Bíó og sjónvarp

HBO birtir fyrstu stiklu Last of Us

Samúel Karl Ólason skrifar
Þau Joel og Ellie eru leikin af Pedro Pascal og Bellu Ramsey.
Þau Joel og Ellie eru leikin af Pedro Pascal og Bellu Ramsey.

HBO birti í dag fyrstu stiklu þáttanna Last of Us. Þættirnir byggja á samnefndum tölvuleikjum og eru gerðir af Craig Mazin, sem skrifaði þættina Chernobyl. Þau Pedro Pascal og Bella Ramsey eru í aðalhlutverkum sem þau Joel og Ellie.

Þættirnir gerast eftir að ákveðin sveppategund byrjaði að breyta mönnum í nokkurs konar uppvakinga sem drepa og éta aðrar manneskjur. Sveppur þessi byggir á raunverulegum sveppategundum í í náttúrunni sem hafa verið að breyta skordýrum og öðrum kvikindum í uppvakninga í milljónir ára.

Fylgi þættirnir sögu leikjanna eftir, sem þeir virðast í það minnsta gera að hluta til, miðað við stikluna, þá fær Joel það verkefni að smygla ungri konu sem heitir Ellie til vísindamanna sem telja sig geta stöðvað útbreiðslu faraldursins.

Í þáttunum munu þau væntanlega ferðast um rústir Bandaríkjanna og hitta þar fyrir annað fólk og uppvakinga.

Þættirnir verða frumsýndir á HBO Max á næsta ári og eru þeir alls tíu talsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.