Sport

Óðinn Björn sjötti í Osló

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Óðinn Björn Þorsteinsson hafnaði í sjötta sæti í kúluvarpi á demantamóti í Osló sem fer þar fram í dag. Hann kastaði lengst 18,66 m.

Óðinn gerði gilt í fjórum köstum af sex og er árangurinn nokkuð frá hans besta. Hann á lengst 20,22 m en það kast dugði til að tryggja honum þátttökurétt á Ólympíuleikunum í sumar.

Tomasz Majewski, gullverðlaunahafi á ÓL í Peking, bar sigur úr býtum á mótinu í dag með kasti upp á 21,36 m. Dylan Armstrong frá Kanada varð annar með 20,82 m og Þjóðverjinn David Storl, núverandi heimsmeistari, þriðji með 20,69 m.

Þetta var í fyrsta sinn sem Óðinn Björn fær boð um að keppa á demantamóti en það fór fram á hinum sögufræga Bislett-leikvangi í Osló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×