Innlent

SMS ISG: Gerdu svo Má ad Sedlabankastjora i stad DO

Skömmu eftir þjóðnýtingu Glitnis vildi Ingibjörg að Már Guðmundsson tæki við sem seðlabankastjóri í stað Davíðs Oddssonar.
Skömmu eftir þjóðnýtingu Glitnis vildi Ingibjörg að Már Guðmundsson tæki við sem seðlabankastjóri í stað Davíðs Oddssonar. Mynd/Anton Brink

Í smáskilaboðum sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sendi Geir H. Haarde 2. október 2008, miðvikudaginn eftir þjóðnýtingu Glitnis, kemur fram að hún vildi að Már Guðmundsson yrði gerður að seðlabankastjóra í stað Davíðs Oddssonar. Ingibjörg var stödd í New York í læknismeðferð þegar hún sendi skilaboðin.

Smáskilaboð Ingibjargar:

„[É]g hef lengi heyrt umtalsverda gagnryni ur fjarmalageiranum á ad SI sé ekki faglega sterkur a svidi fjarmalastodugleika og hafi nu ordid faa innanbudar sem thekki til a lanamorkudum sbr. thad sem gerdist hjá Bayerische Landesbank. Hugsanlega tharf rikisstjornin ad styrkja sina adkomu. Bendi a Ynga Örn i Lsb. Gerdu svo Má Gudmundsson ad Sedlabankastjora i stad DO. Thad mun thykja traust. Hann hefur samböndin. Ég held ad thetta sé ákv ögurstund. Kv Isg[.]"

Már gegndi þá stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Í júní á síðasta ári var Már skipaður seðlabankastjóri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×