Ingibjörg Sólrún: Hafði ekki forsendur til að draga orð sérfræðinga í efa 12. apríl 2010 21:02 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, er ekki talin hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi samkvæmt Rannsóknarskýrslunni. MYND/Anton Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segist ekki hafa haft neinar forsendur til þess að draga greiningar sérfróðra manna og eftirlitsaðila um varnir efnahagskerfisins í efa. Þá hafi hún sem utanríkisráðherrra ekki farið með efnahagsmál heldur forsætisráðherra. Þetta kemur fram í andmælabréfi hennar til Rannsóknarnefndar Alþingis sem birt er með skýrslu nefndarinnar. Ingibjörg Sólrún var ein 12 manna sem fengu bréf frá Rannsóknarnefndinni vegna rannsóknar á hugsanlegri vanrækslu í starfi. Í bréfi Rannsóknarnefndarinnar er meðal annars minnst á að Ingibjörg hafi setið nokkra fundi á fyrri hluta árs 2008 þar sem seðlabankastjóri hafi varað við stöðu fjármálakerfisins en Ingibjörg hafi sem forystumaður í ríkisstjórn ekki gripið til aðgerða. Þá hafi hún ekki gengið úr skugga um hver geta ríkissjóðs væri til að styðja fjárhagslega við bak fjármálafyrirtækja áður en hún hafi lýst því yfir sem utanríkisráðherra að staðið yrði við bakið á bönkunum. Ingibjörg Sólrún bendir á í svarbréfi sínu að hún hafi ekki verið staðgengill forsætisráðherra heldur hafi varaformaður Sjálfstæðisflokksins sinnt því hlutverki. Engin lagaleg skylda hafi hvílt á henni til þess til þess að grípa inni í málin enda ekki á verk- eða valdsviði hennar. Því sjái hún ekki hvernig nefndin geti komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi. Ingibjörg Sólrún segir enn fremur að á fundum með seðlabankastjóra í febrúar og apríl, þar sem bankastjórinn lýsti áhyggjum af stöðu fjármálakerfisins, hafi ekki verið lögð fram nein gögn eða veittar upplýsingar sem kölluðu á sérstök viðbrögð af hennar hálfu. Gögnum virðist í raun hafa verið haldið frá henni að mati Ingibjargar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segist ekki hafa haft neinar forsendur til þess að draga greiningar sérfróðra manna og eftirlitsaðila um varnir efnahagskerfisins í efa. Þá hafi hún sem utanríkisráðherrra ekki farið með efnahagsmál heldur forsætisráðherra. Þetta kemur fram í andmælabréfi hennar til Rannsóknarnefndar Alþingis sem birt er með skýrslu nefndarinnar. Ingibjörg Sólrún var ein 12 manna sem fengu bréf frá Rannsóknarnefndinni vegna rannsóknar á hugsanlegri vanrækslu í starfi. Í bréfi Rannsóknarnefndarinnar er meðal annars minnst á að Ingibjörg hafi setið nokkra fundi á fyrri hluta árs 2008 þar sem seðlabankastjóri hafi varað við stöðu fjármálakerfisins en Ingibjörg hafi sem forystumaður í ríkisstjórn ekki gripið til aðgerða. Þá hafi hún ekki gengið úr skugga um hver geta ríkissjóðs væri til að styðja fjárhagslega við bak fjármálafyrirtækja áður en hún hafi lýst því yfir sem utanríkisráðherra að staðið yrði við bakið á bönkunum. Ingibjörg Sólrún bendir á í svarbréfi sínu að hún hafi ekki verið staðgengill forsætisráðherra heldur hafi varaformaður Sjálfstæðisflokksins sinnt því hlutverki. Engin lagaleg skylda hafi hvílt á henni til þess til þess að grípa inni í málin enda ekki á verk- eða valdsviði hennar. Því sjái hún ekki hvernig nefndin geti komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi. Ingibjörg Sólrún segir enn fremur að á fundum með seðlabankastjóra í febrúar og apríl, þar sem bankastjórinn lýsti áhyggjum af stöðu fjármálakerfisins, hafi ekki verið lögð fram nein gögn eða veittar upplýsingar sem kölluðu á sérstök viðbrögð af hennar hálfu. Gögnum virðist í raun hafa verið haldið frá henni að mati Ingibjargar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira