Enski boltinn

West Ham upp úr botnsætinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

West Ham komst í dag upp af botni ensku úrvalsdeildarinnar er liðið vann góðan útisigur á Fulham, 1-3. Avram Grant heldur því enn vinnunni.

Það blés reyndar ekki byrlega fyrir West Ham framan af því Aaron Hughes kom Fulham yfir strax á 11. mínútu.

Carlton Cole jafnaði metin á 37. mínútu eftir ævintýralegt klúður í vörn Fulham. Frederic Piquionne kom svo West Ham yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Fulham náði ekki að jafna sig á því og Carlton Cole gulltryggði sigur West Ham 17 mínútum fyrir leikslok.

Góð byrjun á jólavertíðinni hjá West Ham sem vann þarna sinn fyrsta útisigur á leiktíðinni. Liðið er komið í 18. sæti með 16 stig, sama stigafjölda og Fulham sem er í sætinu fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×