EM 2016 í Frakklandi

Fréttamynd

Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Strákarnir mættu snemma til Kasakstan

Strákarnir okkar mættu til Astana í gær eftir flug frá Frankfurt og æfðu á aðalvellinum. „Allt leit vel út og leikmenn í góðu standi þrátt fyrir langt og strangt flug og lítinn svefn,“ sagði Þorgrímur Þráinsson, meðlimur í landsliðsnefnd KSÍ, á Facebook í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

5.221 kílómetri fyrir þrjú stig

Íslenska landsliðið hélt í gær í sitt lengsta ferðalag fyrir mótsleik þegar liðið hélt til Astana þar sem það mætir Kasökum í undankeppni EM 2016 á laugardag. Gamla "metið“ var orðið rúmlega sextán ára gamalt.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsta tap Verona í fimm leikjum

Emil Hallfreðsson lék allan leikinn þegar Verona beið lægri hlut fyrir Lazio á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 2-0, Lazio í vil.

Fótbolti