Erlent

Banda­ríkja­menn í­huga að senda klasa­sprengjur en Ung­verjar taka í bremsuna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bandaríkjamenn íhuga að senda fleiri vopn á sama tíma og Orban segir nei við meiri fjárútlátum.
Bandaríkjamenn íhuga að senda fleiri vopn á sama tíma og Orban segir nei við meiri fjárútlátum.

Bandaríkjamenn eru nú sagðir íhuga alvarlega að senda Úkraínumönnum klasasprengjur, til notkunar í gagnsókn þeirra gegn Rússum. Frá þessu greina miðlar vestanhafs.

Samkvæmt Politico höfðu stjórnvöld í Bandaríkjunum verulegar efasemdir um það í fyrra að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, aðallega af mannúðarástæðum en einnig þar sem ástandið var metið sem svo að sprengjurnar myndu ekki gagnast þeim á þeim tímapunkti.

CNN hefur greint frá því að ákvörðunar frá Hvíta húsinu sé að vænta og NBC talar um júlí í þessu samhengi.

Á sama tíma og Bandaríkjamenn velta því fyrir sér að auka stuðning sinn við Úkraínu hafa stjórnvöld í Ungverjalandi hafnað fyrirætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um frekari fjárstuðning.

„Eitt er skýrt; við Ungverjar munum leggja til meiri fjármuni til Úkraínumanna fyrr en þeir hafa gert grein fyrir því hvernig þeim 70 milljörðum evra var varið sem þeir hafa þegar fengið,“ sagði forsætisráðherrann Viktor Orbán í útvarpsviðtali í morgun.

Andmæli Ungverja tengjast einnig fjárframlögum sem Ungverjar eiga rétt á en hafa ekki fengið þar sem þeir þykja ekki hafa gengið nógu langt í ýmsum úrbótum, meðal annars á dómskerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×