Körfubolti

Dramatísk stund þegar Dirk Nowitzki kvaddi | Einn út á miðju gólfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Nowitzki grét í leikslok.
Dirk Nowitzki grét í leikslok. Vísir/Getty
Dirk Nowitzki lék í kvöld líklega síðasta landsleik sinn á ferlinum þegar Þýskaland tapaði með einu stig á móti Spáni í fimmta og síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins.

Þýskaland varð að vinna til að halda sér á lífi í Evrópumótinu og það munaði ótrúlega litlu að liðinu tækist að stela sigrinum í lokin.

Liðið tapaði hinsvegar fjórða leiknum sínum í röð og þótt að töpin hafi flest verið mjög naum þá hefði þýska liðið þurft á meiru að halda frá Dirk Nowitzki til að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að vera á heimavelli.

Dirk Nowitzki skoraði mikilvægan þrist á lokakaflanum en heilt yfir náði hann sér ekki á strik í þessu móti.

Það var samt alltaf vel tekið á móti honum í Mercedens Benz höllinni í Berlín og klappað vel fyrir honum við hvert tækifæri.

Það var líka dramatísk stund þegar Dirk Nowitzki kvaddi áhorfendurna, einn út á miðju gólfi, eftir að hafa farið í sjónvarpsviðtal strax eftir leik.

Dirk Nowitzki endaði með 10 stig og 7 fráköst í síðasta landsleiknum sínum en hann nýtti 3 af 6 skotum sínum í kvöld.

Kveðjustund.Vísir/ÓskarÓ

Tengdar fréttir

Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum

Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×