Rannsóknarskýrsla Alþingis Sibert segir að sig hafi hryllt við stöðu bankakerfisins Anne Sibert, sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir að sig hafi hryllt þegar að hún kynnti sér stöðu íslensku bankanna í ársbyrjun 2008. Landsbankinn réð hana þá til að greina stöðu íslensku bankanna. Viðskipti innlent 13.4.2010 10:14 Segja styrki á SUS reikning eðlilegan Sigríður Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegar skýringar liggja að baki tugmilljónastyrk sem lagður var inn á reikning Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Innlent 13.4.2010 10:05 Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. Innlent 13.4.2010 09:32 Ráðuneyti bregst við skýrslu rannsóknarnefndar Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu um fyrstu viðbrögð sín við skýrslu rannsóknarnefndar Alþinmgis. Þar kemur fram að fyrir utan þau frumvörp sem þegar hafa verið samin í kjölfar bankahrunsins er unnið að frumvarpi sem m. a. fjalla um endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 13.4.2010 08:31 Töluverð umfjöllun erlendis um skýrslu rannsóknarnefndar Töluverð umfjöllun hefur verið í erlendum fjölmiðlum um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Mest hefur hún verið á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Viðskipti innlent 13.4.2010 07:34 Pólitík réði frekar en fagmennska Áherslur í einkavæðingu bankanna slógu tón fyrir eignarhald þeirra. Fjármálaráðherra taldi slæm áhrif á samfélagið vegna hækkunar íbúðalána ásættanlegan fórnarkostnað til að halda Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki við völdin. Innlent 12.4.2010 23:47 Fátt nýtt til ríkissaksóknara rannsóknarskýrslan Endurskoðendur bankanna, peningamarkaðssjóðir þeirra, afskipti stjórnarmanna af einstökum viðskiptum, kaupréttarsamningar starfsmanna og umfangsmikil markaðsmisnotkun er meðal þess sem rannsóknarnefnd Alþingis telur að saksóknari eigi að taka til sérstakrar rannsóknar. Innlent 12.4.2010 23:48 Alþingi og ríkisstjórn brugðust "Ekki verður annað séð en að bæði Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til þess að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Innlent 12.4.2010 23:48 FME í fjársvelti og óx allt of hægt Forstjóri Fjármálaeftirlitsins óskaði ekki eftir auknum fjárveitingum og nýtti ekki þær valdheimildir sem eftirlitið bjó yfir í aðdraganda bankahrunsins, að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Hann sýndi af sér vanrækslu að mati nefndarinnar. Eftirlitið treysti of mikið á gölluð álagspróf og lét hjá leggjast að gera lögreglu viðvart um lögbrot. Innlent 12.4.2010 23:48 Feluleikir í Glitni Stjórn Glitnis faldi 270 milljóna króna vanmetna launaskuldbindingu gagnvart Bjarna Ármannssyni í ársuppgjöri bankans árið 2008. Hafði stjórnin haft veður af því að Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, ætlaði að grennslast fyrir um þessa greiðslu og hugsanlega höfða skaðabótamál í kjölfar fundarins. Til að koma í veg fyrir að greiðslan yrði rædd á fundinum var hún færð yfir á næsta ár. Í tölvupósti sagði stjórnandi: Innlent 12.4.2010 23:48 Voru ekki vakandi fyrir hættumerkjum Fjölmiðlar brugðust hlutverki sínu í aðdraganda bankahrunsins, er niðurstaða skýrslu vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Langtum fleiri jákvæðar en neikvæðar fréttir birtust af fjármálafyrirtækjum á tímabilinu 2006 til 2008 og flestar byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum. Ekki fékkst staðfesting á áhrifum eigenda á umfjöllun fjölmiðla. Innlent 12.4.2010 23:48 Inngrip hefðu getað kostað málaferli Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir skýrsluna sýna að vöxtur bankanna hafi valdið hruninu. Ekki hafi verið hægt að bjarga þeim árið 2008. Innlent 12.4.2010 23:48 Tengd félög tóku allt út úr sjóðum Eitt tilvik fannst þar sem starfsmaður Landsbankans mælti með því að kunningi hans legði fremur peninga á bók en í peningabréf. Aðrir fengu skilaboð um að peningamarkaðssjóðir væru hættulitlir. Rannsóknarnefnd Alþingis vill láta kanna refsiábyrgð. Viðskipti innlent 12.4.2010 23:47 Eignarýrnunin sást ekki í reikningum bankanna Gæði útlánasafns bankanna voru byrjuð að rýrna að minnsta kosti tólf mánuðum fyrir fall þeirra og gerði allt fram að fallinu, þótt ekki sæist þess stað í reikningsskilum bankanna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknarnefndar Alþingis í kafla skýrslu hennar um ytri endurskoðun. Viðskipti innlent 12.4.2010 23:47 Hunsaði boð breska Seðlabankans Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét hjá líða að svara boði seðlabankastjóra Bretlands um aðstoð við að minnka íslenska bankakerfið hálfu ári fyrir fall þess. Viðskipti innlent 12.4.2010 23:48 Ekki brugðist við mikilli hættu Ekki var brugðist við ábendingum um að áhætta vegna lausafjárskorts og fjármögnun bankanna væri orðin of mikil vorið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna bankahrunsins. Innlent 12.4.2010 23:48 Hörð gagnrýni á þjóðnýtingu Glitnis Seðlabanki og ráðherrar brutu stjórnsýslulög, eigin verklagsreglur, óskráðar meginreglur og jafnvel stjórnarskrá þegar ákveðið var að bregðast við ósk Glitnis um lán til þrautavara með þjóðnýtingu. Seðlabankinn hafði ekki forsendur til að meta hvort sú leið sem hann gerði tillögu um væri forsvaranleg. Innlent 12.4.2010 23:48 Lánuðu milljarða til kaupa á Högum Tvö félög Bónusfjölskyldunnar, Baugur Group og Gaumur, voru komin í fjárhagsvanda snemma árs 2008 og lá fyrir að Baugur gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar í mars 2008 án fjárhagsaðstoðar. Þá var eigið fé Gaums neikvætt. Viðskipti innlent 12.4.2010 23:48 Skýrslan er úttekt en ekki dómur Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er einn þriggja stjórnmálamanna sem rannsóknarnefndin telur hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi. Innlent 12.4.2010 23:48 Samson átti endurfjármögnun vísa Félög tengd eigendum Landsbankans áttu endurfjármögnun vísa í Peningabréfum ISK, en svo nefndist fjárfestingarsjóður Landsvaka sem aftur var í eigu Landsbankans. Þetta er meðal þess sem lesa má úr kafla rannsóknarnefndar Alþingis um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði. Innlent 12.4.2010 23:47 Litu ekki á málið fyrr en 2007 Starfsmaður Fjármálaeftirlitsins komst að því árið 2004 að hvorki Kaupþing né Landsbankinn hefðu tengt saman stórar lánveitingar bankanna til Baugs Group með réttum hætti. Hann lét stjórnendur Fjármálaeftirlitsins vita af niðurstöðum sínum. Innlent 12.4.2010 23:48 1,3 milljarðar í rekstur Sigurðar Rekstrarkostnaður við skrifstofu Sigurðar Einarsson, stjórnarformanns Kaupþings, í London, nam 1.311,5 milljónum króna á fjögurra ára tímabili, frá 2005 til 2008. Auk Sigurðar var einn starfsmaður á skrifstofunni fyrri hluta tímabilsins og tveir þann síðari. Viðskipti innlent 12.4.2010 23:48 Kosningaloforð Framsóknar ein dýrkeyptustu hagstjórnarmistökin Kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2003 um 90 prósent íbúðarlán eru talin ein stærstu hagstjórnarmistök ríkisins samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. Innlent 12.4.2010 23:05 Ingibjörg Sólrún: Hafði ekki forsendur til að draga orð sérfræðinga í efa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segist ekki hafa haft neinar forsendur til þess að draga greiningar sérfróðra manna og eftirlitsaðila um varnir efnahagskerfisins í efa. Innlent 12.4.2010 21:02 Eigendur bankanna misnotuðu þá Rannsóknarnefndin telur að eigendur allra stóru bankanna þriggja og Straums-Burðaráss hafi fengið óeðlilega mikinn aðgang að lánsfé hjá þessum bönkum í krafti eignarhalds síns. Stærstu skuldarar allra bankana voru eigendur þeirra eða tengdir aðilar. Viðskipti innlent 12.4.2010 20:40 Bretar vildu „refsa" íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hefðu átt að útskýra neyðarlögin betur fyrir breskum og hollenskum stjórnvöldum strax við lokun markaða þann 6. október 2008. Þetta er mat rannsóknarnefndar Alþingis sem telur það gagnrýnisvert hversu lítið íslensk stjórnvöld aðhöfðust til að róa þarlenda ráðamenn. Innlent 12.4.2010 20:57 Jónas Fr.: Ég skilaði betri stofnun en ég tók við Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) segist hafa skilað betri stofnun en hann tók við. Hann segir FME hafa verið alvarlega fjársvelt en stórbatnað í sinni stjórnartíð. Þetta kom fram í viðtali við Jónas á RÚV. Innlent 12.4.2010 20:50 SMS ISG: Gerdu svo Má ad Sedlabankastjora i stad DO Í smáskilaboðum sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sendi Geir H. Haarde 2. október 2008, miðvikudaginn eftir þjóðnýtingu Glitnis, kemur fram að hún vildi að Már Guðmundsson yrði gerður að seðlabankastjóra í stað Davíðs Oddssonar. Ingibjörg var stödd í New York í læknismeðferð þegar hún sendi skilaboðin. Innlent 12.4.2010 20:44 Össur: Ég hélt að þetta væri valdarán Davíðs Oddssonar „[...] ég er enn á lífi í pólitík af því að ég er svolítið „paranoid“ í nasavængjunum, ég taldi sem sagt að þetta væri valdarán Davíðs Oddssonar [...],“ sagði Össur Skarphéðinsson við skýrslutöku hjá Rannsóknarnefnd Alþings um tillögu Davíðs um þjóðstjórn. Davíð viðraði hugmyndina á ríkisstjórnarfundi 30. september 2008. Innlent 12.4.2010 20:23 Geir: Við vorum gabbaðir Ég sé mest eftir því að hafa verið aðili sem tók þátt í því að leyfa bönkunum að stækka svona mikið, sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Innlent 12.4.2010 19:43 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 14 ›
Sibert segir að sig hafi hryllt við stöðu bankakerfisins Anne Sibert, sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir að sig hafi hryllt þegar að hún kynnti sér stöðu íslensku bankanna í ársbyrjun 2008. Landsbankinn réð hana þá til að greina stöðu íslensku bankanna. Viðskipti innlent 13.4.2010 10:14
Segja styrki á SUS reikning eðlilegan Sigríður Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegar skýringar liggja að baki tugmilljónastyrk sem lagður var inn á reikning Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Innlent 13.4.2010 10:05
Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. Innlent 13.4.2010 09:32
Ráðuneyti bregst við skýrslu rannsóknarnefndar Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu um fyrstu viðbrögð sín við skýrslu rannsóknarnefndar Alþinmgis. Þar kemur fram að fyrir utan þau frumvörp sem þegar hafa verið samin í kjölfar bankahrunsins er unnið að frumvarpi sem m. a. fjalla um endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 13.4.2010 08:31
Töluverð umfjöllun erlendis um skýrslu rannsóknarnefndar Töluverð umfjöllun hefur verið í erlendum fjölmiðlum um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Mest hefur hún verið á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Viðskipti innlent 13.4.2010 07:34
Pólitík réði frekar en fagmennska Áherslur í einkavæðingu bankanna slógu tón fyrir eignarhald þeirra. Fjármálaráðherra taldi slæm áhrif á samfélagið vegna hækkunar íbúðalána ásættanlegan fórnarkostnað til að halda Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki við völdin. Innlent 12.4.2010 23:47
Fátt nýtt til ríkissaksóknara rannsóknarskýrslan Endurskoðendur bankanna, peningamarkaðssjóðir þeirra, afskipti stjórnarmanna af einstökum viðskiptum, kaupréttarsamningar starfsmanna og umfangsmikil markaðsmisnotkun er meðal þess sem rannsóknarnefnd Alþingis telur að saksóknari eigi að taka til sérstakrar rannsóknar. Innlent 12.4.2010 23:48
Alþingi og ríkisstjórn brugðust "Ekki verður annað séð en að bæði Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til þess að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Innlent 12.4.2010 23:48
FME í fjársvelti og óx allt of hægt Forstjóri Fjármálaeftirlitsins óskaði ekki eftir auknum fjárveitingum og nýtti ekki þær valdheimildir sem eftirlitið bjó yfir í aðdraganda bankahrunsins, að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Hann sýndi af sér vanrækslu að mati nefndarinnar. Eftirlitið treysti of mikið á gölluð álagspróf og lét hjá leggjast að gera lögreglu viðvart um lögbrot. Innlent 12.4.2010 23:48
Feluleikir í Glitni Stjórn Glitnis faldi 270 milljóna króna vanmetna launaskuldbindingu gagnvart Bjarna Ármannssyni í ársuppgjöri bankans árið 2008. Hafði stjórnin haft veður af því að Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, ætlaði að grennslast fyrir um þessa greiðslu og hugsanlega höfða skaðabótamál í kjölfar fundarins. Til að koma í veg fyrir að greiðslan yrði rædd á fundinum var hún færð yfir á næsta ár. Í tölvupósti sagði stjórnandi: Innlent 12.4.2010 23:48
Voru ekki vakandi fyrir hættumerkjum Fjölmiðlar brugðust hlutverki sínu í aðdraganda bankahrunsins, er niðurstaða skýrslu vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Langtum fleiri jákvæðar en neikvæðar fréttir birtust af fjármálafyrirtækjum á tímabilinu 2006 til 2008 og flestar byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum. Ekki fékkst staðfesting á áhrifum eigenda á umfjöllun fjölmiðla. Innlent 12.4.2010 23:48
Inngrip hefðu getað kostað málaferli Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir skýrsluna sýna að vöxtur bankanna hafi valdið hruninu. Ekki hafi verið hægt að bjarga þeim árið 2008. Innlent 12.4.2010 23:48
Tengd félög tóku allt út úr sjóðum Eitt tilvik fannst þar sem starfsmaður Landsbankans mælti með því að kunningi hans legði fremur peninga á bók en í peningabréf. Aðrir fengu skilaboð um að peningamarkaðssjóðir væru hættulitlir. Rannsóknarnefnd Alþingis vill láta kanna refsiábyrgð. Viðskipti innlent 12.4.2010 23:47
Eignarýrnunin sást ekki í reikningum bankanna Gæði útlánasafns bankanna voru byrjuð að rýrna að minnsta kosti tólf mánuðum fyrir fall þeirra og gerði allt fram að fallinu, þótt ekki sæist þess stað í reikningsskilum bankanna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknarnefndar Alþingis í kafla skýrslu hennar um ytri endurskoðun. Viðskipti innlent 12.4.2010 23:47
Hunsaði boð breska Seðlabankans Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét hjá líða að svara boði seðlabankastjóra Bretlands um aðstoð við að minnka íslenska bankakerfið hálfu ári fyrir fall þess. Viðskipti innlent 12.4.2010 23:48
Ekki brugðist við mikilli hættu Ekki var brugðist við ábendingum um að áhætta vegna lausafjárskorts og fjármögnun bankanna væri orðin of mikil vorið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna bankahrunsins. Innlent 12.4.2010 23:48
Hörð gagnrýni á þjóðnýtingu Glitnis Seðlabanki og ráðherrar brutu stjórnsýslulög, eigin verklagsreglur, óskráðar meginreglur og jafnvel stjórnarskrá þegar ákveðið var að bregðast við ósk Glitnis um lán til þrautavara með þjóðnýtingu. Seðlabankinn hafði ekki forsendur til að meta hvort sú leið sem hann gerði tillögu um væri forsvaranleg. Innlent 12.4.2010 23:48
Lánuðu milljarða til kaupa á Högum Tvö félög Bónusfjölskyldunnar, Baugur Group og Gaumur, voru komin í fjárhagsvanda snemma árs 2008 og lá fyrir að Baugur gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar í mars 2008 án fjárhagsaðstoðar. Þá var eigið fé Gaums neikvætt. Viðskipti innlent 12.4.2010 23:48
Skýrslan er úttekt en ekki dómur Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er einn þriggja stjórnmálamanna sem rannsóknarnefndin telur hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi. Innlent 12.4.2010 23:48
Samson átti endurfjármögnun vísa Félög tengd eigendum Landsbankans áttu endurfjármögnun vísa í Peningabréfum ISK, en svo nefndist fjárfestingarsjóður Landsvaka sem aftur var í eigu Landsbankans. Þetta er meðal þess sem lesa má úr kafla rannsóknarnefndar Alþingis um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði. Innlent 12.4.2010 23:47
Litu ekki á málið fyrr en 2007 Starfsmaður Fjármálaeftirlitsins komst að því árið 2004 að hvorki Kaupþing né Landsbankinn hefðu tengt saman stórar lánveitingar bankanna til Baugs Group með réttum hætti. Hann lét stjórnendur Fjármálaeftirlitsins vita af niðurstöðum sínum. Innlent 12.4.2010 23:48
1,3 milljarðar í rekstur Sigurðar Rekstrarkostnaður við skrifstofu Sigurðar Einarsson, stjórnarformanns Kaupþings, í London, nam 1.311,5 milljónum króna á fjögurra ára tímabili, frá 2005 til 2008. Auk Sigurðar var einn starfsmaður á skrifstofunni fyrri hluta tímabilsins og tveir þann síðari. Viðskipti innlent 12.4.2010 23:48
Kosningaloforð Framsóknar ein dýrkeyptustu hagstjórnarmistökin Kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2003 um 90 prósent íbúðarlán eru talin ein stærstu hagstjórnarmistök ríkisins samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. Innlent 12.4.2010 23:05
Ingibjörg Sólrún: Hafði ekki forsendur til að draga orð sérfræðinga í efa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segist ekki hafa haft neinar forsendur til þess að draga greiningar sérfróðra manna og eftirlitsaðila um varnir efnahagskerfisins í efa. Innlent 12.4.2010 21:02
Eigendur bankanna misnotuðu þá Rannsóknarnefndin telur að eigendur allra stóru bankanna þriggja og Straums-Burðaráss hafi fengið óeðlilega mikinn aðgang að lánsfé hjá þessum bönkum í krafti eignarhalds síns. Stærstu skuldarar allra bankana voru eigendur þeirra eða tengdir aðilar. Viðskipti innlent 12.4.2010 20:40
Bretar vildu „refsa" íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hefðu átt að útskýra neyðarlögin betur fyrir breskum og hollenskum stjórnvöldum strax við lokun markaða þann 6. október 2008. Þetta er mat rannsóknarnefndar Alþingis sem telur það gagnrýnisvert hversu lítið íslensk stjórnvöld aðhöfðust til að róa þarlenda ráðamenn. Innlent 12.4.2010 20:57
Jónas Fr.: Ég skilaði betri stofnun en ég tók við Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) segist hafa skilað betri stofnun en hann tók við. Hann segir FME hafa verið alvarlega fjársvelt en stórbatnað í sinni stjórnartíð. Þetta kom fram í viðtali við Jónas á RÚV. Innlent 12.4.2010 20:50
SMS ISG: Gerdu svo Má ad Sedlabankastjora i stad DO Í smáskilaboðum sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sendi Geir H. Haarde 2. október 2008, miðvikudaginn eftir þjóðnýtingu Glitnis, kemur fram að hún vildi að Már Guðmundsson yrði gerður að seðlabankastjóra í stað Davíðs Oddssonar. Ingibjörg var stödd í New York í læknismeðferð þegar hún sendi skilaboðin. Innlent 12.4.2010 20:44
Össur: Ég hélt að þetta væri valdarán Davíðs Oddssonar „[...] ég er enn á lífi í pólitík af því að ég er svolítið „paranoid“ í nasavængjunum, ég taldi sem sagt að þetta væri valdarán Davíðs Oddssonar [...],“ sagði Össur Skarphéðinsson við skýrslutöku hjá Rannsóknarnefnd Alþings um tillögu Davíðs um þjóðstjórn. Davíð viðraði hugmyndina á ríkisstjórnarfundi 30. september 2008. Innlent 12.4.2010 20:23
Geir: Við vorum gabbaðir Ég sé mest eftir því að hafa verið aðili sem tók þátt í því að leyfa bönkunum að stækka svona mikið, sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Innlent 12.4.2010 19:43