Fótbolti

Eiður Smári í hópnum á móti Kasakstan | Sölvi og Elmar meiddir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður Smári er kominn aftur.
Eiður Smári er kominn aftur. vísir/getty
Landsliðsþjálfararnir í fótbolta, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, tilkynntu í dag hópinn sem mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars og Eistum í vináttuleik.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni snýr Eiður Smári Guðjohnsen aftur í landsliðið eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hann spilaði síðast á móti Króatíu í HM-umspilinu í nóvember 2013.

Sölvi Geir Ottesen er meiddur líkt og Theodór Elmar Bjarnason sem hefur byrjað alla leikina í hægri bakverði til þessa í undankeppninni.

Ekkert pláss er fyrir Ólaf Inga Skúlason og Helga Val Daníelsson í hópnum, en Guðlaugur Victor Pálsson fer með til Astana.

Hópurinn:

Markverðir:

Hannes Þór Halldórsson, Sandnes Ulf

Ögmundur Kristinsson, Randers

Ingvar Jónsson, Start

Varnarmenn:

Ragnar Sigurðsson, Krasnodar

Haukur Heiðar Hauksson, AIK

Jón Guðni Fjóluson, Sundsvall

Hörður Björgvin Magnússon, Cesena

Kári Árnason, Rotherham

Hallgrímur Jónasson, OB

Ari Freyr Skúlason, OB

Birkir Már Sævarsson, Hammarby

Miðjumenn:

Eiður Smári Guðjohnsen, Bolton

Aron Einar Gunnarsson, Cardiff

Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea

Emil Hallfreðsson, Hellas Verona

Birkir Bjarnason, Pescara

Jóhann Berg Guðmundsson, Charlton

Rúrik Gíslason, FCK

Guðlaugur Victor Pálsson, Helsingborg

Framherjar:

Alfreð Finnbogason, Real Sociedad

Viðar Örn Kjartansson, Jiangsu Guoxin-Sainty

Jón Daði Böðvarsson, Viking

Kolbeinn Sigþórsson, Ajax




Fleiri fréttir

Sjá meira


×