Úkraína

Fréttamynd

Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut

Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri.

Erlent
Fréttamynd

Ræðir vopn og nánara sam­starf við þýska leið­toga

Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær.

Erlent
Fréttamynd

Selenskíj til fundar við páfa

Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin.

Erlent
Fréttamynd

Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu

Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Enginn friður án kvenna, ekkert kven­frelsi án fjöl­breytni

Árið 2000 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar ályktun nr. 1325 sem viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags kvenna til friðar. Í ályktuninni er lögð áhersla á aðkomu kvenna að öllum ákvarðanatökum til að koma á friði.

Skoðun
Fréttamynd

Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Sel­ensk­í seg­ir Úkra­ín­u­menn þurf­a meir­i tíma

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri.

Erlent
Fréttamynd

Verður reisn yfir stuðningi gestgjafans?

Ísland verður í gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í mánuðinum. Þar verður aðalumræðuefnið samstaða lýðræðisríkja í Evrópu um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu við einræðisstjórnina í Moskvu.

Skoðun
Fréttamynd

Hótar að draga Wagner-liða frá Bak­hmút

Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn.

Erlent
Fréttamynd

Pútín sé rétt­dræpur vegna glæpa sinna

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur enga trú á því að hægt verði að draga Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, fyrir dóm fyrir glæpi sína. Segir hann Úkraínumenn í fullum rétti að ráða hann af dögum.

Innlent
Fréttamynd

„En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að kynna aukið framlag til Úkraínu fyrir leiðtogafundinn

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aukning á framlagi Íslands til Úkraínu verði kynnt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins, sem fram fer hér á landi seinna í mánuðinum. Hún segir að það framlag sem þegar hafi verið kynnt á þessu ári, sé til jafns á við allt framlag Íslands á síðasta ári en bætt verði frekar í.

Innlent
Fréttamynd

„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“

Volodomír Selenskí Úkraínu­for­seti segir á­sakanir rúss­neskra stjórn­valda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir bana­til­ræði gegn Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast.

Erlent
Fréttamynd

Norður­löndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi

Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum.

Erlent