Andrea endaði í 35. sæti og Arnar hætti keppni Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 14:04 Íslenski hópurinn á HM í utanvegahlaupum í Austurríki FRÍ/Sigurður Pétur Andrea Kolbeinsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi, í Austurríki í dag. Hún var um tíma ansi framarlega en endaði í 35. sæti. Andrea sagði í samtali við Vísi fyrir skömmu að draumurinn væri að ná í hóp tuttugu fremstu keppenda á mótinu, og útlitið var gott til að byrja með. Keppendur hlupu 45 kílómetra og var samanlögð hækkun í hlaupinu 3.100 metrar. Eftir níu kílómetra var Andrea í 3. sæti og hún var í 16. sæti þegar farnir höfðu verið 16,5 kílómetrar. Fram að næsta tímatökusvæði dróst Andrea hins vegar niður í 43. sæti, þegar hlaupið var tæplega hálfnað, og hún endaði eins og fyrr segir í 35. sæti á 5:42:14 klukkustundum. Andrea og Arnar Pétursson voru líklegust til afreka af íslensku keppendunum í dag en Arnar hætti keppni eftir 20,5 kílómetra, og var þá í 72. sæti. Á Facebook-síðu mótsins segir að veðuraðstæður hafi verið afar erfiðar á kafla í seinni hluta hlaupsins, og að um 50 manns hafi þurft að hætta keppni af þeim sökum. Þorsteinn fremstur af körlunum Þorsteinn Roy Jóhannsson endaði fremstur íslensku karlanna eða í 73. sæti á 5:18:26 klukkustundum. Jörundur Frímann Jónasson kom svo í mark í 91. sæti á 5:30:41 klukkustundum og Halldór Hermann Jónsson var nálægt honum og endaði í 94. sæti. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir varð í 63. sæti í keppni kvenna á 6:12:19 klukkustundum. Anna Berglind Pálmadóttir varð í 67. sæti og Íris Anna Skúladóttir í 71. sæti. Sigurvegari varð hin franska Clementine Geoffray sem hljóp á 4:53:12 klukkutímum en Norðmaðurinn Stian Hovind Agermund vann keppni karla á 4:19:00 klukkutímum. Á morgun fer fram lengra hlaup, 87 kílómetrar, með samanlagt 6.500 metra hækkun. Þar keppa fjórir Íslendingar, þau Snorri Björnsson, Þorbergur Ingi Jónsson, Halldóra Huld Ingvarsdóttir og Rannveig Oddsdóttir. Hlaup Tengdar fréttir Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“ „Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir. 10. maí 2023 08:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Andrea sagði í samtali við Vísi fyrir skömmu að draumurinn væri að ná í hóp tuttugu fremstu keppenda á mótinu, og útlitið var gott til að byrja með. Keppendur hlupu 45 kílómetra og var samanlögð hækkun í hlaupinu 3.100 metrar. Eftir níu kílómetra var Andrea í 3. sæti og hún var í 16. sæti þegar farnir höfðu verið 16,5 kílómetrar. Fram að næsta tímatökusvæði dróst Andrea hins vegar niður í 43. sæti, þegar hlaupið var tæplega hálfnað, og hún endaði eins og fyrr segir í 35. sæti á 5:42:14 klukkustundum. Andrea og Arnar Pétursson voru líklegust til afreka af íslensku keppendunum í dag en Arnar hætti keppni eftir 20,5 kílómetra, og var þá í 72. sæti. Á Facebook-síðu mótsins segir að veðuraðstæður hafi verið afar erfiðar á kafla í seinni hluta hlaupsins, og að um 50 manns hafi þurft að hætta keppni af þeim sökum. Þorsteinn fremstur af körlunum Þorsteinn Roy Jóhannsson endaði fremstur íslensku karlanna eða í 73. sæti á 5:18:26 klukkustundum. Jörundur Frímann Jónasson kom svo í mark í 91. sæti á 5:30:41 klukkustundum og Halldór Hermann Jónsson var nálægt honum og endaði í 94. sæti. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir varð í 63. sæti í keppni kvenna á 6:12:19 klukkustundum. Anna Berglind Pálmadóttir varð í 67. sæti og Íris Anna Skúladóttir í 71. sæti. Sigurvegari varð hin franska Clementine Geoffray sem hljóp á 4:53:12 klukkutímum en Norðmaðurinn Stian Hovind Agermund vann keppni karla á 4:19:00 klukkutímum. Á morgun fer fram lengra hlaup, 87 kílómetrar, með samanlagt 6.500 metra hækkun. Þar keppa fjórir Íslendingar, þau Snorri Björnsson, Þorbergur Ingi Jónsson, Halldóra Huld Ingvarsdóttir og Rannveig Oddsdóttir.
Hlaup Tengdar fréttir Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“ „Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir. 10. maí 2023 08:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“ „Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir. 10. maí 2023 08:30