Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Mörg járn í eldinum og rauði dregillinn með Jason Momoa

Stórstjarnan Hera Hilmarsdóttir fer með hlutverk Helgu í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu þar sem hún leikur á móti Þorvaldi Davíð og Anítu Briem. Hún fer einnig með hlutverk í þáttunum „See“ frá streymisveitunni Apple TV+ þar sem hún leikur meðal annars á móti Jason Momoa.

Lífið
Fréttamynd

RIFF setur frumbyggja í sviðsljósið

RIFF hefur kynnt til leiks nýjan flokk stuttmynda í ár, sem setur frumbyggja í sviðsljósið.Úr þessum flokki tala stuttmyndirnar til heimsbyggðarinnar allrar en þær koma frá stöðum sem í dag nefnast Svíþjóð, Grænland, Bandaríkin og Mexíkó.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Master Chief“ nýtur lífsins á Ís­landi

Leikarinn Pablo Schreiber hefur notið lífsins á Íslandi af Instagram færslum hans að dæma. Schreiber hefur til dæmis leikið í sjónvarpsþáttunum „Halo“, „Orange is the New Black“ og kvikmyndinni „13 Hours.

Lífið
Fréttamynd

Loka á umsagnir um Rings of Power vegna trölla

Svo virðist sem að neikvæðum umsögnum rigni yfir þættina Rings of Power frá Amazon, sem byggja á Hringadróttinssögu J.R.R Tolkien og öðrum bókum hans. Gagnrýnendum lýst ágætlega á þættina og er meðaleinkunn þeirra á Rotten Tomatoes 84 prósent. Meðaleinkun frá áhorfendum er þó 36 prósent.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Pat­rekur segir Birgittu ekki hafa átt neðan­beltis­höggin skilið

Íslensku raunveruleikaþættirnir Æði sem sýndir eru á Stöð 2 hafa notið mikilla vinsælda en fjórar seríur hafa verið framleiddar. Á dögunum lýsti Patrekur Jamie úr Æði hópnum, yfir óánægju sinni vegna ummæla sem Birgitta Líf, meðlimur LXS vinkvennahópsins sem er miðpunktur nýrrar raunveruleikaseríu lét falla. Patrekur segir nú málið hafa verið misskilning.

Lífið
Fréttamynd

Hildur Guðna orðuð við Óskars­verð­laun

Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina.

Lífið
Fréttamynd

Birgitta miður sín og biðst af­sökunar

Birgitta Líf hefur beðist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Ísland í dag í vikunni. Hún hafi ekki verið að reyna að skjóta á neinn heldur einungis segja frá því hvernig LXS-þátturinn væri. 

Lífið
Fréttamynd

Segir orð Birgittu vera kjafts­högg

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er ekki sáttur með orð sem Birgitta Líf Björnsdóttir, einnig raunveruleikaleikastjarna, lét falla í Ísland í dag í vikunni. Birgitta sagði raunveruleikaþátt sinn vera „mest alvöru raunveruleikaþætti“ sem gerðir hafa verið hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Vekja athygli á hryllingi Norðurskautsins

RIFF kvikmyndahátíðin beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár.  RIFF Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Miley Cyrus í kvikmynd með Dolly Parton

Söng- og leikkonan Miley Cyrus mun koma fram í nýrri kvikmynd sem guðmóðir hennar Dolly Parton stendur fyrir. Dolly fer með aðalhlutverkið myndarinnar en stjörnur eins og Jimmy Fallon, Willie Nelson, Ana Gasteyer og Billy Ray Cyrus munu einnig taka þátt í verkefninu.

Lífið
Fréttamynd

Sopra­nos-leikarinn Bob LuPone er látinn

Bandaríski leikarinn Robert „Bob“ LuPone, er látinn, 76 ára að aldri. LuPone gerði garðinn frægan sem leikari á Broadway í New York en einnig fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu, Sopranos.

Lífið
Fréttamynd

House of Dragon slær áhorfsmet hjá HBO

Þættirnir House of the Dragon virðast fara gífurlega vel af stað og hafa þættirnir þegar slegið nokkur áhorfsmet hjá HBO. Fyrsti þáttur HOD braut frumsýningarmet fyrirtækisins bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Bíó og sjónvarp