Skroll-Íþróttir

Fréttamynd

Björgvin: Mæti tvíefldur til leiks

Björgvin Páll Gústavsson ætlar að mæta tvíefldur til leiks með landsliðinu eftir að hann náði sér ekki á strik í leikjum Íslands í undankeppni EM 2012 í haust.

Handbolti
Fréttamynd

Sunnudagsmessan: Hvað er í gangi hjá Chelsea?

Enska meistaraliðið Chelsea hefur ekki náð sér á strik að undanförnu í deildarkeppninni en liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Aston Villa í gær. Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær fóru þeir Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason yfir gengi Chelsea sem byrjaði tímabilið af gríðarlegum krafti þar sem liðið fékk 25 stig af 30 mögulegum í fyrstu 10 umferðunum.

Sport
Fréttamynd

Morrison skoraði mark helgarinnar gegn Man Utd

Eins og vanalega er hægt að skoða öll helstu tilþrifin úr enska boltanum hér á Vísi. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá fimm flottustu mörkin sem skoruð voru um helgina en mark James Morrison fyrir WBA gegn Manchester United er þar í fyrsa sæti.

Enski boltinn
Fréttamynd

Aston Villa jafnaði gegn Chelsea í uppbótartíma

Það var mikil dramatík á lokamínútunum í viðureign Chelsea og Aston Villa í dag. Leikurinn endaði með jafntefli 3-3 þar sem Ciaran Clark jafnaði fyrir Villa í uppbótartíma en skömmu áður hélt John Terry að hann hafi verið að skora sigurmarkið í leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Samaras sá um Rangers í Glasgow-slagnum

Grikkinn hárprúði, Georgios Samaras, skoraði bæði mörk Celtic sem vann 2-0 útisigur á Rangers í Glasgow-slagnum í skoska boltanum í dag. Staðan í hálfleik var markalaus en í seinni hálfleik reyndist Celtic sterkara liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

NBA: Miami vann upp 20 stiga forskot og óheppnin eltir Dallas

Miami Heat vann sinn sautjánda sigur í síðustu átján leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að lenda 20 stigum undir á móti Golden State Warriors. Dallas Mavericks tapar enn án Dirk Nowitzki og liðið missti annan byrjunarliðsmann í meiðsli í nótt þegar Caron Butler meiddist. San Antonio Spurs og Chicago eru bæði áfram á mikilli siglingu.

Körfubolti
Fréttamynd

Arsenal vann sannfærandi 3-0 útisigur á Birmingham

Arsenal komst aftur á sigurbraut með 3-0 útisigri á Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hollendingurinn Robin van Persie skoraði sitt fyrsta deildarmark í átta mánuði og Samir Nasri skoraði sitt þrettánda mark á tímabilinu í þessum sannfærandi sigri Arsenal-liðsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hernandez tryggði Manchester United útisigur á West Brom

Varamaðurinn Javier Hernandez tryggði Manchester United 2-1 útisigur á West Bromwich Albion í fyrsta leik ársins 2011 í ensku úrvalsdeildinni. United náði með þessum sigri þriggja stiga forskot á nágranna sína í Manchester City sem spila seinna í dag. Þetta var fyrstu útisigur liðsins síðan að liðið vann Stoke 24. október og þá skorað Hernandez einnig sigurmarkið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Guðjón Þórðarson: Ég kaupi það ekki að Eiður sé ekki „fitt“

Guðjón Þórðarson var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem hann ræddi m.a. um Eið Smára og Stoke City. Guðjón, sem var knattspyrnustjóri hjá Stoke á sínum tíma setur spurningamerki við ýmsar ákvarðanir Tony Pulis sem hefur "fryst" Eið Smára á varamannabekknum frá því hann kom til liðsins í haust. Viðtalið við Guðjón má sjá í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sunnudagsmessan: Tíu fallegustu mörkin

Frábær tilþrif hafa sést í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á fyrri hluta keppnistímabilsins. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason umsjónarmenn Sunnudagsmessunnar á Stöð 2 sport 2 hafa valið 10 fallegustu mörkin það sem af er tímabilinu. Smellið á hnappinn hér fyrir ofan.

Enski boltinn
Fréttamynd

Loksins sigurleikur hjá Chelsea

Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann loksins sigur en Arsenal missti af tækifæri til að komast upp að hlið toppliðanna í deildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gylfi í Sunnudagsmessunni: „HM boltinn er eins og þungur plastbolti“

Gylfi Sigurðsson var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Guðmundur Benediktsson spurði landsliðsframherjann að því hvort þýskir markverðir væru betri en þeir ensku. Gylfi var sem kunnugt er seldur frá enska 1. deildarliðinu Reading til Hoffenheim í Þýskalandi s.l. sumar fyrir rúman milljarð kr. Viðtalið við Gylfa má sjá í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Enski boltinn
Fréttamynd

West Ham upp úr botnsætinu

West Ham komst í dag upp af botni ensku úrvalsdeildarinnar er liðið vann góðan útisigur á Fulham, 1-3. Avram Grant heldur því enn vinnunni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Miami valtaði yfir Lakers - Orlando á siglingu

Jólastórleikur NBA-deildarinnar stóð ekki undir væntingum þar sem Miami vann fyrirhafnarlítinn sigur á slöku liði LA Lakers. Kobe Bryant frumsýndi nýja, eiturgræna skó í leiknum sem einhverjir félaga hans notuðu líka en það virkaði ekki því leikmenn Lakers virtust vera með hugann við jólahaldið heima hjá sér.

Körfubolti