Körfubolti

Logi gleymir þessu skoti ekki í bráð | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Logi skoraði 16 stig gegn Tyrkjum.
Logi skoraði 16 stig gegn Tyrkjum. vísir/valli
Íslenska landsliðið lauk leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar það tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi.

Íslensku strákarnir spiluðu vel og voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Alls setti liðið niður 17 þrista en enginn var mikilvægari en þristurinn hjá Loga Gunnarssyni undir lokin þegar hann jafnaði metin í 91-91 og tryggði Íslandi framlengingu.

Sjá einnig: Logi: Ég tróð mér inná í lokin

Njarðvíkingurinn á sennilega ekki eftir að gleyma þessu augnabliki í bráð enda voru tilþrifin frábær.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er staddur í Berlín og náði þessum skemmtilegum myndum af þristinum hans Loga sem sjá má hér að neðan.

Logi lætur skotið ríða af.vísir/valli
Ali Muhammed kemur engum vörnum við.vísir/valli
Logi var að vonum sáttur með lífið eftir að hafa tryggt Íslandi framlengingu.vísir/valli
Beint frá Njarðvík.vísir/valli
Logi gleymir þessu ekki í bráð.vísir/valli

Tengdar fréttir

Logi: Ég tróð mér inná í lokin

Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.

Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta

Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×