Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

ET selst til hæst­bjóðanda

Upprunalega líkanið af geimverunni E.T. sem notað var við tökur á kvikmynd Steven Spielberg E.T. The Extra-Terrestrial fer á uppboð í desember. Talið er að líkanið muni seljast á um það bil þrjár milljónir dollara, rúmar 430 milljónir íslenskra króna. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Rithöfundurinn Julie Powell er látin

Rithöfundurinn Julie Powell, sem best er þekkt fyrir að hafa eldað allar uppskriftir í bók kokksins Juliu Child, „Mastering the Art of French Cooking“ er látin 49 ára að aldri. Powell lést úr hjartastoppi á heimili sínu í New York.

Lífið
Fréttamynd

Bros: Enginn er annars bróðir í leik

Fyrir tveimur vikum kom kvikmyndin Smile í bíó, en nú er farið að sýna gamanmyndina Bros. Hver er tengingin? Auðvitað engin nema hvað titlarnir eru sama orðið á íslensku og ensku (svo er Bros auðvitað ekki vísun í bros, heldur stytting á orðinu brothers). 

Gagnrýni
Fréttamynd

Egill Ólafsson með Parkinsons

Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 

Lífið
Fréttamynd

Leslie Jordan er látinn

Bandaríski leikarinn Leslie Jordan er látinn, 67 ára að aldri. Jordan lést í dag eftir bílslys í Hollywood. Hann var sjálfur að aka þegar banaslysið átti sér stað en talið er að hann hafi misst meðvitund við aksturinn og ekið á byggingu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Brosnan í bleiku og meiri Mamma Mia á leiðinni

Leikarinn Pierce Brosnan hristi aðeins upp í fatavalinu sínu og mætti í bleikum jakkafötum á frumsýningu myndarinnar Black Adam. Brosnan verður sjötugur á næsta ári og er greinilega með puttann á púlsinum þegar kemur að tískunni en bleikur hefur verið áberandi í tískuheiminum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál

Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 

Lífið
Fréttamynd

Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg

Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist.

Lífið
Fréttamynd

Smile: Brostu, þú ert að fara að deyja

Kvikmyndin Smile vakti athygli á dögunum fyrir eitthvað allt annað en innihald sitt, heldur var það hugvitasamleg markaðsherferð sem var á allra vörum. Myndin sjálf kom svo í kvikmyndahús í þar síðustu viku. En er eitthvað vit í þessu öllu saman?

Gagnrýni