Eldgos og jarðhræringar Reyna að fljúga til og frá Skandinavíu Icelandair stefnir að flugi til og frá Skandinavíu og Bandaríkjunum á morgun, en aflýsir flugi til Bretlands og meginlands Evrópu. Innlent 18.4.2010 15:53 Allt grátt „Það er náttúrulega allt grátt og það var skelfilegt að koma út," segir Heiða Björg Scheving, á bænum Steinum, þegar hún lýsir því hvernig var að koma út í morgun. Frá því að eldgosið hófst í Eyjafjallajökli í síðustu viku hefur mikið öskufall verið á svæðinu. Innlent 18.4.2010 15:39 Reyna að opna veginn við Markarfljót í kvöld Stefnt er að því að opna Hringveginn við Markarfljót í kvöld. Vinna síðustu daga við viðgerðina á veginum og varnargörðum hefur gengið vel og styttist í að hægt verði að flytja neyðarakstur af gömlu brúnni yfir á þá nýju og þar með um Hringveginn. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Innlent 18.4.2010 14:58 Dýrin hafa það gott Dýralæknar hafa í morgun farið á bæi og kanna ástandið á skepnum sem hafa verið úti í öskufallinu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og segja ástandið ótrúlega gott, samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna. Innlent 18.4.2010 13:16 Ragna fundar með blaðamönnum um eldgosið Nokkrar breytingar hafa orðið á gjóskufalli, óróa og gosmekki á gossvæðinu á Eyjafjallajökli en ekki sést til gosstöðvanna. Flugvél Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir svæðið og berast upplýsingar frá vísindamönnum síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Innlent 18.4.2010 13:10 Magnús Tumi: Ekkert hægt að fullyrða um Kötlugos Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir vissulega líkur á því að gos hefjist í Kötlu í kjölfarið á gosinu í Eyjafjallajökli en ekkert sé hægt að fullyrða í þeim efnum. Innlent 18.4.2010 12:28 Funda með íbúum undir Eyjafjöllum Fundur með íbúum undir Eyjarfjöllum verður haldinn í dag á Heimalandi klukkan 13. Á fundinum verða fulltrúar almannavarnarnefndar og sveitarstjórnar. Farið verður yfir ástand og horfur á svæðinu. Íbúar eru hvattir til að mæta. Innlent 18.4.2010 12:03 „Þetta er samstillt átak“ „Það standa sig allir mjög vel,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, á bænum Núpi undir Eyjafjöllum, og vísar til aðgerða björgunarsveitarmanna, Rauða krossins og sveitunga hennar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Hún tekur sem dæmi að björgunarsveitarmenn séu vel skipulagðir og fari á milli bæja og gangi þar í öll verk. „Þetta er samstillt átak.“ Innlent 18.4.2010 11:34 Icelandair fjölgar flugum til Þrándheims Vegna mikillar eftirspurnar hefur Icelandair ákveðið að efna til fjögurra aukafluga í dag til Þrándheims í Noregi. Áður hafði verið tilkynnt að farin yrðu tvö flug. Fyrsta flugið er klukkan 13, tvær flugvélar fara klukkan 14 og fjórða flugið er klukkan 15. Innlent 18.4.2010 10:51 Milljónir strandaglópa Í Evrópu og víðar eru milljónir strandaglópa vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Um 20 lönd lokuðu fyrir alla flugumferð nú um helgina og sum þeirra hafa framlengt bannið fram á morgundaginn, að sögn BBC, meðal annars Belgía, Búlgaría, Tékkland, Danmörk, Finnland, Lettland, Lúxemborg, Bretland og Slóvakía. Askan hefur því nú valdið meiri röskun á flugi en hryðjuverkaárásirnar ellefta september. Erlent 18.4.2010 10:43 Vegir greiðfærir Frá Vegagerðinni koma þær upplýsingar að óvíst sé hvenær hringvegurinn við Markarfljót opnast fyrir almenna umferð. Ef frá eru talin vandamálin á gossvæðinu er greiðfært um allt sunnanvert landið. Annars eru hálkublettir sum staðar á heiðum, og með norðausturströndinni, á Möðrudalsöræfum og fjallvegum á Austurlandi. Innlent 18.4.2010 10:29 Talsverður órói mældist á miðnætti Talsverður órói mældist við eldgosið í Eyjafjallajökli á miðnætti, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Auk þess voru miklar drunur og aukinn kraftur. Innlent 18.4.2010 10:22 Iceland Express flýgur einnig til Þrándheims Iceland Epress flýgur til Þrándheims klukkan 15:30 í dag. Þetta flug hentar einkum þeim, sem áttu bókað með félaginu til Kaupmannahafnar, en tvær vélar áttu að fara þangað í dag. Þá hefur tveimur flugum til London verið aflýst. Fyrr í morgun var greint frá því að Icelandair hyggst einnig fljúga til Þrándheims. Innlent 18.4.2010 10:20 Eldgosið á Eyjafjallajökli - myndir Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var á slóðum eldgossins á Eyjafjallajökli í gærkvöld og myndaði það sem fyrir augun bar. Nokkrar myndanna má sjá í myndasafni hér fyrir neðan. Innlent 18.4.2010 10:01 Icelandair flýgur til Þrándheims í dag Iclelandair hefur fengið heimild til flugs til Þrándheims í Noregi og efnir Icelandair til tveggja aukafluga þangað. Brottför fyrra flugsins er kl. 13 og brottför seinna flugsins er klukkustund síðar. Brottför frá Þrándheimi til Íslands verður síðan klukkan 18:50 og 19:50 að staðartíma. Innlent 18.4.2010 09:55 Lögreglan á Hvolsvelli ítrekar bann Lögreglan á Hvolsvelli vill ítreka að Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökull eru skilgreind bannsvæði, einnig er öll umferð á Mýrdalsjökli bönnuð. Veður er að breytast á svæðinu og vindur að færast til vesturs. Innlent 17.4.2010 19:34 Eldgosið hefur verið stöðugt í dag Eldgosið hefur verið stöðugt í dag, mökkurinn rís í 6-9 km hæð og leggur til suðurs. Það gýs úr eins km langri sprungu sem liggur frá norðri til suðurs í suðvesturhluta toppgígsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Innlent 17.4.2010 19:27 Sala á rykgrímum hefur margfaldast Sala á rykgrímum hefur margfaldast í verslunum og apótekum á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan undanfarna tvo daga vegna öskufallsins í Eyjafjallajökli. Sóttvarnalæknir fullyrðir að engin hætta stafi af öskufallinu fari fólk eftir varúðarráðstöfunum landlæknis. Innlent 17.4.2010 19:15 Dregið hefur úr flóðahættu Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli sést í allt að níu kílómetra hæð. Nokkuð rofaði til yfir gosstöðvunum í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur býst við að draga taki úr gosinu á næstu dögum. Innlent 17.4.2010 19:08 Ræddu um erlenda fjölmiðlaumfjöllun um eldgosið Samráðshópur stjórnvalda og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu hittist í dag í utanríkisráðuneytinu til að ræða samstarf og aðgerðir til að bregðast við erlendri fjölmiðlaumfjöllun um Ísland vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Markmið hópsins er að tryggja að frá Íslandi fari áfram réttar og yfirvegaðar upplýsingar um stöðu mála, að fram kemur í sameiginlegri fréttatilkynningu frá iðnaðar- og utanríkisráðuneytinu. Innlent 17.4.2010 17:47 Allt Evrópuflug Icelandair fellur niður á morgun Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til Evrópuborga, þ.e. London, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Osló, Amsterdam, Frankfurt og Parísar á morgun, 18. apríl, verði fellt niður, líkt og raunin var um flugið til Evrópu í dag. Öskufallið frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur lokað fyrir alla flugumferð í norðan- og vestanverðri Evrópu. Innlent 17.4.2010 17:30 „Ég hef ekki séð það svartara“ „Það er stafalogn og óloft sem hefur leitað inn í húsin til okkar," segir Sigurgeir L. Ingólfsson á bænum Hlíð undir Eyjafjöllum. Þar hefur líkt og víða annars staðar verið mikið öskufall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Ég hef ekki séð það svartara. Hér er mun meira myrkur en nokkurn tíma verður á venjulegri vetrarnóttu," segir Sigurgeir. Innlent 17.4.2010 17:01 Fjölmargir björgunarsveitarmenn að störfum Á svæðinu í grennd við Eyjafjallajökul eru meira en 160 björgunarsveitarmenn að störfum frá 12 björgunarsveitum, samkvæmt upplýsingum frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Meðal verkefna þeirra hefur meðal annars verið að til að athuga með fólk á bæjum. Innlent 17.4.2010 15:48 Útlendingar vilja komast úr landi með leiguflugi Undanfarna daga hefur mikil eftirspurn verið eftir flugi frá Íslandi með leiguflugi, að sögn Sigurðar Bjarna Jónssonar, stjórnarformanns Mýflugs. Um er að ræða útlendinga sem eru fastir hér á landi og vilja komast til meginlands Evrópu. Mýflug íhugar að fljúga til norðurhluta Noregs. Innlent 17.4.2010 15:21 Aflýsa flugi fram yfir helgi Flugfélagið British Airways hefur aflýst öllu flugi frá London að minnsta kosti fram á mánudag. Um er að ræða áætlað flug frá Heathrow og Gatwic, að fram kemur á vef Sky-fréttastofunnar. Vonast er til þess að hægt verði að fljúga eitthvað innanlands í Skotlandi og á Írlandi seinnipartinn í dag. Erlent 17.4.2010 14:36 Þjóðvegi 1 lokað við Hvolsvöll Almannavarnir ítreka að Eyjafjallajökull og hlíðar hans utan jökuls eru bannsvæði. Vindátt þurfi lítið að breytast til að öskufall verði þar. Í öskufalli svo nálægt eldstöðinni og í hæð jökulsins sé, auk mikilla áhrifa af öskunni sjálfri, mikil hætta af eldingum. Almannavarnir vara sterklega við öllum ferðum á Mýrdalsjökul. Jafnframt er enn er í gildi bannsvæði um 1 km. í kringum eldri eldstöðina á Fimmvörðuhálsi. Öll umferð á þessu svæði er bönnuð bæði gangandi og akandi ferðamönnum. Innlent 17.4.2010 12:06 Red Cross mass care centres in Heimaland, Vík and in Kirkjubæjarklaustur open Red Cross mass care centres in Heimaland, Vík and in Kirkjubæjarklaustur have been opened for those residents in the areas affected by the ash fall and who wish to temporarily evacuate their homes. The local emergency centre does not consider it necessary to order an evacuation of the area in response to the ash fall at this moment in time, but feels that these services may be useful to some families. Innlent 17.4.2010 11:24 Eldingar yfir Eyjafjallajökli - myndir Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var staddur í grennd við Eyjafjallajökul í gærkvöldi og í nótt og fylgist með sjónarspilinu þar. Í meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá stórkostlegar myndir af eldingum í gosmökkinum. Innlent 17.4.2010 11:14 Opna fjöldahjálparstöðvar Mikill öskumökkur er til suðurs yfir byggð undir Eyjafjöllum frá Sauðhúsvöllum austur fyrir Skóga og eins á söndunum þar fyrir austan. Eldingar eru í mekkinum, að fram kemur frá yfirvöldum. Innlent 17.4.2010 11:06 Mikið öskufall frá Núpi og að Vík í Mýrdal Mikið öskufall er frá Núpi undir Eyjafjöllum og að Vík. Líkur eru á að öskufall færist vestar og nái hugsanlega til Vestmannaeyja. Innlent 17.4.2010 09:28 « ‹ 122 123 124 125 126 127 128 129 130 … 133 ›
Reyna að fljúga til og frá Skandinavíu Icelandair stefnir að flugi til og frá Skandinavíu og Bandaríkjunum á morgun, en aflýsir flugi til Bretlands og meginlands Evrópu. Innlent 18.4.2010 15:53
Allt grátt „Það er náttúrulega allt grátt og það var skelfilegt að koma út," segir Heiða Björg Scheving, á bænum Steinum, þegar hún lýsir því hvernig var að koma út í morgun. Frá því að eldgosið hófst í Eyjafjallajökli í síðustu viku hefur mikið öskufall verið á svæðinu. Innlent 18.4.2010 15:39
Reyna að opna veginn við Markarfljót í kvöld Stefnt er að því að opna Hringveginn við Markarfljót í kvöld. Vinna síðustu daga við viðgerðina á veginum og varnargörðum hefur gengið vel og styttist í að hægt verði að flytja neyðarakstur af gömlu brúnni yfir á þá nýju og þar með um Hringveginn. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Innlent 18.4.2010 14:58
Dýrin hafa það gott Dýralæknar hafa í morgun farið á bæi og kanna ástandið á skepnum sem hafa verið úti í öskufallinu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og segja ástandið ótrúlega gott, samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna. Innlent 18.4.2010 13:16
Ragna fundar með blaðamönnum um eldgosið Nokkrar breytingar hafa orðið á gjóskufalli, óróa og gosmekki á gossvæðinu á Eyjafjallajökli en ekki sést til gosstöðvanna. Flugvél Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir svæðið og berast upplýsingar frá vísindamönnum síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Innlent 18.4.2010 13:10
Magnús Tumi: Ekkert hægt að fullyrða um Kötlugos Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir vissulega líkur á því að gos hefjist í Kötlu í kjölfarið á gosinu í Eyjafjallajökli en ekkert sé hægt að fullyrða í þeim efnum. Innlent 18.4.2010 12:28
Funda með íbúum undir Eyjafjöllum Fundur með íbúum undir Eyjarfjöllum verður haldinn í dag á Heimalandi klukkan 13. Á fundinum verða fulltrúar almannavarnarnefndar og sveitarstjórnar. Farið verður yfir ástand og horfur á svæðinu. Íbúar eru hvattir til að mæta. Innlent 18.4.2010 12:03
„Þetta er samstillt átak“ „Það standa sig allir mjög vel,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, á bænum Núpi undir Eyjafjöllum, og vísar til aðgerða björgunarsveitarmanna, Rauða krossins og sveitunga hennar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Hún tekur sem dæmi að björgunarsveitarmenn séu vel skipulagðir og fari á milli bæja og gangi þar í öll verk. „Þetta er samstillt átak.“ Innlent 18.4.2010 11:34
Icelandair fjölgar flugum til Þrándheims Vegna mikillar eftirspurnar hefur Icelandair ákveðið að efna til fjögurra aukafluga í dag til Þrándheims í Noregi. Áður hafði verið tilkynnt að farin yrðu tvö flug. Fyrsta flugið er klukkan 13, tvær flugvélar fara klukkan 14 og fjórða flugið er klukkan 15. Innlent 18.4.2010 10:51
Milljónir strandaglópa Í Evrópu og víðar eru milljónir strandaglópa vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Um 20 lönd lokuðu fyrir alla flugumferð nú um helgina og sum þeirra hafa framlengt bannið fram á morgundaginn, að sögn BBC, meðal annars Belgía, Búlgaría, Tékkland, Danmörk, Finnland, Lettland, Lúxemborg, Bretland og Slóvakía. Askan hefur því nú valdið meiri röskun á flugi en hryðjuverkaárásirnar ellefta september. Erlent 18.4.2010 10:43
Vegir greiðfærir Frá Vegagerðinni koma þær upplýsingar að óvíst sé hvenær hringvegurinn við Markarfljót opnast fyrir almenna umferð. Ef frá eru talin vandamálin á gossvæðinu er greiðfært um allt sunnanvert landið. Annars eru hálkublettir sum staðar á heiðum, og með norðausturströndinni, á Möðrudalsöræfum og fjallvegum á Austurlandi. Innlent 18.4.2010 10:29
Talsverður órói mældist á miðnætti Talsverður órói mældist við eldgosið í Eyjafjallajökli á miðnætti, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Auk þess voru miklar drunur og aukinn kraftur. Innlent 18.4.2010 10:22
Iceland Express flýgur einnig til Þrándheims Iceland Epress flýgur til Þrándheims klukkan 15:30 í dag. Þetta flug hentar einkum þeim, sem áttu bókað með félaginu til Kaupmannahafnar, en tvær vélar áttu að fara þangað í dag. Þá hefur tveimur flugum til London verið aflýst. Fyrr í morgun var greint frá því að Icelandair hyggst einnig fljúga til Þrándheims. Innlent 18.4.2010 10:20
Eldgosið á Eyjafjallajökli - myndir Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var á slóðum eldgossins á Eyjafjallajökli í gærkvöld og myndaði það sem fyrir augun bar. Nokkrar myndanna má sjá í myndasafni hér fyrir neðan. Innlent 18.4.2010 10:01
Icelandair flýgur til Þrándheims í dag Iclelandair hefur fengið heimild til flugs til Þrándheims í Noregi og efnir Icelandair til tveggja aukafluga þangað. Brottför fyrra flugsins er kl. 13 og brottför seinna flugsins er klukkustund síðar. Brottför frá Þrándheimi til Íslands verður síðan klukkan 18:50 og 19:50 að staðartíma. Innlent 18.4.2010 09:55
Lögreglan á Hvolsvelli ítrekar bann Lögreglan á Hvolsvelli vill ítreka að Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökull eru skilgreind bannsvæði, einnig er öll umferð á Mýrdalsjökli bönnuð. Veður er að breytast á svæðinu og vindur að færast til vesturs. Innlent 17.4.2010 19:34
Eldgosið hefur verið stöðugt í dag Eldgosið hefur verið stöðugt í dag, mökkurinn rís í 6-9 km hæð og leggur til suðurs. Það gýs úr eins km langri sprungu sem liggur frá norðri til suðurs í suðvesturhluta toppgígsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Innlent 17.4.2010 19:27
Sala á rykgrímum hefur margfaldast Sala á rykgrímum hefur margfaldast í verslunum og apótekum á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan undanfarna tvo daga vegna öskufallsins í Eyjafjallajökli. Sóttvarnalæknir fullyrðir að engin hætta stafi af öskufallinu fari fólk eftir varúðarráðstöfunum landlæknis. Innlent 17.4.2010 19:15
Dregið hefur úr flóðahættu Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli sést í allt að níu kílómetra hæð. Nokkuð rofaði til yfir gosstöðvunum í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur býst við að draga taki úr gosinu á næstu dögum. Innlent 17.4.2010 19:08
Ræddu um erlenda fjölmiðlaumfjöllun um eldgosið Samráðshópur stjórnvalda og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu hittist í dag í utanríkisráðuneytinu til að ræða samstarf og aðgerðir til að bregðast við erlendri fjölmiðlaumfjöllun um Ísland vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Markmið hópsins er að tryggja að frá Íslandi fari áfram réttar og yfirvegaðar upplýsingar um stöðu mála, að fram kemur í sameiginlegri fréttatilkynningu frá iðnaðar- og utanríkisráðuneytinu. Innlent 17.4.2010 17:47
Allt Evrópuflug Icelandair fellur niður á morgun Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til Evrópuborga, þ.e. London, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Osló, Amsterdam, Frankfurt og Parísar á morgun, 18. apríl, verði fellt niður, líkt og raunin var um flugið til Evrópu í dag. Öskufallið frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur lokað fyrir alla flugumferð í norðan- og vestanverðri Evrópu. Innlent 17.4.2010 17:30
„Ég hef ekki séð það svartara“ „Það er stafalogn og óloft sem hefur leitað inn í húsin til okkar," segir Sigurgeir L. Ingólfsson á bænum Hlíð undir Eyjafjöllum. Þar hefur líkt og víða annars staðar verið mikið öskufall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Ég hef ekki séð það svartara. Hér er mun meira myrkur en nokkurn tíma verður á venjulegri vetrarnóttu," segir Sigurgeir. Innlent 17.4.2010 17:01
Fjölmargir björgunarsveitarmenn að störfum Á svæðinu í grennd við Eyjafjallajökul eru meira en 160 björgunarsveitarmenn að störfum frá 12 björgunarsveitum, samkvæmt upplýsingum frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Meðal verkefna þeirra hefur meðal annars verið að til að athuga með fólk á bæjum. Innlent 17.4.2010 15:48
Útlendingar vilja komast úr landi með leiguflugi Undanfarna daga hefur mikil eftirspurn verið eftir flugi frá Íslandi með leiguflugi, að sögn Sigurðar Bjarna Jónssonar, stjórnarformanns Mýflugs. Um er að ræða útlendinga sem eru fastir hér á landi og vilja komast til meginlands Evrópu. Mýflug íhugar að fljúga til norðurhluta Noregs. Innlent 17.4.2010 15:21
Aflýsa flugi fram yfir helgi Flugfélagið British Airways hefur aflýst öllu flugi frá London að minnsta kosti fram á mánudag. Um er að ræða áætlað flug frá Heathrow og Gatwic, að fram kemur á vef Sky-fréttastofunnar. Vonast er til þess að hægt verði að fljúga eitthvað innanlands í Skotlandi og á Írlandi seinnipartinn í dag. Erlent 17.4.2010 14:36
Þjóðvegi 1 lokað við Hvolsvöll Almannavarnir ítreka að Eyjafjallajökull og hlíðar hans utan jökuls eru bannsvæði. Vindátt þurfi lítið að breytast til að öskufall verði þar. Í öskufalli svo nálægt eldstöðinni og í hæð jökulsins sé, auk mikilla áhrifa af öskunni sjálfri, mikil hætta af eldingum. Almannavarnir vara sterklega við öllum ferðum á Mýrdalsjökul. Jafnframt er enn er í gildi bannsvæði um 1 km. í kringum eldri eldstöðina á Fimmvörðuhálsi. Öll umferð á þessu svæði er bönnuð bæði gangandi og akandi ferðamönnum. Innlent 17.4.2010 12:06
Red Cross mass care centres in Heimaland, Vík and in Kirkjubæjarklaustur open Red Cross mass care centres in Heimaland, Vík and in Kirkjubæjarklaustur have been opened for those residents in the areas affected by the ash fall and who wish to temporarily evacuate their homes. The local emergency centre does not consider it necessary to order an evacuation of the area in response to the ash fall at this moment in time, but feels that these services may be useful to some families. Innlent 17.4.2010 11:24
Eldingar yfir Eyjafjallajökli - myndir Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var staddur í grennd við Eyjafjallajökul í gærkvöldi og í nótt og fylgist með sjónarspilinu þar. Í meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá stórkostlegar myndir af eldingum í gosmökkinum. Innlent 17.4.2010 11:14
Opna fjöldahjálparstöðvar Mikill öskumökkur er til suðurs yfir byggð undir Eyjafjöllum frá Sauðhúsvöllum austur fyrir Skóga og eins á söndunum þar fyrir austan. Eldingar eru í mekkinum, að fram kemur frá yfirvöldum. Innlent 17.4.2010 11:06
Mikið öskufall frá Núpi og að Vík í Mýrdal Mikið öskufall er frá Núpi undir Eyjafjöllum og að Vík. Líkur eru á að öskufall færist vestar og nái hugsanlega til Vestmannaeyja. Innlent 17.4.2010 09:28