Stefnir aftur á úrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2012 07:19 Ásdís Hjálmsdóttir. Mynd/AFP "Það má bara hætta að rigna og þá verð ég ánægð," sagði Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Ásdís er stödd í Helsinki í Finnlandi þar sem hún verður ein af fimm íslenskum keppendum á EM í frjálsum sem hefst á morgun. Ásdís komst í úrslitin fyrir tveimur árum og markmiðið í ár er að endurtaka leikinn. Tíunda sæti á EM er besti árangur sem hún hefur náð á stórmóti og eina skiptið sem hún hefur komist í úrslitin. "Í rauninni var þrettánda sætið á HM í fyrra betra en vonandi endurtek ég leikinn, kemst í úrslit og geri enn betur. Fyrsta markmiðið er þó að komast í úrslitin," segir Ásdís sem hefur tekið þátt í mótum beggja megin Atlantshafsins í sumar og er sátt við gang mála í undirbúningnum fyrir aðalmót ársins sem eru Ólympíuleikarnir í London.Á fleygiferð út um allt í sumar "Ég er búin að vera á fleygiferð út um allt í sumar," segir Ásdís sem æfði þó heima í tvær vikur fyrir EM. "Maður þarf að fara vel með sig en þetta tekur auðvitað á," segir Ásdís um flakkið en hún hefur keppt í Lettlandi, Brasilíu og Bandaríkjunum á síðasta mánuði. "Það skiptir miklu máli að komast út að keppa. Þó að það sé kaldhæðnislegt að segja það núna þá er yfirleitt ekki aðstaðan til að keppa mjög góð heima. Núna erum við komin hingað til Helsinki og það er kaldara en heima og auk þess rigning," segir Ásdís en hvernig hefur gengið í sumar? "Það gekk ekki alveg nógu vel í Brasilíu þar sem tækniatriði voru að stríða mér. Ég náði að laga það og er í rauninni á fínum stað miðað við Ólympíuleikana. Ég var ekki að stíla inn á það að toppa á þessum tíma og það var fínt að kasta yfir 58 metra á tveimur mótum í röð," segir Ásdís sem náði besta kasti sínu í ár þegar hún kastaði 58,72 metra á Demantamóti í New York.Orðin algjör reynslubolti Ásdís er að leiðinni á sitt sjötta stórmót og var líka með á EM í Gautaborg 2006 og EM í Barcelona 2010. "Ég er orðin algjör reynslubolti," segir Ásdís hlæjandi og bætti við: "Þetta snýst um að hafa hausinn í lagi og ná að kasta vel. Þetta eru bara þrjú köst og það þarf því allt að ganga upp," segir Ásdís en fyrir tveimur árum tryggði hún sér sæti í úrslitunum í þriðja og síðasta kastinu. "Ég var ekki að sætta mig við að komast ekki í úrslit síðast og þrjóskan skilaði sér í síðasta kastinu. Ég er bara bjartsýn á þetta og ef ég er að fara að kasta eins og ég er búin að vera að kasta á æfingum þá á þetta eftir að ganga vel," segir Ásdís. Hún viðurkennir það samt alveg að sumarið snúist aðallega um Ólympíuleikana í London.Fínn undirbúningur fyrir ÓL "Þetta er rosalega fínn undirbúningur fyrir mig því það er gott að vera búin að fara í gegnum þetta stórmótaferli einum og hálfum mánuði fyrir leikana. Það er mikilvægt. Það gaf mér líka rosalega mikið í fyrra að kasta vel á HM. Það yrði mjög gott fyrir sjálfstraustið að kasta vel hérna," segir Ásdís. Ásdís vill ekki gera of mikið úr áhyggjum sínum af rigningunni en það er ljóst að hún getur haft slæm áhrif. "Ég hef runnið og dottið á brautinni og það gerðist einmitt í upphituninni fyrir úrslitin á EM síðast. Þá flaug ég á hausinn af því að það var pollur á brautinni," segir Ásdís og bætir við: "Ég er ekkert að velta mér upp úr því hvernig veðrið verður. Ég ætla að hugsa um þau tækniatriði sem ég ætla að einbeita mér að og er að koma hingað til að kasta vel. Ef ég geri það þá kasta ég langt," sagði Ásdís að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Sjá meira
"Það má bara hætta að rigna og þá verð ég ánægð," sagði Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Ásdís er stödd í Helsinki í Finnlandi þar sem hún verður ein af fimm íslenskum keppendum á EM í frjálsum sem hefst á morgun. Ásdís komst í úrslitin fyrir tveimur árum og markmiðið í ár er að endurtaka leikinn. Tíunda sæti á EM er besti árangur sem hún hefur náð á stórmóti og eina skiptið sem hún hefur komist í úrslitin. "Í rauninni var þrettánda sætið á HM í fyrra betra en vonandi endurtek ég leikinn, kemst í úrslit og geri enn betur. Fyrsta markmiðið er þó að komast í úrslitin," segir Ásdís sem hefur tekið þátt í mótum beggja megin Atlantshafsins í sumar og er sátt við gang mála í undirbúningnum fyrir aðalmót ársins sem eru Ólympíuleikarnir í London.Á fleygiferð út um allt í sumar "Ég er búin að vera á fleygiferð út um allt í sumar," segir Ásdís sem æfði þó heima í tvær vikur fyrir EM. "Maður þarf að fara vel með sig en þetta tekur auðvitað á," segir Ásdís um flakkið en hún hefur keppt í Lettlandi, Brasilíu og Bandaríkjunum á síðasta mánuði. "Það skiptir miklu máli að komast út að keppa. Þó að það sé kaldhæðnislegt að segja það núna þá er yfirleitt ekki aðstaðan til að keppa mjög góð heima. Núna erum við komin hingað til Helsinki og það er kaldara en heima og auk þess rigning," segir Ásdís en hvernig hefur gengið í sumar? "Það gekk ekki alveg nógu vel í Brasilíu þar sem tækniatriði voru að stríða mér. Ég náði að laga það og er í rauninni á fínum stað miðað við Ólympíuleikana. Ég var ekki að stíla inn á það að toppa á þessum tíma og það var fínt að kasta yfir 58 metra á tveimur mótum í röð," segir Ásdís sem náði besta kasti sínu í ár þegar hún kastaði 58,72 metra á Demantamóti í New York.Orðin algjör reynslubolti Ásdís er að leiðinni á sitt sjötta stórmót og var líka með á EM í Gautaborg 2006 og EM í Barcelona 2010. "Ég er orðin algjör reynslubolti," segir Ásdís hlæjandi og bætti við: "Þetta snýst um að hafa hausinn í lagi og ná að kasta vel. Þetta eru bara þrjú köst og það þarf því allt að ganga upp," segir Ásdís en fyrir tveimur árum tryggði hún sér sæti í úrslitunum í þriðja og síðasta kastinu. "Ég var ekki að sætta mig við að komast ekki í úrslit síðast og þrjóskan skilaði sér í síðasta kastinu. Ég er bara bjartsýn á þetta og ef ég er að fara að kasta eins og ég er búin að vera að kasta á æfingum þá á þetta eftir að ganga vel," segir Ásdís. Hún viðurkennir það samt alveg að sumarið snúist aðallega um Ólympíuleikana í London.Fínn undirbúningur fyrir ÓL "Þetta er rosalega fínn undirbúningur fyrir mig því það er gott að vera búin að fara í gegnum þetta stórmótaferli einum og hálfum mánuði fyrir leikana. Það er mikilvægt. Það gaf mér líka rosalega mikið í fyrra að kasta vel á HM. Það yrði mjög gott fyrir sjálfstraustið að kasta vel hérna," segir Ásdís. Ásdís vill ekki gera of mikið úr áhyggjum sínum af rigningunni en það er ljóst að hún getur haft slæm áhrif. "Ég hef runnið og dottið á brautinni og það gerðist einmitt í upphituninni fyrir úrslitin á EM síðast. Þá flaug ég á hausinn af því að það var pollur á brautinni," segir Ásdís og bætir við: "Ég er ekkert að velta mér upp úr því hvernig veðrið verður. Ég ætla að hugsa um þau tækniatriði sem ég ætla að einbeita mér að og er að koma hingað til að kasta vel. Ef ég geri það þá kasta ég langt," sagði Ásdís að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Sjá meira