Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2023 14:13 Joe Biden sagðist hafa rætt við marga af bandamönnum Bandaríkjanna, áður en hann tók þá ákvörðun að senda Úkraínumönnum klasasprengjur. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. Forsetinn sagði að Úkraínumenn þyrftu á skotfærum að halda og að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, þar til framleiðsla sprengikúla fyrir stórskotalið hefði verið aukin. Klasasprengjunum sem um ræðir er skotið með stórskotaliðsvopnum en þær opnast í loftinu og dreifa minni sprengjum, á stærð við hefðbundnar handsprengjur, yfir stórt svæði. Þær voru hannaðar á tímum Kalda stríðsins til að granda fylkingum skrið- og bryndreka og fylkingum fótgönguliða. Hér að neðan má sjá gamalt myndband sem sýnir glögglega hvernig klasasprengjur virka. Hafa ítrekað varpað sprengjum á borgara Sprengjurnar eru mjög umdeildar vegna þess að hluti hinna smærri sprengja springur iðulega ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar en þeim hefur ítrekað verið beitt við innrás Rússa í Úkraínu, af báðum fylkingum. Rússar eru þó taldir hafa notað mun meira af slíkum skotfærum í Úkraínu og hafa ítrekað skotið þeim á byggð ból. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sögðu í skýrslu sem birt var í maí að hundruð óbreyttra borgara hefðu fallið í klasasprengjuárásum Rússa. Í einni slíkri árás dóu minnst 58 og rúmlega hundrað særðust þegar Rússar vörpuðu klasasprengjum úr stýriflaug á lestarstöð í Kramatorsk. Samtökin segja einnig að Úkraínumenn hafi varpað klasasprengjum á byggðir eins og Izium og að óbreyttir borgarar hefðu fallið í þeim árásum. Klasasprengjur eru bannaðar víða um heim vegna þess langavarandi skaða sem sprengjur sem springa ekki geta valdið.AP/Mohammed Zaatari Reyna að takmarka áhrifin Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bidens, ítrekaði í gær að Úkraínumenn hefðu beðið um klasasprengjur. Þeir ætluðu að beita þeim í eigin landi við varnir þerra gegn Rússum. Þá ætluðu Úkraínumenn að reyna að takmarka þau áhrif sem sprengjurnar gætu haft á óbreytta borgara. Sullivan sagði Bandaríkjamenn meðvitaða um að óbreyttum borgurum gæti stafað ógn af klasasprengjum. Þess vegna hefðu þeir ekki orðið við beiðnum Úkraínumanna fyrr en nú. Hann sagði borgurum þó einnig stafa ógn af Rússum, ef þeir myndu ná að leggja undir sig meira landsvæði í Úkraínu. Bandaríkjamenn segjast ætla að senda Úkraínumönnum klasasprengjur sem eru mjög skilvirkar, þar sem áætlað er að minna en 2,35 prósent af smærri sprengjunum springi ekki. Allt að fjörutíu prósent klasasprengja Rússa springa ekki við lendingu, samkvæmt yfirvöldum í Bandaríkjunum. Ekki liggur fyrir hve mikið af skotfærum Bandaríkjamenn ætla að senda til Úkraínu en hundruð þúsunda þeirra eru í vopnabúrum herafla Bandaríkjanna. Auk þess að þurfa að eiga við ósprungnar klasasprengjur í framtíðinni, þá þurfa Úkraínumenn einnig að eiga við gífurlegan fjölda jarðsprengja sem lagðar hafa verið á þeim fimm hundruð dögum sem innrás Rússa hefur staðið yfir. Sérstaklega mörgum jarðsprengjum hefur verið dreift um suðurhluta landsins, þar sem Úkraínumenn reyna nú að sækja fram gegn Rússum. Bandaríkin Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19 Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Forsetinn sagði að Úkraínumenn þyrftu á skotfærum að halda og að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, þar til framleiðsla sprengikúla fyrir stórskotalið hefði verið aukin. Klasasprengjunum sem um ræðir er skotið með stórskotaliðsvopnum en þær opnast í loftinu og dreifa minni sprengjum, á stærð við hefðbundnar handsprengjur, yfir stórt svæði. Þær voru hannaðar á tímum Kalda stríðsins til að granda fylkingum skrið- og bryndreka og fylkingum fótgönguliða. Hér að neðan má sjá gamalt myndband sem sýnir glögglega hvernig klasasprengjur virka. Hafa ítrekað varpað sprengjum á borgara Sprengjurnar eru mjög umdeildar vegna þess að hluti hinna smærri sprengja springur iðulega ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar en þeim hefur ítrekað verið beitt við innrás Rússa í Úkraínu, af báðum fylkingum. Rússar eru þó taldir hafa notað mun meira af slíkum skotfærum í Úkraínu og hafa ítrekað skotið þeim á byggð ból. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sögðu í skýrslu sem birt var í maí að hundruð óbreyttra borgara hefðu fallið í klasasprengjuárásum Rússa. Í einni slíkri árás dóu minnst 58 og rúmlega hundrað særðust þegar Rússar vörpuðu klasasprengjum úr stýriflaug á lestarstöð í Kramatorsk. Samtökin segja einnig að Úkraínumenn hafi varpað klasasprengjum á byggðir eins og Izium og að óbreyttir borgarar hefðu fallið í þeim árásum. Klasasprengjur eru bannaðar víða um heim vegna þess langavarandi skaða sem sprengjur sem springa ekki geta valdið.AP/Mohammed Zaatari Reyna að takmarka áhrifin Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bidens, ítrekaði í gær að Úkraínumenn hefðu beðið um klasasprengjur. Þeir ætluðu að beita þeim í eigin landi við varnir þerra gegn Rússum. Þá ætluðu Úkraínumenn að reyna að takmarka þau áhrif sem sprengjurnar gætu haft á óbreytta borgara. Sullivan sagði Bandaríkjamenn meðvitaða um að óbreyttum borgurum gæti stafað ógn af klasasprengjum. Þess vegna hefðu þeir ekki orðið við beiðnum Úkraínumanna fyrr en nú. Hann sagði borgurum þó einnig stafa ógn af Rússum, ef þeir myndu ná að leggja undir sig meira landsvæði í Úkraínu. Bandaríkjamenn segjast ætla að senda Úkraínumönnum klasasprengjur sem eru mjög skilvirkar, þar sem áætlað er að minna en 2,35 prósent af smærri sprengjunum springi ekki. Allt að fjörutíu prósent klasasprengja Rússa springa ekki við lendingu, samkvæmt yfirvöldum í Bandaríkjunum. Ekki liggur fyrir hve mikið af skotfærum Bandaríkjamenn ætla að senda til Úkraínu en hundruð þúsunda þeirra eru í vopnabúrum herafla Bandaríkjanna. Auk þess að þurfa að eiga við ósprungnar klasasprengjur í framtíðinni, þá þurfa Úkraínumenn einnig að eiga við gífurlegan fjölda jarðsprengja sem lagðar hafa verið á þeim fimm hundruð dögum sem innrás Rússa hefur staðið yfir. Sérstaklega mörgum jarðsprengjum hefur verið dreift um suðurhluta landsins, þar sem Úkraínumenn reyna nú að sækja fram gegn Rússum.
Bandaríkin Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19 Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45
Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19
Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21