Var á sínum besta tíma en rankaði við sér í sjúkratjaldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2023 07:00 Kristján var í góðum gír að hlaupa við Hörpuna þegar hann rankaði svo skyndilega við sér í sjúkratjaldi. Kristján Hafþórsson, stjórnandi Jákastsins, var í góðum gír í Reykjavíkurmaraþoninu í gær og í þann mund að setja sinn besta tíma í hálfmaraþoni þegar hann rankaði skyndilega við sér í sjúkratjaldi. Ástæðan reyndist ofreynsla og ofþornun og flytja þurfti Kristján á Landspítalann. „Ég er eldhress í dag en þetta var gjörsamlega galið í gær,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján heldur úti hlaðvarpsþáttunum Jákastið og er líklega best þekktur fyrir endalausa jákvæðni. „Ég ætlaði mér bara að besta tímann minn eins og maður segir og þetta gekk glimrandi vel, ég var á undan mönnum sem voru að taka 1:28, sem er metið mitt, þannig að ég var í góðum gír. Svo var ég kominn á sautjánda kílómetrann, við Hörpuna, sem var það síðasta sem ég man. Svo allt í einu ranka ég bara við mér í sjúkratjaldi, alveg gjörsamlega ruglaður.“ Kristján var í góðum gír þegar hann hélt út í hlaup í gærmorgun. Kristján segir að sér hafi liðið eins og rúta hefði keyrt á sig. Hann hafi fengið vökva í æð og svo verið færður í sjúkrabíl upp á Landspítala, þar sem hann hafi dvalið þar til um níuleytið í gærkvöldi. „Ég var alveg kolruglaður fyrst að reyna að átta mig á því sem var að gerast. En þetta er víti til varnaðar fyrir aðra, ég vökvaði mig greinilega ekki nóg og borðaði kannski ekki alveg nógu vel og svona.“ Þakklátur viðbragðsaðilum Kristján er reynslumikill hlaupari og hafði hlaupið hálfmaraþon fjögur ár í röð. Hann hljóp líka í miðnæturhlaupi Suzuki í júní og fór þar hálfmaraþon. „Þannig að stundum heldur maður kannski að maður sé ósigrandi og að maður geti bara tekið Forrest Gump á þetta og hlaupið bara. Það er það sem maður lærir af þessu,“ segir Kristján hlæjandi. Hann kveðst fyrst og fremst innilega þakklátur viðbragsaðilum á vettvangi maraþonsins og á spítalanum. Hann hafi bara rankað við sér með síma og heyrnartól í vasanum í sjúkratjaldinu. „Ég er bara svo þakklátur og ég veit ekki einu sinni ennþá hverjir það voru sem hlúðu að mér á svæðinu. Það er bara stórt takk frá mér, þið eruð bara dýrlingar, fólkið í sjúkratjaldinu, sjúkraflutningamennirnir og fólkið á spítalanum. Maður fær trú á mannkyninu og áttar sig á því hversu gott heilbrigðiskerfið okkar er, af því að ég aldrei farið í sjúkrabíl áður. Maður er ekkert smá þakklátur.“ Ertu eitthvað svekktur yfir því að hafa ekki náð að klára hlaupið? „Auðvitað er ég það, sérstaklega af því að ég held að ég hafi verið á mínum besta tíma þegar þetta gerðist. En það er einmitt kannski ástæðan fyrir þessu, það var þessi ofkeyrsla. En auðvitað hefði maður frekar viljað eiga daginn með fjölskyldunni, konu og börnum niðri í bæ en fyrst þetta gerðist þá er þetta víti til varnaðar og eitthvað sem maður lærir mjög mikið af.“ Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
„Ég er eldhress í dag en þetta var gjörsamlega galið í gær,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján heldur úti hlaðvarpsþáttunum Jákastið og er líklega best þekktur fyrir endalausa jákvæðni. „Ég ætlaði mér bara að besta tímann minn eins og maður segir og þetta gekk glimrandi vel, ég var á undan mönnum sem voru að taka 1:28, sem er metið mitt, þannig að ég var í góðum gír. Svo var ég kominn á sautjánda kílómetrann, við Hörpuna, sem var það síðasta sem ég man. Svo allt í einu ranka ég bara við mér í sjúkratjaldi, alveg gjörsamlega ruglaður.“ Kristján var í góðum gír þegar hann hélt út í hlaup í gærmorgun. Kristján segir að sér hafi liðið eins og rúta hefði keyrt á sig. Hann hafi fengið vökva í æð og svo verið færður í sjúkrabíl upp á Landspítala, þar sem hann hafi dvalið þar til um níuleytið í gærkvöldi. „Ég var alveg kolruglaður fyrst að reyna að átta mig á því sem var að gerast. En þetta er víti til varnaðar fyrir aðra, ég vökvaði mig greinilega ekki nóg og borðaði kannski ekki alveg nógu vel og svona.“ Þakklátur viðbragðsaðilum Kristján er reynslumikill hlaupari og hafði hlaupið hálfmaraþon fjögur ár í röð. Hann hljóp líka í miðnæturhlaupi Suzuki í júní og fór þar hálfmaraþon. „Þannig að stundum heldur maður kannski að maður sé ósigrandi og að maður geti bara tekið Forrest Gump á þetta og hlaupið bara. Það er það sem maður lærir af þessu,“ segir Kristján hlæjandi. Hann kveðst fyrst og fremst innilega þakklátur viðbragsaðilum á vettvangi maraþonsins og á spítalanum. Hann hafi bara rankað við sér með síma og heyrnartól í vasanum í sjúkratjaldinu. „Ég er bara svo þakklátur og ég veit ekki einu sinni ennþá hverjir það voru sem hlúðu að mér á svæðinu. Það er bara stórt takk frá mér, þið eruð bara dýrlingar, fólkið í sjúkratjaldinu, sjúkraflutningamennirnir og fólkið á spítalanum. Maður fær trú á mannkyninu og áttar sig á því hversu gott heilbrigðiskerfið okkar er, af því að ég aldrei farið í sjúkrabíl áður. Maður er ekkert smá þakklátur.“ Ertu eitthvað svekktur yfir því að hafa ekki náð að klára hlaupið? „Auðvitað er ég það, sérstaklega af því að ég held að ég hafi verið á mínum besta tíma þegar þetta gerðist. En það er einmitt kannski ástæðan fyrir þessu, það var þessi ofkeyrsla. En auðvitað hefði maður frekar viljað eiga daginn með fjölskyldunni, konu og börnum niðri í bæ en fyrst þetta gerðist þá er þetta víti til varnaðar og eitthvað sem maður lærir mjög mikið af.“
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira