Sport

Helga Margrét náði ekki ÓL lágmarkinu í Noregi

Helga Margrét Þorsteinsdóttir er í kapphlaupi við tímann að komast á ÓL í London 2012.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir er í kapphlaupi við tímann að komast á ÓL í London 2012. Vilhelm
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, var töluvert frá sínum besta árangri á Norðurlandamóti unglinga í sjöþraut sem fram fór um helgina í Sandnes í Noregi. Helga Margrét er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í London en hún á enn langt í land miðað við árangur hennar um helgina.

Helga Margrét fékk 5.645 stig og endaði hún í þriðja sæti á eftir tveimur sænskum keppendum. Sofia Linde varð önnur með 5.724 stig og Norðurlandameistari í U23 ára flokknum varð Nadja Casadei frá Svíþjóð með 5.783 stig. Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH varð fjórða í þessum aldursflokki með 5.290 stig.

Helga Margrét á best 5.878 stig frá því árið 2009. Lágmarkið inn á leikana er 5.950 stig en síðasti dagur til að ná lágmörkum fyrir leikana er 8. júlí. Ólympíuleikarnir hefjast þann 27. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×