Sport

Einar Daði í þriðja sæti eftir fyrri dag í Kladno

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Daði Lárusson og þjálfari hans Þráinn Hafsteinsson.
Einar Daði Lárusson og þjálfari hans Þráinn Hafsteinsson. Mynd/irsida.is
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er að standa sig vel á geysisterku alþjóðlegu tugþrautarmóti í Kladnó í Tékklandi. Hann fékk 4130 stig fyrir fyrstu fimm greinarnar sem er 143 stigum meira en í þraut hans á Ítalíu fyrr í vor. Einar Daði er í 3. sæti eftir fyrri daginn. Dmitriy Karpov frá Kazastan leiðir með 4248 stig en í öðru sæti er Adam Sebastian Helcelet með 4159 stig.

Fyrir mánuði síðan náði Einar Daði þeim frábæra árangri að ná þriðja sæti á stigamóti á Ítalíu en mótið í Tékklandi er þó mun sterkara með 26 keppendur og átti Einar Daði 19. besta árangur þeirra.

Einar Daði fékk flest stig fyrir langstökkið en hann náði í 898 sitg með því að stökkva 7,35 metra. Hann er með betri árangur í öllum greinunum dagsins miðað við það sem hann gerði á Ítalíu.

Einar Daða náði 13. sæti á þessu sama móti í fyrra en þá keppti hann í sinni fyrstu tugþraut í karlaflokki. Markmið Einars um helgina var að bæta sinn besta árangur í þrautinni og ná tíunda sæti í keppninni. Hann er á góðri leið með það.

Árangur Einars Daða á fyrri degi:

100 metra hlaup

Í Kladno - 11,23 sek 810 stig

Á Ítalíu - 11.24 sek 808 stig

Langstökk

Í Kladno - 7,35 metrar 898 stig

Á Ítalíu - 7,16 metrar 852 stig

Kúluvarp

Í Kladno - 13,99 metrar 728 stig

Á Ítalíu - 13.50 metrar 698 stig

Hástökk

Í Kladno - 2,04 metrar 840 stig

Á Ítalíu - 1,98 metrar 785 stig

400 metra hlaup

Í Kladno - 49,16 sekúndur 854 stig

Á Ítalíu - 49,55 sekúndur 835 stig

Samtals eftir fyrri dag

Í Kladno - 4130 stig

Á Ítalíu - 3978 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×