Enski boltinn

Gylfi í Sunnudagsmessunni: „HM boltinn er eins og þungur plastbolti“

Gylfi Sigurðsson var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Guðmundur Benediktsson spurði landsliðsframherjann að því hvort þýskir markverðir væru betri en þeir ensku. Gylfi var sem kunnugt er seldur frá enska 1. deildarliðinu Reading til Hoffenheim í Þýskalandi s.l. sumar fyrir rúman milljarð kr. Viðtalið við Gylfa má sjá í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Gylfi segir að markverðir í þýsku deildinn þurfi að glíma við nýja „HM" boltann sem notaður var í Suður-Afríku s.l. sumar. Sá bolti er ekki notaður á Englandi. „Boltinn flýgur út um allt. Það er erfiðara fyrir markmenn að grípa og halda boltanum. Þetta er gott fyrir okkur sem eru að skjóta boltanum á markið. Það tók mig nokkrar vikur að venjast þessum bolta, hann er eins og þungur plastbolti,," segir Gylfi m.a.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×