Hlaup

Fréttamynd

Uppselt í hálfmaraþon og landsmenn í áheitahug

Skráning í Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram á laugardaginn kemur, hefur farið fram úr björtustu vonum mótshaldara. Uppselt er í hálfmaraþonið og örfáir miðar eftir í heilmaraþonið, 10 kílómetra hlaupið og Skemmtiskokkið.

Lífið
Fréttamynd

Hleypur ber­brjósta með kú­reka­hatt

Leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir stefnir á að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Sorgarmiðstöðinni. Sjálf er hún stödd á Tenerife en verður í beinni útsendingu frá hlaupinu þann 19. ágúst næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Mari lenti í öðru sæti eftir 260 kílómetra hlaup

Ofurhlauparinn Mari Jaersk hafnaði í öðru sæti í Heavy metal ultra bakgarðshlaupinu í Eistlandi í kvöld eftir 39 hringja hlaup. Hver hringur er 6,7 kílómetrar og hljóp Mari því samtals 261 kílómetra á mótinu. 

Sport
Fréttamynd

Vinnur hvert afrekið á fætur öðru fjörutíu kílóum léttari

Jóna Björk Sigurjónsdóttir 42 ára hjúkrunarfræðingur hefur undanfarin ár hlaupið Laugaveginn, orðið Landvættur og skráð sig í krefjandi nám. Allt eftir að hún ákvað að fara í magaermisaðgerð og byrja að hreyfa sig. Hún segir fitufordóma víða í samfélaginu þótt ljóst sé að það sé ekki hollt að vera í ofþyngd.

Lífið
Fréttamynd

Milljón króna mistök

Röng beygja fyrrum heimsmethafa kostaði hana sigur í götuhlaupi í Bandaríkjunum um helgina og tæplega milljón króna í verðlaunafé.

Sport
Fréttamynd

Eins og að hlaupa tvö maraþon og ellefu Esjur

Ljósmyndarinn Snorri Björnsson tók þátt á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi í Austurríki á föstudaginn og náði frábærum árangri. Hann er loksins farinn að sætta sig við það að kalla sig hlaupara.

Sport
Fréttamynd

Grét í fangi dóttur sinnar og segir myrkrið það erfiðasta

Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi, hágrét í fangi dóttur sinnar og bað um að fá að hætta í Þýskalandi. Hann hélt þó áfram og kláraði að lokum fimmtíu hringi. Þorleifur stefnir að því að klára sextíu hringi á heimsmeistaramótinu í október síðar á þessu ári.

Sport
Fréttamynd

Þor­leifur hvergi af baki dottinn: Ís­lands­met Mari í hættu

Þorleifur Þorleifsson hefur hlaupið 40 hringi í Bakgarðshlaupi meistaranna sem fer fram í þýska smábænum Rettert. Hann er hvergi af baki dottinn og heilsan er góð. Ofurhlaupakonan Mari Järsk á Íslandsmetið í bakgarðshlaupi, með 43 hringi, en hún lauk keppni í dag á 34. hring.

Sport
Fréttamynd

Mari Jaersk lauk keppni á 34. hring

Ofurhlaupakonan Mari Jaersk hefur lokið keppni í Bakgarðshlaupi meistaranna sem fer fram í þýska smábænum Rettert. Hún lauk keppni á 34. hring en þá hafði hún hlaupið um 227 kílómetra, hvorki meira né minna. 

Sport
Fréttamynd

Þorleifur í góðum málum en Mari í basli

Bakgarðshlaup meistaranna stendur nú yfir í þýska smábænum Rettert, skammt utan við Frankfurt. Þau Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson, sem unnu bakgarsðhlaupið á Íslandi í október eru á meðal 35 keppenda í hlaupinu í Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“

„Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir.

Sport
Fréttamynd

Komu hlaupara til að­stoðar í Vest­manna­eyjum

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í dag til að hjálpa hlaupara sem virðist hafa dottið á hlaupum. Hlauparinn var að taka þátt í Puffin Run sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Hlauparinn var fluttur til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Syst­kini boða til hlaups til styrktar Ein­stökum börnum

Systkinin Nína Kristín, Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa boðið öllum sem vilja að hlaupa, ganga eða rúlla með þeim fimm kílómetra í miðbæ Reykjavíkur á morgun, 1. maí. Hlaupið verður til styrktar Einstökum börnum og til heiðurs móður þeirra, sem átti afmæli 1. maí og lést fyrir ellefu árum.

Lífið