EM 2015 í Berlín

Fréttamynd

Er körfuboltinn kominn heim?

Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu.

Körfubolti
Fréttamynd

Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld

Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Serbía ekki í vandræðum með Ítalíu

Serbía vann öruggan 19 stiga sigur á Ítölum í fyrsta leik dagsins á EM í körfubolta í Berlín en leiknum lauk með 101-82 sigri Serbana. Unnu þeir því alla fimm leiki sína í riðlakeppninni en Ítalir gátu með sigri stolið toppsætinu í B-riðli.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA-veisla í íslenska teignum

Ísland tapaði með 26 stiga mun á móti tvöföldum Evrópumeisturum Spánar á Evrópumótinu í körfubolta í gær en spænska uppskrifin í gær var að fara stanslaust inn á NBA-stjörnur sínar. "Það var eins og hann vissi ekki af mér,“ sagði Pavel Ermolinskij um reynsluna af því að dekka Pau Gasol.

Körfubolti
Fréttamynd

Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum

Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum

Körfubolti