Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Boðið að gista í kofa Sander­son systra

Kvikmyndin Hocus Pocus 2 mun birtast á streymisveitunni Disney+ á morgun og í tilefni þess mun Airbnb bjóða tveimur heppnum að gista í kofa sem gert er eftir kofa Sanderson systra í kvikmyndinni. Kofinn er staðsettur í Salem í Massachusetts.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Khloé hafnaði bónorði Tristans

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum.

Lífið
Fréttamynd

Emily in Paris snýr aftur í desember

Tökum er lokið á þriðju seríunni af Emily in Paris og snýr þátturinn aftur á Netflix þann 21. desember. Leikkonan Lily Collins, sem leikur Emily, deildi myndum af tökustað og fögrum orðum um lífsreynsluna á Instagram miðli sínum í gær.

Lífið
Fréttamynd

Rússar snið­ganga Óskarinn

Rússar ætla ekki að senda inn til­nefningu til bestu er­lendu kvik­myndarinnar á Óskars­verð­launa­há­tíðinni sem fer fram í mars á næsta ári. For­maður rúss­nesku Óskar­stil­nefninga­nefndarinnar hefur sagt af sér vegna málsins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gervigreind tekur við af James Earl Jones

Maðurinn sem hefur ljáð Stjörnustríðsillmenninu Svarthöfða rödd sína í tugi ára mun ekki koma til með að tala inn á fleira efni sem inniheldur persónuna. Þess í stað mun gervigreind sjá til þess að Svarthöfði muni aldrei þurfa nýja rödd.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Herdís samdi tónlistina fyrir væntanlega stórmynd í Hollywood

„Þetta er eiginlega svona röð atvika sem að leiða mann á svona stað,“ segir tónskáldið Herdís Stefánsdóttir í viðtali við Bítið í morgun. Herdís sér um tónlistina í kvikmyndinni Knock at the Cabin sem er nýjasta mynd leikstjórans M. Night Shyamalan. Hann er meðal annars þekktur fyrir stórmyndina The Sixth Sense með Bruce Willis í aðalhlutverki.

Tónlist
Fréttamynd

HBO birtir fyrstu stiklu Last of Us

HBO birti í dag fyrstu stiklu þáttanna Last of Us. Þættirnir byggja á samnefndum tölvuleikjum og eru gerðir af Craig Mazin, sem skrifaði þættina Chernobyl. Þau Pedro Pascal og Bella Ramsey eru í aðalhlutverkum sem þau Joel og Ellie.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Svona tók fólk skjáskot í gamla daga

Vakin var athygli á einkar athyglisverðri senu úr hversdagslífi óbreytts Kópavogsbúa í Íslandi í dag á miðvikudag, þar sem Árni Jón Árnason sagði frá ávana sínum að taka myndir af sjónvarpi sínu með hefðbundinni stafrænni myndavél til að halda utan um sjónvarpsminningarnar. Sýnd var sena úr nýrri kvikmynd, Velkominn Árni, sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu.

Menning
Fréttamynd

Ted Lasso mætir í FIFA 23

FIFA áhugamenn munu sjá knattspyrnustjórann Ted Lasso úr samnefndum þáttum á vegum streymisveitu Apple, Apple+ í tölvuleiknum FIFA23.

Leikjavísir
Fréttamynd

Sýna gamanmynd með Will Ferrell í bílabíóinu í ár

Bílabíó RIFF verður haldið laugardaginn 24. september kl. 19, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Ergo. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á efra bílastæðaplani við verslunarmiðstöðina Smáralind þar sem tekið verður vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Nýjasta stórstjarna Hollywood fer sínar eigin leiðir

Leikkonan Florence Pugh fer með aðalhlutverk í umtöluðu kvikmyndinni Don't Worry Darling sem frumsýnd verður á föstudaginn næsta í kvikmyndahúsum um allan heim. Florence, sem er 26 ára gömul, hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir glæsilegan stíl sinn, yfirvegað viðhorf og einlæga, sjarmerandi nærveru. Blaðamaður ákvað að fara yfir feril Florence og fá nánari innsýn í líf þessarar rísandi stórstjörnu.

Lífið
Fréttamynd

Kokkurinn úr Matador látinn

Danska leikkonan Elin Reimer er látin 94 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Matador sem naut mikilla vinsælda á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Pistol: Sex Pistols fá Disney-meðhöndlunina

Það er eitthvað kaldhæðnislegt við að pönkhljómsveitin Sex Pistols endi undir hatti Disney samsteypunnar og mætti jafnvel segja það smiðshöggið á niðurlægingu þá sem Malcom McClaren, umboðsmaður þeirra, hóf með afskiptum sínum af söngvaranum Steve Jones. Nú er hægt að sjá sjónvarpsþáttaröðina Pistol á Disney+, en hún fjallar um feril hljómsveitarinnar. 

Gagnrýni