Bíó og sjónvarp

Til­nefningar til Óskars­verð­launa í beinni á Vísi

Oddur Ævar Gunnarsson og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa
Óskarsverðlaunahátíðin fer fram 10. mars í ár. Tilnefningarnar verða tilkynntar í beinu streymi á eftir.
Óskarsverðlaunahátíðin fer fram 10. mars í ár. Tilnefningarnar verða tilkynntar í beinu streymi á eftir. Lewis Joly-Pool/Getty Images

Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin með pomp og prakt 10. mars næstkomandi þar sem helstu stjörnur leiklistarheimsins keppast um gullstyttuna eftirsóttu. Tilnefningarnar verða tilkynntar á eftir í beinu streymi, hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. 

Hátíðin er haldin í 96. skipti í ár og verður þáttarstjórnandinn Jimmy Kimmel kynnir. Það ríkir alltaf mikil eftirvænting eftir tilnefningunum. 

Streymið hefst klukkan 13:30 á íslenskum tíma og má nálgast hér fyrir neðan. Einnig er hægt að fylgjast með textalýsingu hér fyrir neðan. 

Sömuleiðis verða Óskarsverðlaunin sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 10. mars. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×