Samson átti endurfjármögnun vísa 13. apríl 2010 01:45 Félög tengd eigendum Landsbankans áttu endurfjármögnun vísa í Peningabréfum ISK, en svo nefndist fjárfestingarsjóður Landsvaka sem aftur var í eigu Landsbankans. Þetta er meðal þess sem lesa má úr kafla rannsóknarnefndar Alþingis um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði. Fjárfestingarstefna Peningabréfa ISK er sögð hafa verið mjög rúm. „Raunar er erfitt að túlka fjárfestingarstefnu sem hefur svo víð vikmörk sem stefnu af nokkru tagi. Sjóðstjóra eru lítil takmörk sett með svo rúmri stefnu og draga verður þá ályktun að líklega hafi verið fremur einfalt að framfylgja henni," segir í áliti nefndarinnar. „Áhugavert er að skoða hversu stóran hluta sjóðurinn átti í einstökum flokkum verðbréfa sem gefin voru út af stærstu skuldunautum sjóðsins sem tengdust Landsbankanum," segir í áliti nefndarinnar. Bent er á að sjóðurinn hafi aukið fjárfestingu í bréfum Landsbankans í lok mars 2008 þegar hann keypti fyrir 17 milljarða króna í víxilútgáfu sem var tveggja mánaða víxill að nafnvirði 30 milljarðar króna. Af þeirri útgáfu keypti sjóðurinn fyrir 18 milljarða að nafnverði eða 60 prósent allrar útgáfunnar. Á gjalddaga þess víxils fékk sjóðurinn endurgreidda 18 milljarða en keypti samdægurs fyrir 12 milljarða króna að nafnvirði í annarri verðbréfaútgáfu, framlengdi stóran hluta skuldarinnar. „Sjóðurinn endurtók leikinn allt til falls bankanna, fjárfesti í skammtímavíxlum Landsbankans fyrir 12 til 17 milljarða króna að nafnvirði eða fyrir um 10 prósent af heildarverðmæti sjóðsins í hvert skipti." Þá kemur fram að sjóðurinn hafi að jafnaði haldið um níu milljörðum króna í bréfum Samson, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga. „Því má segja að Samson hafi átt vísan aðgang að endurfjármögnun að hluta hjá sjóðnum. Svipaða sögu er að segja af fjárfestingum tengdum Straumi-Burðarási," segir í skýrslunni. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Félög tengd eigendum Landsbankans áttu endurfjármögnun vísa í Peningabréfum ISK, en svo nefndist fjárfestingarsjóður Landsvaka sem aftur var í eigu Landsbankans. Þetta er meðal þess sem lesa má úr kafla rannsóknarnefndar Alþingis um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði. Fjárfestingarstefna Peningabréfa ISK er sögð hafa verið mjög rúm. „Raunar er erfitt að túlka fjárfestingarstefnu sem hefur svo víð vikmörk sem stefnu af nokkru tagi. Sjóðstjóra eru lítil takmörk sett með svo rúmri stefnu og draga verður þá ályktun að líklega hafi verið fremur einfalt að framfylgja henni," segir í áliti nefndarinnar. „Áhugavert er að skoða hversu stóran hluta sjóðurinn átti í einstökum flokkum verðbréfa sem gefin voru út af stærstu skuldunautum sjóðsins sem tengdust Landsbankanum," segir í áliti nefndarinnar. Bent er á að sjóðurinn hafi aukið fjárfestingu í bréfum Landsbankans í lok mars 2008 þegar hann keypti fyrir 17 milljarða króna í víxilútgáfu sem var tveggja mánaða víxill að nafnvirði 30 milljarðar króna. Af þeirri útgáfu keypti sjóðurinn fyrir 18 milljarða að nafnverði eða 60 prósent allrar útgáfunnar. Á gjalddaga þess víxils fékk sjóðurinn endurgreidda 18 milljarða en keypti samdægurs fyrir 12 milljarða króna að nafnvirði í annarri verðbréfaútgáfu, framlengdi stóran hluta skuldarinnar. „Sjóðurinn endurtók leikinn allt til falls bankanna, fjárfesti í skammtímavíxlum Landsbankans fyrir 12 til 17 milljarða króna að nafnvirði eða fyrir um 10 prósent af heildarverðmæti sjóðsins í hvert skipti." Þá kemur fram að sjóðurinn hafi að jafnaði haldið um níu milljörðum króna í bréfum Samson, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga. „Því má segja að Samson hafi átt vísan aðgang að endurfjármögnun að hluta hjá sjóðnum. Svipaða sögu er að segja af fjárfestingum tengdum Straumi-Burðarási," segir í skýrslunni.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira