Enski boltinn

Hogdson sakar ljósmyndara um njósnir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, á æfingunni í gær.
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, á æfingunni í gær. Vísir/Getty
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, er allt annað en ánægður með ljósmyndara sem náði mynd af pappírssnifsi með mögulegu byrjunarliði Englands gegn Litháen í undankeppni EM 2016 á föstudag.

Ljósmyndari náði umræddri mynd en þar sást möguleg uppstilling Hodgson á föstudag. Harry Kane, leikmaður Tottenham, var þar stillt upp í fremstu víglínu ásamt fyrirliðanum Wayne Rooney.

Andros Townsend, Ross Barkley, Ryan Mason og Theo Walcott voru á miðjunni í uppstillingu Hodgson og þeir Phil Jones og Chris Smalling miðverðir.

Hodgson leit á þetta sem njósnir jafnvel þótt að ljósmyndarinn hafi ekki verið í leyfisleysi á æfingunni.

„Það er hættulegt að gera ráð fyrir þessu [að Kane byrji],“ sagði Hodgson við enska fjölmiðla. „Það er hættulegt að njósna um þessa hluti á æfingu. Staðreyndin er sú að þetta er pappír sem við tökum með okkur á æfingu til að stilla upp liði.“

Hodgson segir það ekki sanngjarnt að hann þurfi að leggja það á sig að muna svona hluti til að forðast „njósnir“ eins og þessar.

„Ef þetta er það sem fólk vill lesa úr þessum njósnum þá er það undir þeim sjálfum komið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×