Innlent

Kanna skilyrði eftir hádegi

Mynd/Rósa
Mynd/Rósa
Ekkert innanlandsflug hefur verið í morgun vegna eldfjallaösku í lofti, en Flugfélag Íslands og Ernir ætla að kanna skilyrði eftir hádegi. Flugi Icelandair og Iceland Express frá landinu var flýtt un nokkrar klukkustundir í morgun, en loftrými yfir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllum eru lokuð.

Vélar að utan munu því að óbreyttu lenda á Akureyrarflugelli í dag, en óljóst verður um flug þangað undir kvöldið. Ný öskuspá er væntanleg nú í hádeginu. Tengiflug Icelandair verður áfram um Glasgow, en þar myndast jafnan miklar biðraðir við innritun og starfsmenn á flughlöðum anna illa auknu álaglinu af þeim umsvifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×