Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Óðinn kastaði kúlunni 19,75 metra í gær

Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari úr FH kastaði í gærkvöldi kúlunni 19,75 metra í gærkvöldi sem er einungis 25 cm frá Ólympíulágmarki en Óðinn var að kasta kúlunni innanhúss í Kaplakrika. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.

Sport
Fréttamynd

Að vera samferða sjálfum sér

Fyrir nokkrum vikum bætti ég Íslandsmetið mitt í fimmtarþraut. Í kjölfarið átti ég samtal við eina bestu vinkonu mína sem vakti mig til umhugsunar og gaf mér innblástur í þennan pistil.

Sport
Fréttamynd

Tek með mér alla skó

Helga Margrét Þorsteinsdóttir er á leiðinni í 3 vikna æfingabúðir til Ástralíu. Innanhússtímabilið gekk vel og Helga horfir nú til þess að ná lágmarkinu inn á ÓL í London í sumar. Þessa dagana er það þó "hamurinn“ sem ræður ferðinni.

Sport
Fréttamynd

Helga Margrét stórbætti árangur sinn í kúluvarpi

Helga Margrét Þorsteinsdótti, sjöþrautarkonan úr Ármanni, bætti sig töluvert í kúluvarpi um helgina á alþjóðlegu móti, World Indoor Throwing, sem fram fór í Växjö í Svíþjóð um helgina. Helga kastaði 15.33 metra en besti árangur hennar í greininni var 15.01 metrar. Helga setti jafnframt Íslandsmet í flokki ungkvenna, 20-22 ára.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhild Eir nokkuð frá sínu besta

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð í fimmta sæti í sínum riðli í 60 metra hlaupi á HM í Istanbul í morgun. Hrafnhild hljóp á 7,97 sekúndum. Besti tími hennar er 7,69 sekúndur.

Sport
Fréttamynd

Dobrynska setti heimsmet í fimmtarþraut kvenna | Fyrst yfir 5000 stig

Úkraínska fimmtarþrautarkonan Natallia Dobrynska tryggði sér Heimsmeistaratitilinn í fimmtarþraut í kvöld á Heimsmeistaramóti innanhúss sem stendur nú yfir í Istanbul í Tyrklandi. Dobrynska setti nýtt heimsmet með því að ná í 5013 stig en hún háði harða keppni við breska heimsmeistarann Jessicu Ennis.

Sport
Fréttamynd

Hélt að það væri þjófstart og hætti að hlaupa

Bandaríski spretthlauparinn Kristi Castlin átti besta tíma ársins í 60 metra grindarhlaupi en fær þó ekki tækifæri til að vinna gull á Heimsmeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Istanbul í Tyrklandi.

Sport
Fréttamynd

Trausti úr leik á HM í frjálsum í Istanbúl

Trausti Stefánsson er úr leik á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi. Trausti, sem keppir fyrir FH, varð fjórði í sínum riðli á tímanum 48,86 sek. Íslandsmet hans er 48,23 sek, sem er frá því í lok janúar á þessu ári.

Sport
Fréttamynd

Usain Bolt æfir af krafti fyrir ÓL í London | 9,4 sek er markmiðið

Usain Bolt, heimsmethafi í 100 og 200 metra spretthlaupum undirbýr sig af krafti fyrir titilvörnina í báðum greinunum fyrir Ólympíuleikana í London á þessu ári. Bolt hefur að undanförnu dvalið í borginni Kingston í heimalandinu Jamaíku við æfingar. Í viðtali við breska dagblaðið The Daily Mail segir Bolt að hann ætli sér að bæta sig verulega á ÓL í London.

Sport
Fréttamynd

Trausti og Hrafnhild fulltrúar Íslands á HM

Hlaupararnir Trausti Stefánsson og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir munu keppa fyrir Íslands hönd á HM innanhúss í frjálsíþróttum sem fer fram í Istanbúl í Tyrklandi dagana 9.-11. mars næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Annað met á dagskránni hjá Helgu Margréti

Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteins-dóttir tekur þátt í fimmtarþraut í Hollandi um næstu helgi þar sem hún mun reyna að bæta Íslandsmet sitt sem hún setti í Eistlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Þetta verður seinni þraut Helgu á innanhússtímabilinu en árangurinn í Tallinn (4298 stig) skilaði henni sextánda sætinu á heimslistanum.

Sport
Fréttamynd

Aníta vann besta afrekið á Meistaramótinu

Aníta Hinriksdóttir, sextán ára hlaupari úr ÍR, náði besta árangri allra keppenda á Meistaramóti Íslands um helgina þegar hún fagnaði sigri í 800 m hlaupi. Kom hún í mark á 2:07,86 mínútum og hafði mikla yfirburði í greininni.

Sport
Fréttamynd

Fimmta gullið hjá Hafdísi

Hafdís Sigurðardóttir átti ótrúlega helgi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum en hún vann allar þær fimm greinar sem hún tók þátt í.

Sport
Fréttamynd

Hafdís: Ég er í skýjunum | Frábær afmælisdagur

"Afmælisdagurinn í fyrra var líka mjög góður. Þá var ég að keppa í Svíþjóð og bætti mig í 60 metra hlaupinu. Svo hittir þetta aftur á afmæli og var alveg frábært,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir úr UFA eftir að hafa tryggt sér sinn fjórða Íslandsmeistaratitil á Meistaramóti Íslands.

Sport
Fréttamynd

Kristinn náði ekki lágmarkinu

Kristinn Torfason, FH, bar sigur úr býtum í langstökki karla á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í dag en náði þó ekki lágmarkinu fyrir HM innanhúss.

Sport
Fréttamynd

Hafdís með fjórða gullið

Hafdís Sigurðardóttir, UFA, hefur unnið sín fjórðu gullverðlaun á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Hún kom fyrst í mark í 200 m hlaupi kvenna.

Sport
Fréttamynd

Hafdís vann þrjú gull og með besta afrekið

Meistarmót FRÍ fer fram nú um helgina í Laugardalshöllinni og er seinni keppnisdagur þegar hafinn. Í gær náði Hafdís Sigurðardóttir, UFA, besta árangri dagsins þegar hún sigraði í 400 m hlaupi kvenna.

Sport
Fréttamynd

Hefði vanalega tekið dramakast

Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir byrjaði árið frábærlega með því að bæta Íslandsmet sitt um 93 stig í fyrstu fimmtarþraut sinni á innanhússkeppnistímabilinu þegar hún endaði í 2. sæti á móti í Tallinn í Eistlandi um helgina.

Sport
Fréttamynd

Helga Margrét með besta árangurinn á Norðurlöndum í ár

Helga Margrét Þorsteinsdóttir sjöþrautarkona úr Ármanni setti í dag nýtt og glæsilegt Íslandsmet í fimmtarþraut þegar hún fékk 4298 stig á alþjóðlegu móti í Tallinn í Eistlandi. Helga Margrét bætti sitt eigið Íslandsmet um 93 strig.

Sport
Fréttamynd

Helga Margrét byrjaði ekki nógu vel

Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta í fyrstu grein í fyrstu fimmtarþraut sinni á þessu innanhússkeppnistímabili. Helga Margrét er að keppa EAA Permit móti í Tallinn í Eistlandi.

Sport
Fréttamynd

Agne Bergvall verður með Helgu Margréti í Tallinn

Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir flaug í gær til Tallinn í Eistlandi þar sem hún mun á laugardaginn keppa í sinni fyrstu fimmtarþraut innanhúss á þessu keppnistímabili. Mótið er svokallað EAA Permit mót sem er á vegum Frjálsíþróttasambands Evrópu.

Sport