bilinum 200 til 220 milljónir dala. Þá halaði myndin inn ekki nema tæplega 271 milljón í kvikmyndahúsum. DC átti ekki gott ár, ekki frekar en Disney og Marvel. Mögulega gefur þetta til kynna að áhugi fólks á ofurhetjumyndum fari dvínandi. Fyrir utan Guardians of the Galaxy, auðvitað. Verstu myndir ársins Margar myndir sem framleiddar voru á árinu voru einfaldlega hræðilegar. Hér er stiklað á stóru yfir nokkar þeirra. Þetta er ekki tæmandi listi og er ekki í neinni sérstakri röð. Winnie the Pooh: Blood and Honey Hryllingsmyndin Winnie the Pooh: Blood and Honey er í alla staði vond mynd. Hún fjallar um Bangsímon og vini hans sem ganga af göflunum og myrða haug af fólki. Þessi kvikmynd var gerð af sjálfstæðum framleiðendum en þeir gátu svívirt Bangsímon með þessum hætti, þar sem eignarétturinn á sögu hans rann nýverið út. Það er eiginlega allt fáránlegt við þessa mynd og gagnrýnendur hötuðu hana. Almennir áhorfendur tóku henni samt nokkuð betur. Á vef Rotten Tomatoes er Blood and Honey með heil þrjú prósent í einkunn frá gagnrýnendum. Áhorfendur gefa henni þó fimmtíu prósent, sem hlýtur að vera eitthvað grín. Paint Myndin Paint virðist hafa verið einhver tilraun til að segja sögu Bob Ross, án þess þó að hafa réttinn á sögu hins goðsagnakennda málara. Owen Wilson fer með aðahlutverk myndarinnar sem fjallar um sjónvarpsmálara sem lendir í basli með ungan, nýjan og meira spennandi sjónvarpsmálara. Söguþráðurinn er eins beisik og hann getur möguelga verið. Flestir gagnrýnendur eru þar að auki sammála um að helsti galli þessarar grínmyndar sé að hún sé ekki vitund fyndin. Paint er með 32 prósent frá gagnrýnendum en reyndar heil 57 prósent frá áhorfendum á vef Rotten Tomatoes. Fool‘s Paradise Hinn næstum því sífellt fyndni Charlie Day leikstýrði nýverið sinni fyrstu kvikmynd sem byggir á hans eigin handriti. Hún heitir Fool‘s Paradise og er ekki góð mynd, þó hún státi af hópi góðra leikara. Hún fjallar um skringilegan mann sem verður að stjörnu yfir nóttu. Hann er þó fljótur að missa allt aftur. Gagnrýnendur virðast að mestu sammála um að myndin sé ekki fyndin og sem satíra um Hollywood sé hún alfarið bitlaus. Fool‘s Paradise er með átján prósenta einkunn frá gagnrýnendum á vef Rotten Tomatoes og 38 prósent frá áhorfendum. Children of the Corn Einhverra hluta vegna datt fólki í hug að gera elleftu myndina sem byggir á bók Stephen King um morðóð börn í Nebraska. Myndin Children of the Corn var framleidd fyrir nokkrum árum en ekki frumsýnd fyrr en á þessu ári. Þessi mynd á að gerast í aðdraganda upprunalegu myndarinnar frá 1984 og fjallar um hvernig það gerist að börn bæjarins ákveði að slátra öllum fullorðnum. Helsti galli hennar virðist vera sá að myndin þykir alls ekkert spennandi eða hrollvekjandi. Children of the Corn fær tólf prósent í einkunn frá gagnrýnendum á vef Rotten Tomatoes og 38 prósent frá áhorfendum.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2023 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira