Erlent

Eyjafjallajökull lagði sænskt flugfélag

Óli Tynes skrifar
Flyglinjen notaði Jetstream 41 flugvélar.
Flyglinjen notaði Jetstream 41 flugvélar.

Eyjafjallajökull hefur nú lagt fyrsta flugfélagið að velli. Það er lítið sænskt flugfélag Flyglinjen sem stofnað var í febrúar.

Flugfélagið átti heimahöfn í Jönköping og flaug þaðan til Kaupmannahafnar og Stokkhólms.

Félagið notaði þrjátíu farþega skrúfuþotur sem voru leigðar frá Bretlandi. Þaðan komu einnig áhafnirnar.

Félagið var þó þegar byrjað að þjálfa eigin flugmenn og var að leita eftir flugvélum til að kaupa.

Á heimsíðu þess í dag er sagt frá því að félagið hafi orðið fyrir svo þungum búsifjum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli að því sé nauðugur einn kostur að hætta flugrekstri.

Tekið er þó fram að verið sé að leita að nýjum fjárfestum til þess að geta haldið áfram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×