Fótbolti

Strákarnir mættu snemma til Kasakstan

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mættir Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson á æfingunni í Astana í gær.
Mættir Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson á æfingunni í Astana í gær. Mynd/KSí
Strákarnir okkar mættu til Astana í gær eftir flug frá Frankfurt og æfðu á aðalvellinum. „Allt leit vel út og leikmenn í góðu standi þrátt fyrir langt og strangt flug og lítinn svefn,“ sagði Þorgrímur Þráinsson, meðlimur í landsliðsnefnd KSÍ, á Facebook í gær.

Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var í viðtali við heimasíðu knattspyrnusambandsins eftir æfinguna í gær og hann fagnar því að vera mættur svona snemma til Astana.

„Það var tilgangurinn með þessu að geta aðlagast aðstæðum og tímamun og gera okkur klára fyrir leikinn gegn Kasakstan,“ segir Heimir.

Ísland er meira en 100 sætum fyrir ofan Kasakstan á heimslistanum og í betri stöðu í riðlinum. Markmiðið er skýrt: Sigur er það eina sem kemur til greina og fólk má leyfa sér að búast við sigri.

„Við erum komnir hingað til að vinna þennan leik. Auðvitað eiga menn að vænta þess að við vinnum hann. Það er þó enginn að segja að þetta verði auðveldur leikur,“ segir Heimir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×