Íslenski boltinn

Ísland upp um tvö sæti á heimslistanum | Þjóðverjar enn á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir hækka um tvö sæti á heimslistanum.
Íslensku strákarnir hækka um tvö sæti á heimslistanum. vísir/valli
Ísland hækkar um tvö sæti á styrkleikalista FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Íslenska liðið er nú í 35. sæti listans með 776 stig. Pólland er tveimur stigum á undan Íslandi í 34. sæti en Pólverjarnir hækka sig um sex sæti á listanum.

Sé litið á liðin sem eru með Íslandi í riðli í undankeppni EM 2016 eru Hollendingar í 5. sæti, Tékkar í því 16., Tyrkir sitja í 56. sæti, Lettar eru í 95. sæti og Kasakar verma 138. sæti listans.

Staða efstu níu liðanna er óbreytt. Heimsmeistarar Þjóðverja verma efsta sætið en þar á eftir koma Argentína, Kólumbía, Belgía og Holland.

Ítalía hækkar sig um tvö sæti og kemur aftur inn á topp tíu á listanum en Spánverjar lækka um eitt sæti og eru komnir niður í 11. sæti listans.

Englendingar lækka um tvö sæti og eru í 17. sæti. Nágrannar þeirra, Norður-Írar, eru meðal hástökkvara listans og fara úr 51. sæti og í það 43.

Næsta verkefni íslenska landsliðsins er leikur gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016, 28. þessa mánaðar. Þremur dögum síðar mætir Ísland Eistlandi í vináttulandsleik.

Efstu sæti listans eru þannig skipuð:

1. Þýskaland

2. Argentína

3. Kólumbía

4. Belgía

5. Holland

6. Brasilía

7. Portúgal

8. Frakkland

9. Úrúgvæ

10. Ítalía

11. Spánn

12. Sviss

13. Kosta Ríka

14. Rúmenía

15. Chile

30. Bosnía

31. Úkraína

32. Bandaríkin

33. Rússland

34. Pólland

35. Ísland

36. Senegal

37. Wales

38. Grænhöfðaeyjar

39. Skotland

40. Serbía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×