Bandaríkin

Fréttamynd

Meira en hundrað stað­fest smit um borð í banda­rísku her­skipi

Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja.

Erlent
Fréttamynd

Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn

Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu.

Erlent
Fréttamynd

Sjúkra­skipið Com­fort komið til New York

Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Trump hættur við að setja New York í sóttkví

Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“

Erlent
Fréttamynd

Joseph Lowery látinn

Predikarinn Joseph Lowery sem var fyrirferðarmikill í baráttunni fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, er látinn 98 ára að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla

Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. 

Erlent
Fréttamynd

Segir milljónir geta dáið verði ekki gripið til aðgerða

Verði ekki gripið til afgerandi aðgerða á heimsvísu gæti Covid-19, sjúkdómurinn sem nýja kórónuveiran veldur, fellt milljónir fólks. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fjarfundi leiðtoga G20 ríkja í dag.

Erlent
Fréttamynd

Mexíkóskir mótmælendur loka landamærunum við Bandaríkin

Mótmælendur úr röðum íbúa mexíkóska ríkisins Sonora, sem deilir landamærum með Arizona í Bandaríkjunum, segjast ætla að halda áfram að halda landamærastöðvum lokuðum af ótta við að Bandaríkjamenn, sýktir af kórónuveirunni, haldi yfir landamærin.

Erlent
Fréttamynd

Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi

Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun.

Erlent